Vikan


Vikan - 05.10.1999, Page 37

Vikan - 05.10.1999, Page 37
r Vikan 37 Hráefni: 6-8 bollar 1 msk. 4 stk. 2 tsk pastastrimlar, tagliatelle gráðostur tómatar fersk steinselja Krydd: aromat og svartur pipar Aðferð: 1. Sjóðið pastastrimla samkvæmt leiðbeining- um á pakka. Pastað er sett út í sjóðandi vatn með nokkrum dropum af matarolíu og örlitlu salti. Soðið í réttan tíma og sett saman við tómat- maukið eða kælt með köldu vatni, mikilvægt er að hella vatninu af og setja pastað í ís- skápinn. Ef soðið pasta er látið liggja í vatni, hvort sem um heitt eða kalt vatn er að ræða, bólgnar pastað út og verður ólystugt. 2. Þennan lið má framkvæma á undan 1. lið þ.e. ef nota á pasta beint eftir suðu í réttinn og því næst framreiða. Gerum ráð fyrir að búið sé að sjóða pa- stað og kæla, pastað sé tilbúið í ísskápnum. Þá eru tómatar maukaðir í matvinnsluvél, settir á pönnu og soðnir niður ásamt gráðosti, hluta af kryddi og helmingi af steinseljunni. Því næst er pastanu bætt út í og hit- að. Sett á disk og framreitt með brauði, t.d. hvítlauksbrauði. Gott er að strá örlitlum parmes- j an osti yfir ásamt steinselju. Hvítlauksbrauð er gott að búa til, t.d. með því að skera snittubrauð í sneiðar og smyrja með hvítlaukssmjöri. Verði ykkur að góðu!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.