Vikan


Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 46

Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 46
Framhaldssaga Ég næ í kaffið, sagði hann og dreif sig af stað áður en hann segði eitthvað sem eyðilegði stemmninguna. Þegar hann kom til baka tíu mínútum síðar var Christian búinn að veiða ál og kasta færinu út aftur. Francesca brosti til Kaiser. Mikið er þetta ljótur fiskur, sagði hún. Ég er fegin að ég þurfti ekki að snerta hann. Hann rétti henni kaffið. Það er svart. Ég gleymdi að spyrja þig hvort þú notaðir mjólk. Svart er fínt. Hún saup á kaffinu. Ef ég hefði vitað hvað það er kalt úti hefði ég haldið Christian innandyra. Ég er feginn að þið kom- uð, sagði Kaiser. Ég líka, sagði hún lágum rómi. Það er svo auðvelt að gleyma því að lífið getur líka verið gott. Kaiser settist við hliðina á henni. Hvaðan ertu? spurði hún. Ég ólst upp í Connecticut. Síðustu árin hef ég búið hér og þar í heiminum. Ertu giftur? Ég var það. Ekkjumaður? Nei, fráskilinn. Hjóna- bandið gekk ekki, mér til mikillar mæðu. Var það þess vegna sem þú komst hingað? Hann kinkaði kolli. Það má segja það að ég hefi komið hingað til þess að sleikja sárin. Fór hún frá þér? Já. Hún tók Henry Crandall fram yfir mig. Lif- andi piparkökukall! Einvern veginn hef ég það á tilfinningunni að þér líki ekki vel við Henry Crandall. Hún skellihló og Kaiser horfði heillaður á hana. Þú ættir að gera þetta oft- ar, sagði hann. Hvað? Að hlæja. Það er langt síðan ég hef haft ástæðu til þess. Það er ekki auðvelt að hlæja þegar maður hefur misst einhvern sem manni þótti vænt um. Hún sneri sér undan. Stundum eru þeir sem eftir lifa stærsta vandamálið; sagði hún stillilega. Það heyrðist siguróp frá Christian þegar hann dró inn annan fisk. Hann hefur ; svo gaman af því að veiða, sagði Francesca. Auminginn litli, hann kvartar aldrei þótt hann hafi ekki mikið að gléðjast yfir. Hann heldur að ég brotni saman ef hann gerir það. Það er stór byrði að bera fyrir fimm ára gam- alt barn. Mundir þú gera það? Hvað? Brotna saman? Bros hennar var biturt. Ef þú hefðir spurt mig þessarar spurningar fyrir tveimur mánuðum síðan hefði ég hlegið að svo fáranlegri til- hugsun. En nú veit ég betur. Kaiser ætlaði að fara að segja fleira en í sama bili skynjaði hann einhverja hreyfingu og spratt á fætur. Christian! hrópaði hann en það var of seint. Veiðistöng- in flaug í stórum boga út í sjó og Christian á eftir eins og hann væri að stinga sér. Hann lenti með höfuðið í djúpan, ískaldan sjóinn. Christian! hrópaði Francesca. Guð minn góður, hann er ósyndur. Hún stakk sér á eftir Christian áður en Kaiser gat stöðvað hana. Kaiser fór úr úlpunni og stökk út í þar sem hann hafði séð litla strákinn hverfa. Sjórinn var gruggug- ur og hann sá ekki út úr augum. Hann neyddist til þess að koma upp á yfir- borðið til þess að draga and- ann, kafaði svo aftur og fálmaði í kringum sig en hann fann ekkert. Aftur kaf- aði hann en Francesca og Christian voru hvergi sjáan- leg. Hann var orðinn skelf- ingu lostinn og kafaði aftur þar til hann allt í einu fann fyrir einhverjum við hliðina á sér. Það var Christian. Hann náði taki á handleggn- um á honum og dró hann upp. Christian var máttfar- inn en dró andann. Kaiser var útkeyrður þeg- ar hann kom að tréstiganum sem lá upp á bryggjuna. Hann sá að hann gat ekki komið Christian upp stigann hjálparlaust. Hann kom hvergi auga á Francescu. Hjálp, hrópaði hann. Hjálp! Hank kom hlaupandi til þeirra. Hvað gengur eigin- lega á? Hvað sýnist þér? Hann ýtti máttvana líkama Christ- ians upp stigann og Hank náði taki á honum og lyfti honum alla leið. Farðu með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.