Vikan


Vikan - 05.10.1999, Side 48

Vikan - 05.10.1999, Side 48
Texti og mynd: Hrund Hauksdóttir essa ljósmynd tók ég á Gaza. Myndgæðin sem slík eru ekki upp á marga fiska þar sem ljósmyndin er hreyfð. Það ætti þó ekki að koma að sök því myndin nær samt sem áður tilgangi sínum; sem er að endurspegla ýmislegt framandi sem ég upplifði á Gazasvæð- inu. Hún er mér meðal annars mjög táknræn fyrir hið aðskilda samfélag kynjanna sem þar ríkir. Ég sat inni í hrörlegum leigubíl þegar ég tók mynd- ina og hafði vegna hitasvækjunnar vog- að mér að taka niður slæðuna sem huldi ringlað höfuð mitt meðan á veru minni stóð, en samkvæmt ríkjandi regl- um þessa samfélags var ég tilneydd að bera slíkan höfuðbúnað. Á þeirri stundu sem myndefnið varð til var ég að auki að reykja sígarettu en það er forboðið kvenþjóðinni á Gazasvæðinu. Drengirnir sem ég festi á þessa mynd komu æðandi að leigubílnum þegar þeir sáu mig, frá sér numdir yfir svo einstakri sjón. Mér fannst ég nema alls kyns upplifun í andlitum þeirra þegar ég skoðaði myndina síðar; kátínu, for- vitni, gleði, æsing og efasemdir. Mín upplifun á þeim var annars eðlis. Þvílíkrar einskærrar at- hygli hef ég aldrei notið áður. Mér leið eins og kvik- myndastjörnu í „limmó" á leiðinni á óskarsverðlaunaaf- hendingu! Mér til mikillar skelfingar rauk bílstjórinn út og barði strákana með regn- hlíf. Hann fældi þá í burtu eins og þeir væru flugur sem væru að ónáða evr- ópsku konuna í aftursætinu. Taldi hann sig vera að bera hag minn fyrir brjósti og leit á þetta sem truflandi eða niðurlægjandi atvik fyrir mig eða máttu drengirnir kannski ekki horfa á svo dónalega sýn; slæðulausa konu að reykja? Þessi ljósmynd segir sögu. Jafnvel margar. Ljósmyndun er ákveðið form afþreyingarmenningar og myndmál er mjög mikilvægt í fjölmiðlaheiminum. I fréttaljósmyndun er mikilvægast að vera á réttum stað á réttum tíma. Að gera augnablikið ódauðlegt á filmu. Grípa fallvaltan veruleikann með ein- um hnappi og gera hann stöðugan og eilífan með ljósmyndinni. Varðveisla andartaksins. Fylgikona min benti mér á að það sæist i ökklana á mér und- an kuflinum. Ég varð að grípa til þess ráðs að beygja mig í hnjánum svo að enginn karl- maður myndi nú sjá bregða fyrir ökklum mínum og blygð- unarkennd hans yrði þannig fyrir áfalli. Klónun kuflsins Kynferði mannfólksins skapar nær ávallt væntingar um hegðun. Þar sem ég er þræll í líkamsdýrkunarveröld hins vestræna heims hlakkaði ég til (hlakkaði í mér?) að geta verið kyn- laus á Gazasvæðinu. Ég taldi spenn- andi að taka þátt í hinni samfélagslegu skyldu kvenna þar að hylja líkama minn kufli til að fela kvenleika minn. Spennan reyndist þó ekki langvinn og heillandi framandleiki þessa grímu- búnings hvarf fljótlega. Fyrst um sinn hafði þó framandleikinn yfirhöndina og ég naut þess að geta arkað um Gazasvæðið og fallið gjörsamlega inn í fjöldann. Klónun kuflsins ... Ég upp- lifði ákveðna frelsistilfinningu því ég gat skoðað heiminn og heimurinn sá mij> ekki. Ég var ósýnileg. I gegnum sögu mannkynsins hefur bæling jafnan verið á líkama konunnar mun fremur en karlmannsins. Ulfhild- ur Dagsdóttir hefur einmitt gert það að umræðuefni í greinaskrifum sínum í bókinni Flögð og fögur skinn og telur hún það hugsanlega skýringu að með þessari líkamlegu aðgreiningu kynj- anna sé almennt talið að konan standi nær náttúrunni en karlinn. Hún hafi líkama sem hefur þann eiginle’^^ geta alið af sér börn og auk þess hefur konan tíðir. Báðir þessir líkamlegu þættir drottni yfir henni og marki til- veru hennar. Ulfhildur talar einnig um að við konur séum líkamlegar og hljót- um að byggja sjálfsmynd okkar, og ekki hvað síst baráttugrundvöllinn, á Á vordögum 1997 fór ég í tíu daga heimsókn á Gazasvæðið í ísrael og var tilgangur fararinn- ar tvíþættur. Annars vegar var fimm ára gam- all sonur minn (sem á palestínskan föður) að hitta ömmu sína og afa í fyrsta sinn og hins vegar hef ég persónulegan áhuga á málefnum Palestínumanna.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.