Vikan


Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 8

Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 8
þess að andi dauðans kæmi ekki inn í sjúkra- skýlið mitt. Þetta er djörf bæn en það dó enginn og fljótlega barst það út að mín meðöl væru sterkari en annarra. Oft var kom- ið með til mín börn sem voru hreinlega í andaslitr- unum og með Guðs hjálp tókst að bjarga þeim. Ef ég sá að ég réði ekki við hlutina keyrði ég sjúk- lingana áfram til næsta bæjar á sjúkrahús. Fólkið vissi að ég myndi gera það sem ég gæti og leggja mig alla fram um að bjarga sjúklingunum." Aftur til sinnar elskuðu Eþíópíu Meðan Margrét og Bene- dikt dvöldu í Senegal kom beiðni frá Eþíópíu um að þau kæmu þangað aftur. Fyrstu þrjá mánuðina fengu þau upp- rifjunarnámskeið í amharísku. Þetta var fyrsta formlega kennslan sem þau fengu í mál- inu en Margrét segir að það hafi verið ómetanlegt fyrir hana en skipti Benedikt minna máli því hann sé mála- maður af Guðs náð. Margrét hlakkaði mikið til að koma aftur til Konsó sem hún segir að sé hálent, harð- býlt en afar fagurt land. Með- alhæð yfir sjávarmáli er 1600 m en kristniboðsstöðin er í 1650 m hæð yfir sjávarmáli. „Ég gat horft endalaust á fjöllin mín, " segir Margrét. „Þrátt fyrir frumstæðar að- stæður hef ég aldrei verið eins hamingjusöm og fimm fyrstu árin mín í Konsó." Aðstæður voru allt aðrar þegar Margrét snýr aftur árið 1994. Sjúkraskýlið er orðið lít- ið sjúkrahús með mörgum deildum. Það gladdi hana einnig að einn nemendanna í skóla kristniboðsins frá því 8 Vikan þau hjónin voru í fyrsta sinn í Konsó var nú lærður hjúkrun- arfræðingur og yfirmaður hennar á sjúkrahúsinu. Með henni á deild vann ung kona, Galle Soka, sem varð Mar- gréti fljótlega mjög handgeng- in. Maður hennar Beyene Kailassie hjálpaði sömuleiðis til við að gera við bfl kristni- boðsins, hlaða hann og af- hlaða auk þess sem hann ók stundum fyrir Benedikt. Galle og Beyene voru nýgift. Beyene er lærður bifvélavirki og starfaði við ýmis þróunar- verkefni í Konsó en þar kom að ekki voru til peningar til að borga launin hans og hann missti vinnuna og líka heils- una. Margrét og Benedikt gerðu allt sem þau gátu til að bjarga honum og hann kallar þau sína h'fforeldra. Lamitta velur sér móður Lítill drengur að nafni Lamitta var sjúklingur á berkladeildinni ásamt föður sínum. Þetta var í þriðja sinn sem þeir feðgar komu og fengu meðferð við eitlaberkl- Lamitta stuttu eltir aft hann llytur til Margrétar og Henedikts. um. Faðir Lamitta hafði trassað í fyrri tvö skiptin að halda lyfjameðferð- inni áfram og því veiktust þeir aftur. Faðirinn sýndi drengnum lítinn kærleika og eftir þessa þriðju sprautumeðferð yfirgaf hann barnið. Drengurinn varð eftir í sjúkrastöðinni og hann var fljótur að sjá hvar hlýju var að vænta. „Lamitta var eitthvað u.þ.b. sex ára þegar þetta var og í fyrstu svaf hann hjá varðmönnunum og fékk mat sinn frá ýmsum í sjúkrastöðinni," segir Margrét. „Hann byrjaði að elta mig út um allt og það var sama hvar ég var, þar var Lamitta kominn með litlu höndina sína og stakk henni í mína. Hann kall- aði mamma á eftir mér hvar sem hann sá mig og næst fór hann að elta mig heim og sat á eldhúströppunum hjá okkur. Vonleysið skein úr augum hans og hann sagði aldrei orð. Hann þrýsti sér stöðugt lengra þar til ég gafst upp og tók hann. Ég sagði við Benedikt: „Nei nú er nóg komið. Við tökum hann." Og það varð úr. Rétt eftir að hann kom alveg inn sáum við hvernig gleðin blómstraði með honum og svo margir eiginleikar fóru að koma í ljós, meðal annars grallaraskapurinn og stríðnin. Það var einnig einkennilegt að það var eins og þessi litli drengur hefði aldrei gert ann- að en að sitja við borð og borða með hníf og gaffli. Hann tók sér líka fljótt penna í hönd og fór að teikna, sólina, dýrin, trén og blómin. Hann byrjaði líka að syngja og hann hefur yndislega söngrödd. Galle, Beyene og Lamitta kalla ég Sörubörnin mín vegna þess að ég eignast þau í elli minni og mér finnst eins og ég hafi fætt þau. Beyene styrktum við til náms við há- skóla í Nairóbí í Kenýa en okkur líst ekki nógu vel á ástandið þar. Það var brotist inn hjá ungu hjónunum og stolið frá þeim og mikið er um alls konar þjófnaði og afbrot þar. Við erum með í athugun ýmisleg framtíðaráform fyrir hann, meðal annars nám í Englandi. Hann vinnur nú þegar hjá bróður mínum og hefur dvalar- og atvinnuleyfi hér. Við erum einnig búin að sækja um atvinnuleyfi fyrir Galle og ráðgerum frekara nám í framtíðinni fyrir hana en hún er kennari að mennt. Lamitta sendum við á heima- vistarskóla áður en við fórum heim og í fyrstu gekk allt vel. Hann hafði stuðning af eldri dreng frá Konsó sem þar var en eftir að sá fór heim fór að síga á ógæfuhlið. Drengurinn litli hætti að nærast og varð dauðveikur. Þá ákváðum við að taka hann til okkar. Þessi börn hafa veitt mér mikla ánægju og þakklætið til Guðs er mér alltaf efst í huga og hjarta, hann hefur aldrei brugðist mér." Margrét sá Lamitta síðast um áramótin þá fóru þau út og heimsóttu hann. Hún er full þakklætis til sinna nánustu og margra góðra vina sem hún segir að hafi stutt þau mikið bæði fjárhagslega og öðruvísi, enda hefðu þau Margrét og Benedikt ekki haft bolmagn að gera svo mikið fyrir Söru- börnin hennar hefði sá stuðn- ingur ekki komið til. Minning- in um sársaukann þegar hún varð að skilja Lydíu og Pál eft- ir er enn svo fersk að þess vegna hikar hún ekki nú við að láta hjartað ráða. Hún er líka eldri og hugrakkari og ekki að efa að í þetta sinn þarf hún ekki að iðrast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.