Vikan


Vikan - 19.10.1999, Side 47

Vikan - 19.10.1999, Side 47
Eftir Diane Guest. Þórunn Stefánsdóttir þýddi. og reifur hafði hann farið í land til þess að kaupa mat handa þeim. Hann hafði líka keypt dagblað til þess að at- huga hvort Julian hefði til- kynnt hvarf fjölskyldunnar. Það hafði hann auðsjáan- lega ekki gert. Það rigndi þegar hann kom aftur að bátnum og í fjarska heyrði hann í þrumum. Það var ekki algengt á þessum árstíma. Halló, kallaði hann. Komið og hjálpið mér að bera pokana! Enginn svar- aði og hann fann á sér að þau voru farin. Hann tók upp bréfið sem lá á borðinu og las: Elsku Kaiser. Lofaðu mér því að reyna ekki að hafa uppi á mér. Julian finnur okkur auðveldlega ef við verðum hjá þér og það má aldrei gerast. Það veldur mér mikl- um sársauka að geta ekki sagt þér hvers vegna. Þín Francesca. Kaiser var næstu fjóra mán- uðina í Tékklandi. Allan þann tíma neyddi hann sig til þess að hugsa eingöngu um bókina. Daginn sem Francesca yfirgaf hann hafði hann ákveðið að reyna að gleyma henni og öllu því sem henni viðkom. En hún var samt efst í huga hans þegar hann kom aftur til New York einn kaldan dag í mars. Hvar ertu? taut- aði hann fyrir munni sér meðan hann stóð og beið eftir farangrinum. Hann ætl- aði ekki að reyna að hafa uppi á henni en hann velti því fyrir sér hvort Julian hefði reynt það. Ég vona svo sannarlega þín vegna að hann hafi ekki gert það, Francesca. Um leið og hann sagði nafnið hennar fann hann að allt var óbreytt. Hann elskaði hana og kæmi alltaf til með að gera það. Loks komu töskurnar og hann gekk að útgöngudyr- unum. Hann snarstansaði þegar hann kom auga á dag- blað sem lá á borði við út- göngudyrnar. Á forsíðunni stóð stórum stöfum: HEIMSFRÆGUR PÍANÓ- LEIKARI SKOTINN! EIGINKONA ÁKÆRÐ FYRIR MORÐTILRAUN! Francesca Ferrare var ekki lengur í felum. Hún hafði verið handtekin fyrir að hafa reynt að drepa eigin- mann sinn, Julian Ferrare. Hildy gat ekki hætt að gráta. Hún var búin að gráta síðan Julian fann þau daginn áður. Hún hafði séð koma að hús- inu ásamt tveimur mönnum og hlaupið til mömmu sinn- ar til þess að vara hana við. En það var um seinan. Mamma hennar sparkaði frá sér og öskraði en enginn gat hjálpað þeim. Julian sló hana utan undir og hún datl í gólfið. Hildy hljóp til henn- ar en Julian greip í Hildy. Komdu hérna Hildy, sagði hann blíðlega eins og ekkert væri. Náðu í bróður þinn. Við skulum koma heim. En mamma ... Hildy gat ekki leynt tárunum þegar hún horði á mömmu sína liggja meðvitundarlausa á gólfinu. Hún kemur ekki með okkur, sagði Julian. Hún verður eftir hér. Svo höfðu þau ekið frá Vermont heim til New York. Hildy og Christian voru send upp í herbergin sín og þau höfðu reynt að hugga hvort annað. Þau voru dauðhrædd um mömmu sína og vissu ekki hvað Juli- an ætlaði sér að gera. Hildy hélt dauðahaldi í von- ina um að mamma þeirri kæmi að sækja þau og hún hafði rétt fyrir sér. Mamma þeirra kom til þess að drepa Julian. En henni mistókst það og lögreglan kom og tók hana með sér. Seinna um kvöldið sagði Julian að þau kæmu ekki til með að sjá mömmu sína framar. Hún er geðveik, sagði hann. Hún verður lokuð inni til þess að hún geti ekki gert ykkur mein. Daginn eftir fór Julian með þau aftur til Nantucket. Elise stóð með vatnsglas í annari hendi og lyfin í hinni þegar hún heyrði útidyrnar opnast. Hún heyrði Julian kalla. Hann hafði verið fjarverandi í fjóra mánuði og í þetta sinn hafði hún ekki hlakkað til þess að hann kæmi aftur. í stað tilhlökkunar hafði hún eingöngu fundið til ótta. Hann hafði farið til þess að finna Francescu. Hún gekk hægum skrefum á móti hon- um. Sjáðu hver eru komin, sagði Julian. Börnin stóðu við hlið hans, föl og útgrátin. Hvar er Francesca? hvíslaði hún. Francesca er ekki lengur velkomin hér, sagði hann brosandi. Hann sneri sér að börnunum. Farið þið upp og skiptið um föt áður en við borðum kvöldmatinn, skip- aði hann. Og Hildy, ég vil að þú farir í bleika kjólinn þinn. Hann klæðir þig svo vel. Börnin gengu eins og svefn- genglar upp stigann og Elise horfði undrandi á eftir þeim. Jæja, Lise litla, sagði Julian. Ég var búinn að segja þér að mér myndi takast að hafa uppi á þeim og koma með þau til baka. Hvar er Francesca? hvíslaði Elise. Hún sveik mig. Hvað okkur varðar er hún ekki lengur til. Segðu þjóninum að við borðum á sama tíma og venjulega. Heimur Elise fylltist sólskini og fallegum litum. Hún þyrfti aldrei að sjá Francescu framar. Kaiser fór beina leið til sak- sóknarans, Sam Masino. Hann var sá eini sem gæti sagt honum hvar Francescu væri að finna og gæti komið því til leiðar að hann fengi að hitta hana. Getur þú bjargað því fyrir mig? spurði hann. Sam andvarpaði. Gott og vel, sagði hann og teygði sig eftir símanum. Kaiser hallaði sér aftur í stólnum og hugsaði um það sem Sam hafði sagt honum. Það lék ekki nokkur vafi á því að Francesca hafði skot- ið eiginmann sinn. Hann hafði hent sér til hliðar og skotið hafði hitt hann í öxl- ina. Á þessari stundu vissi enginn hvers vegna hún hafði gert það en Julian hafði komið með þá skýr- ingu að kona hans væri veik á geði. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem hún hefði sýnt ofbeldi. Hún hafði reynt að drepa bæði sig og börnin átta mánuðum áður og síðan hafði hún rænt börnunum og bannað þeim að hafa samband við föður sinn. Það var augljóst að það yrði að loka hana inni. Sam lagði á. Þú færð að hitta hana, sagði hann. Ef hún vill það sjálf. Hingað til hefur hún ekki viljað tala við nokkurn mann. Vikan 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.