Vikan


Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 19

Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 19
Vinir Helgu úr vinnustofunni haf'a margir beðið hana uin gripina hennar til minn- ingar enda þvkja þeir sérstakir. Ekki er laust við íslenska tóna í áferð og lituni. Helga býr í Reykjavík ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Þegar Vikan hitti Helgu að máli var hún stödd í Prag, hafði starfað þar fjórar vikur í vinnustofu leirlistamanna. Þangað ákvað hún að fara, hálfnuð með nám sitt í Lista- háskólanum, til að kynnast fólki í sömu starfsgrein og viða að sér þekkingu. Það mynduðust sterk vinatengsl milli Hclgu og Svetlönu Matusa frá Serbíu. Svetlana hefur lýst ástandinu í hcimalandi sínu fyrir Helgu og langar að koma og dvelja á Is- Græði meira en aðrir á þátttökunni "Hér er tilgangurinn sá að vinna saman, læra hvert af öðru og fá hugmyndir," segir Helga á vinnustofunni í Prag innan um alla munina sem hún hefur unnið á þessum fjórum vikum. "Flestir sem hér eru að vinna eru menntað- ir í sínu fagi og hafa starfað við það í nokkur ár. Það er því enginn kennari á staðnum, eingöngu aðstoðarmenn, og við fáum þessa vinnuaðstöðu og allt efni, í þær fjórar vikur sem við erum hér. Síðan er haldin sýning á þeim verkum sem við höfum unnið á tíma- bilinu." Helga sá auglýsingu um vinnustofuna, work shop, í Listaháskólanum og fékk strax áhuga á að fara. Það kostaði 400 dollara að vera þátttakandi og innifalið í verð- inu, fyrir utan aðstöðu og efni, var gisting á farfuglaheimiii og léttur matur. Fyrir utan það skiptist fólk á að elda og í eitt skiptið bauð Helga upp á ekta íslenskan mat og brennivín við mikinn fögnuð. Það er skemmtilegur andi sem myndast inn- an hópsins á vinnustof- unni og sterkt vinasam- band hefur skapast milli fólks. Milli Helgu og leirlistakonu frá Serbíu, Svetlönu Matusa herbergisfélaga hennar, hefur myndast sérstakt samband. Svetlana hefur sagt Helgu frá ástandinu í heimalandi sínu og því hvernig er að búa þar. Helga segir lýsingarnar hörmulegar. "Þegarég tala um ísland hljómar það eins og algjört draumaríki í hennar eyrum. Hún hefur mjög mikinn áhuga á að dvelja á Islandi um lengri eða skemmri tíma og ég ætla að reyna að aðstoða hana með það eins og mér er framast unnt." Fyrir utan vinasam- böndin sem hafa orðið til hef- ur Helga líka haft gagn og gaman af því að vera þátttak- andi í vinnustofunni. "Ég hef lært töluvert á þessu en þó mest af sjálfri mér. Ég fór að glíma við nýja hluti og form sem ég hef ekki gert áður en flestir eru bara að gera það sem þeir eru vanir að gera heima hjá sér. Þeir eru hér meira sér til skemmtunar, þannig að ég er kannski að græða mest af öllum, enda ekki starfandi í greininni enn- þá." Hika ekki af öryggisá- stæðum Sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir hefur Helga tekið á móti 300 til 400 börnum. Haldbær menntun og áhuga- vert starf hélt þó ekki í hana þegar hún ákvað að segja upp á fæðingardeild Landsspítal- ans og fara í leirlistadeild Listaháskóla íslands. "Launin héldu ekki í mig," segir Helga sannfærandi. "Ég hafði mjög gaman af starfinu en var líka búin að fá nóg af 20 ára vakta- vinnu. Þar sem mig hafði alltaf langað í listnám, og verið í Myndlistaskólanum í Reykja- vík á kvöldin samhliða vinnu, lét ég bara vaða enda hafði ég engu að tapa. Þessu fylgir eng- in áhætta launalega séð. Ef mann langar að gera eitthvað og hefur tækifæri til þess á maður að drífa í því. Ekki hika af öryggisástæðum eins og lífeyri. Það getur víst alltaf eitthvað komið fyrir mann." En hvers vegna leirlistin? "Leirinn heillar mig rosalega. Mér finnst hann svo fal- legur, jarðlegur og ekta," svarar Helga og lítur niður á borðið á nokkur verka sinna. Ólíkar hirslur sem hún býr til út frá sama forminu, grófa, steinkennda muni í jarðlitum. Hugmyndirnar segir hún enn- þá vera að þroskast hjá sér, hún sé leitandi með leirinn og alltaf að læra. Það sem snýr hins vegar að málaralistinni, sem Helga sinnir í frístundum, tengist meira starfi hennar sem ljósmóður. Konur og börn, berir líkamar. Hvað með framtíðaráform? "Draumur minn, eins og allra listamanna, er að eiga fallega vinnustofu og gallerí niðri við sjóinn. Það er nú varla hægt á íslandi nema þá í Nauthóls- víkinni." Hún hlær að hug- myndinni enda stödd fjarri Is- landi þegar viðtalið er tekið. "Nei, það er draumurinn að vinna við leirlistina í framtíð- inni ef ég mögulega get. Ann- ars get ég víst alltaf gripið í mitt gamla starf, eins og stað- an er í dag, meðan fólk hópast ekki í þann geira vegna hárra launa," bætir Helga við áður en hún snýr sér að því að klára munina sína sem ekki er hægt að neita að bera keirn af íslenskum uppruna. Vikan 19 Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.