Vikan


Vikan - 19.10.1999, Side 7

Vikan - 19.10.1999, Side 7
Þá var ekki talið gott fyrir þeldökk börn að alast upp í hvítra manna landi. Eg vildi hins vegar að ég hefði látið hjartað ráða. Ef ég hefði verið eldri, hugrakkari og vitað það í sálarfræði sem ég veit nú hefði ég aldrei gert þetta. Að skilja börnin eftir er nokkuð sem ég hef alla tíð iðrast." Margrét notaði tækifærið á meðan þau voru í fríi og lærði hjúkrun í Noregi. Hún og Benedikt fara síðan aftur út og eru í þrjú ár á annarri kristniboðsstöð. Þá vann hún á sjúkrahúsi með Jóhannesi Ólafssyni, lækni, og konu hans Áslaugu Johnsen, hjúkrunar- fræðingi. Þau koma síðan al- komin heim árið 1975 og Mar- grét fer að vinna á barnageð- deild hér en hún hafði sérhæft sig í geðhjúkrun. Það er svo árið 1990 að þeim býðst að fara til Senegal til að leysa af Helga bróður Margrétar sem þar var trúboði. „Við tókum okkur til á efri árum og skelltum okkur út til Brussell að læra frönsku," seg- ir Margrét. „Það var brjálæði en við lærðum nóg til að geta bjargað okkur og haldið kristnar andaktir. Ég var orðin þetta fullorðin en ég hafði óbilandi kjark og hoppaði út í allt sem fólkinu í kringum mig þótti stappa nærri bilun. Mér var gefin einhver kraftur og gleðin af að vera aftur komin til Afríku gaf mér aukinn styrk. Ég vann eins og þjarkur og ef eitthvað hefði komið fyrir með þá sjúklinga sem ég sinnti hefði ég getað lent í miklum vandræðum. En ég var alltaf bænheyrð. Ég bað Það urðu fagnaö arfundir þegar Margrét hitti Lamitta um síð- ustu áramót.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.