Vikan


Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 56

Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 56
Lífsreynshisam Tapaði ástinni en endurheimti hana aftur Ég vissi um leið og ég kynntist þessari dásam- legu konu að ég hafði hitt ástina í iífi mínu. Heimurinn hrundi þegar hún tilkynnti mér að hún væri gift og eiginmaður- inn væri á ieiðinni að sækja hana og börnin. Mér fannst eins og lífinu hefði verið kippt úr höndunum á mér. S g hafði lokið námi við menntaskóla hér í Reykjavík og var ákveðinn í því að læra arkitektúr. Ég var einn á báti svo að ég gat valið mér hvaða land sem var og Spánn varð fyrir val- inu. Ég fékk inngöngu í mjög góðan skóla og til- hlökkunin var mikil. Á fyrsta árinu mínu þar kynnt- ist ég stúlku sem var komin lengra í náminu en ég og við byrjuðum að vera saman. Ég var yfir mig ástfanginn. Ég leigði mér íbúð á Spáni og þangað kom hún eins oft og hún gat en stoppaði sjaldan lengi. Eins voru kvöldin mjög sjaldan laus hjá henni og bar hún því við að námið tæki mikinn tíma sem ég vissi að var rétt. Mig var þó farið að gruna að eitthvað væri ósagt og eitt kvöldið, þar sem við sátum á veitingastað, sem var við fal- legt vatn ekki langt frá þeim stað þar sem ég bjó, sagði hún mér að hún ætti tvö börn. Þau væru bæði ung strákur rétt um eins árs og stúlka tveggja ára. Þessar fréttir komu nokkuð á mig en urðu þó ekki til þess að eyðileggja vináttu okkar. Hún bauð mér að hitta þau og þar með vissi ég að í hennar huga var ég meira en góður vinur og mér létti við það. Því að um leið og ég hitti hana fyrst vissi ég að hún myndi verða mér meira virði en allt annað í lífinu. Daginn eftir komu þau í heimsókn til mín öll þrjú. Þau báru sterkan svip af móður sinni og falleg eftir því. Mér fannst raunar strax að þau væru hluti af mér. Eftir nokkra mánuði ákváðum við að fara að búa saman. Um það með hverj- um hún átti börnin spurði ég aldrei, mér fannst það ekki koma mér við svo lengi sem hún vildi ekki tala um það. Þess ber að geta að hún var dökk yfirlitum með kolsvart hár og börnin voru það líka. Þau voru samt enn dekkri en hún en það skýrði sig þegar hún sagði mér að fyrr- verandi maðurinn hennar væri ættaður frá Marokkó. Við lifðum frábæru lífi, börnin döfnuðu vel og tóku mér sem föður sínum. Nám- ið krafðist minni tíma þegar leið á svo að meiri tími myndaðist sem við gátum verið saman. Við lifðum á námslánum sem var nóg til að framfleyta okkur. Árið sem unnusta mín átti að klára námið sitt fór allt að færast í annan farveg. Ég fann strax að hlutirnir voru að breytast en átti samt mjög erfitt með að átta mig á af hverju. Ég spurði hana oft hvort eitthvað væri að en hún sagði alltaf að lokaverk- efnið væri að keyra hana í kaf. Ég gat ekki annað en trúað því, enda hafði hún aldrei sagt mér annað en satt þótt stundum hafi ekki öll sagan verið sögð. Ég fékk þó skýringu nokkrum dögum fyrir útskrift hennar. Örlagaríkt símtai Ég var heima vegna þess að stelpan var lasin og próf- in hjá mér langt komin. Við sátum saman við eldhús- borðið og ég var að kenna henni íslensku. Þá hringdi síminn og ég ansaði. Það kom greinilega á þann sem var hinum megin á línunni en hann heilsaði mér og kynnti sig með nafni. Hann sagðist vera faðir barnanna sem ég væri að skipta mér af og eiginmaður þeirrar konu sem ég byggi hjá. Mérbrá en ákvað kyngja því sem sagt var og að lokum bað hann mig að skila til eigin- konu sinnar að hann vildi fá að heyra í henni. Litla stúlkan sem sat við eldhús- borðið, sem ég var farin að líta á sem dóttur mína, horfði spyrjandi á mig þegar ég kom aftur og í fyrsta sinn varð ég að segja henni ósatt þegar hún spurði við hvern ég hefði verið að tala. Þegar unnusta mín kom heim um kvöldið voru börnin sofnuð og ég ákvað að færa henni skilaboðin þegar allt væri orðið rólegt, þá hlyti ég að fá einhver svör. Mig langaði þó mest að segja sleppa því að skila skilaboðunum til hennar. Láta sem símtalið hefði aldrei átt sér stað og gleyma þessu. Ég gat það samt ekki Ég varð því að flytja skila- boð frá manni sem ég vissi ekkert um, hafði aldrei séð og einhverra hluta vegna aldrei heyrt talað um. Hún brast í grát þegar ég stundi þessu upp og lagði höfuð sitt á fang mér og grét eins og barn sem var að játa á sig sekt. Á eftir kom svo öll sól- arsagan. Þau hefðu búið saman í Marokkó og hún haldið til Spánar í sumarfrí með börn- in. í hennar huga var hún alltaf á flótta. Hún vissi þó að einhvern tímann myndi hann finna hana því hann vissi hvert hún fór en hún hafði þvælst nokkuð um á Spáni til að komast undan. Hún lifði í voninni um að vera frelsuð undan þeirri kúgun sem beið hennar ef Maðurinn sagðist vera faðir barnanna sem ég væri að skipta mér af og eiginmaður þeirrar konu sem ég byggi hjá. Mér brá en ákvað kyngja því sem sagt var og að lokum bað hann mig að skila til eiginkonu sinnar að hann vildi heyra í henni. 56 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.