Vikan


Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 13

Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 13
k v n I í f s i n s gamalt áður en það greinist. Þúsundir hafa smitast af klamydíu hér á landi á undan- förnum árum. Starfsfólk Kyn- sjúkdómadeildar segir að þeim sem eru „á markaðnum", eins og það er kallað, og stundi óvarið kynlíf sé nauðsynlegt að koma af og til og láta ganga úr skugga um að þeir séu ekki smitaðir af klamydíu. Þá er tek- in þvagprufa og niðurstöður hennar ættu að liggja fyrir inn- an tíu daga. Klamydía er með- höndluð með ákveðnum sýkla- lyfjum í töfluformi. Pensillín- meðferð dugar þó ekki. Þau lyf sem oftast eru notuð nú á dög- um þarf aðeins að taka í einum skammti eða einu sinni á dag í viku tíma. Rannsóknir eru ekki alltaf öruggar og fyrir kemur að einstaklingur geti verið smitað- ur án þess að sýkillinn finnist í þvagi. Því er mikilvægt að með- höndla alla sem grunur leikur á að séu smitaðir, jafnvel þótt niðurstöður rannsókna hafi ekki staðfest smit. Herpes sársaukafullur og hvimleiður sjúk- dómur Herpes simplex II veiran veldur einnig algengum kyn- sjúkdómi. Þótt hann hafi sjald- an jafnalvarlegar afleiðingar í för með sér og klamydía er hann þó bæði hvimleiður og sársaukafullur. Fjölmargir lifa með herpes simplex veiruna í líkamanum en hún orsakar áblástur á vörum. Þeir sem þekkja kláðann, óþægindin og sársaukann sem fylgir því þegar frunsur myndast geta ímyndað sér hvernig það er að fá áblást- ur á viðkvæma staði á kynfær- um. Ekki er vitað með vissu hversu margir smitast af herpes hér á landi, né hversu margir bera sjúkdóminn. Ástæða er til að ætla að sjúkdómurinn sé talsvert útbreiddur. Fyrstu einkenni smits eru sár á eða við kynfærin sem koma í ljós 2-20 dögum eftir samfarir sem leiddu til smits. Upphaf- lega kemur í ljós lítill blettur og fylgir honum stundum tölu- verður kláði eða sviði. Síðan koma í ljós smáar blöðrur sem springa eftir u.þ.b. 2 daga. Oft vætlar úr sárinu og eftir verður samhangandi hrúður. Eitlar í nára bólgna og verða aumir, að- allega við fyrstu sýkingu. Stundum fylgir þessu hiti. Sárin gróa eftir u.þ.b. 3 vikur. Hjá flestum sem smitast koma sárin þrisvar til fjórum sinnum á ári fyrstu árin eftir smit. Þegar sár- in koma aftur eru einkennin oftast vægari en í fyrsta sinn og blöðrurnar hverfa eftir 3-7 daga. Eftir 10-15 ár hverfa ein- kennin oftast alveg. Ennþá er engin lækning til við herpes. Óþægindunum er hins vegar hægt að halda í skefjum, t.d. með sótthreinsunarböðum eða deyfandi kremum. Kynfæravörtur sjúk- dómur unga fólksins Kynfæravörtur, öðru nafni kondylóma, orsakast af veirum (Human Papilloma Virus - HPV). Margar tegundir af vörtuveirum eru til og valda sumar þeirra m.a. vörtum á höndum og fótum. Kynfæra- vörturnar eru hins vegar kyn- sjúkdómur sem smitast við sam- farir. Hundruð einstaklinga leita lækninga vegna kynfæra- vartna á ári hverju og áberandi er að tíðni þessara vartna er mest í aldurshópnum 15-18 ára. Veiran veldur Ijósbleikum eða húðlitum vörtum á og við kynfærin og endaþarmsopið. Venjulega er yfirborð vartn- anna flipótt og þær vaxa í klös- um sem geta orðið frekar stórir. Þegar vörturnar hafa þetta útlit er auðvelt að sjá þær en þegar þær eru sléttar getur það verið mjög erfitt. Stundum myndast einungis húðlitar hrufur eða bólgur og e.t.v. fylgir þeim örlít- ill kláði sem er þá eina einkenni sjúkdómsins. Hjá konum er oft erfitt að uppgötva vörturnar ef þær eru í leggöngum eða leg- hálsinum. Vörturnar birtast yf- irleitt 1-3 mánuðum eftir smit en allt að 12 mánuðir geta þó liðið. Hinn langi meðgöngutími smitsins gerir það að verkum að erfitt getur verið að rekja slóð- ina til rekkjunautanna sem nauðsynlegt er að gera til að geta skoðað þá og meðhöndlað. Fáeinar af þeim sem þekktar eru af gerðinni HPV hafa verið tengdar aukinni hættu á frumu- breytingum ogjafnvel krabba- meini í leghálsi kvenna. Af þessum ástæðum er mikilvægt að taka frumustrok reglulega frá leghálsi þeirra kvenna sem hafa fengið kynfæravörtur. Kynfæravörtur eru greindar við skoðun hjá lækni og stundum er nauðsynlegt að skoða þær í smásjá. Algengasta meðferð er að pensla podophyllini á vört- urnar. Þetta er mjög sterkur vökvi sem brennir húðina ef hann er ekki þveginn af eftir fá- einar klukkustundir. Hægt er að endurtaka þá meðferð í nokkur skipti en ef það dugar ekki verður að grípa til annarra ráða, t.d. að brenna vörturnar eða frysta og í vissum tilvikum er gripið til leysigeisla. Lekandi Lekandi hefur verið á undan- haldi á Islandi undanfarin ár. Þó greinast einhverjir með sjúk- dóminn hérlendis á ári hverju. Einkenni Iekanda koma venju- lega fram 3-5 dögum eftir að smit átti sér stað. Fimmtungur karla fær engin einkenni. Ein- ungis helmingur kvenna fær einkenni sjúkdómsins. Hjá körl- um veldur sýking bólgu í slím- húð þvagrásar, stundum gul- grænni graftarútferð og sviða við þvaglát. Hjá konum veldur hún bólgu í slímhúð leghálsins, stundum graftarkenndri útferð og jafnvel sviða við þvaglát. Ef ekki er brugðist skjótt við lekanda er hætta á að sýkillinn breiðist út til eggjaleiðara hjá konum og valdi þar bólgu og ófrjósemi líkt og klamydía. Talið er að um 15% af öllum bólgum í eggjaleiðurum megi rekja til lekanda. Hjá körlum getur þvagrásarbólgan leitt til bólgu í eistum og stundum ófrjósemi. Fyrir kemur, einkum hjá konum, að bakterían komist út í blóðið og valdi langdregn- um hita, liðbólgum og húðút- brotum. Lekandi er greindur með því að taka sýni til ræktunar. Svar fæst venjulega innan viku frá því að sýni er tekið. Meðferð lekanda er yfirleitt einföld. Oft- ast nægir að gefa pensillín og þá einn skammt eða eina töflu. Stundum er lekandasýkillinn ónæmur fyrir pensillíni þá eru gefin önnur sýklalyf. Yfirleitt er næmi bakteríunnar kannað þegar sýni er sent til ræktunar og þannig tryggt að rétt með- ferð verði gefin. Kynsjúkdómar eru eins og sést á lýsingum hér að ofan bæði sársaukafullir og jafnvel hættulegir. Fyrir utan það er svo skömmin og vanlíðanin oft mikil sem fylgir því að fá sjúk- dóm er veldur félagslegrt for- dæmingu. Það verður því aldrei of oft minnt á að smokkurinn er ekki bara getnaðarvörn heldur einnig einstök vörn gegn sjúk- dómum. Notið smokkinn. Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.