Vikan


Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 14

Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 14
Vertu þú sjálf og i í ráðstefnusalnum á Grand Hótel Reykjavik er þétt setinn bekkurinn. Hvert einasta sæti er skipað og af og til glymja hlátrasköll um salinn. Ráðstefnugestir eru allt konur sem halla sér fram með einbeiting- arsvip á andlitinu, harð- ákveðnar í að missa ekki af einu orði sem fyrirles- arinn segir. Sá er lágvax- in, fínleg kona, óaðfinn- anlega tilhöfð og tilbúin að fylgja orðum sínum eftir með leikrænum til- burðum og skemmtileg- um svipbrigðum. Þetta er Dr. Sherron Bienvenu, bandarískur háskólapró- fessor sem hefur komið hingað tvisvar áður og kennt íslenskum konum hvernig best sé að ná ár- angri og áhrifum í karla- veröld viðskiptalífsins. «r I Dr. Sherron er fé- lagssálfræðingur og leggur áherslu á að það sé samskiptatækni hvers og eins sem skilji milli feigs og ófeigs í hörðum heimi. Hún rekur eigið ráðgjafarfyrir- tæki og hefur meðal annars unnið fyrir Lockheed Mart- in flugvélaverksmiðjurnar sem smíða allar flugvélar fyrir flotann. Það liggur í augum uppi að það þarf sterk bein og mikla getu til að segja aðmírálum banda- ríska flotans hvernig þeir eigi að haga samskiptum við starfsfólk sitt. Dr. Sherron dregur enga dul á það að henni þótti ósköp gaman að koma þessum valdamiklu mönnum í opna skjöldu. „Ég vandi mig á að koma alltaf brosandi á fundi," seg- ir hún. „Fljótlega barst það út að þegar ég brosti væri ekki von á góðu, þá væri ég ekki ánægð með árangur starfsins." Sherron hlær að þessu en bendir áheyrendum jafn- framt á að mikilvægt sé að koma sér upp ákveðinni brynju. „Yfirmaðurinn kemur í vinnuna á mánudagsmorgni, gengur inn í fyrstu skrifstof- una og segir: „Góðan dag- inn Guðrún, hvernig var helgin?" Guðrún svarar: „Yndisleg, ég og Siggi fór- um með krakkana upp í sumarbústað og grilluðum." Stjórnandinn heldur áfram og spyr sömu spurningar í næstu skrifstofu en fær þá svarið: „Fín. En lastu grein- ina í sunnudagsmogganum um hvernig hægt er að há- marka afköst á vinnustað?" Hvorn þessara starfsmanna er hann líklegur til að velja næst þegar hann þarf að velja manneskju í ábyrgðar- mikið starf? Augljóslega þá síðarnefndu. Víst er það óréttlátt að konur skuli þurfa að aðlaga sig sam- skiptavenjum karlmanna en þannig er raunveruleikinn og í stað þess að ergja okkur yfir óréttlætinu getum við lært að bæta tjáningarað- ferðir okkar og ná þannig árangri." Konur eiga ekki að þurfa að breytast Sherron telur að konur eigi ekki að þurfa að breyta sér eða aðlaga sig körlum. Eins og hún bendir á var það algengt að konur sem voru að taka við stjórnunar- stöðum í kringum 1970 hefðu það að leiðarljósi að tala eins og karlmenn, hegða sér eins og þeir og klæða sig eins og þeir. Sher- ron segir að hver einasta kona hafi eitthvað verðmætt fram að færa, sem einstak- lingur, sem nýtist fyrirtæk- inu. „Ég tel að konur eigi ekki að þurfa að breyta sér og karlmenn munu svo sannar- lega ekki breytast. Við eig- um að taka það góða sem við höfum fram að færa og nýta okkur það. Konur geta aukið samkeppnishæfni sína og unnið þar með hlaupið. Konur þurfa að venja sig af því að taka alltaf á sig það sem miður fer. Sé verið að tala um árangur af ákveðnu verkefni við konu heyrir hún aðeins það sem yfir- maðurinn telur hafa miður farið og fer heim niðurbrot- in. Karlmaðurinn heyrir að- eins það jákvæða sem er tí- undað og fer heim ánægður með verklokin. Konur hafa einnig tilhneigingu til að líta í spegilinn og sjá aðeins það sem er neikvætt í útliti þeirra. Það er samskiptahæfni einstaklingsins sem leggur grunninn að frama hans í at- vinnulífinu. Hver og einn verður að læra að skipu- leggja og halda fundi, semja og kynna verk sín vel. Kon- ur þurfa að ná hæfni á þess- um sviðum og þær þurfa að vera hæfari en karlmenn. Þær eru of viðkvæmar fyrir því sem betur mætti fara. í stað þess að láta það brjóta sig niður ættu konur að nýta það til að gera sífellt betur. Staðreyndin er sú að meiri kröfur eru gerðar til kvenna en karla. Karlar geta hugs- anlega komist upp með að koma illa undirbúnir á fund konur ekki. Að sumu leyti tjá kynin sig á sama hátt en að sumu leyti eru aðferðir þeirra mjög mismunandi. Konur þurfa að skilja í hverju mun- urinn er fólgin. Til að mynda tjáum við okkur öll með því að segja sögur. Vandinn felst í því að velja réttu söguna í hverju tilfelli fyrir sig. Karlmenn nota aðrar myndlíkingar og ann- að málfar en við. Til dæmis þýðir lítið að velja sögu fyrir hóp af karlmönnum sem byggir á viðbrögðum barns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.