Vikan


Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 15

Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 15
við tilteknu atviki eða með því að nota orðatiltæki sem er upprunnið í heimilisstörf- um á sama hátt fellur dauð og ómerk í kvennahópi myndlíking úr fótbolta. Þarna er kominn kjarninn í því að setja mál sitt fram á skilmerkilegan hátt og fylgja því síðan eftir, nefnilega að þekkja áheyrendahópinn og laga framsetninguna að hon- um. Ég segi til að mynda ekki sögur af dóttur minni á fundum þar sem eingöngu eru menn en ég nota hana gjarnan þegar ég tala við konur." Draumur er markmið með skiladag Dr. Sherron nefnir enn- fremur að það eigi að reyn- ast konum auðvelt að velja sögur til að hæfa hverjum hópi því þær geri það gjarn- an í barnauppeldi. Barni sem er myrkfælið er sögð önnur saga á kvöldin en hinu sem ekki þarf að sofa við ljós. Nákvæm skipulagn- ing af þessu tagi er það sem fyrst og fremst skilar sér að mati Sherron. Hvað sem fyr- ir liggur og hvað sem kona ætlar að taka sér fyrir hend- ur er góður undirbúningur lykilatriði og að vera alltaf viðbúin öllu. Spurningum beri að svara á stuttan hnit- miðaðan hátt og vera tilbúin að svara eins miklu og hægt er. Vakni spurning sem við- komandi hefur ekki svar við á reiðum höndum sé best að svara hreinskilnislega. „Það er ekkert athugavert við að segja ég veit það ekki ef því fylgir jafnframt að þú munir afla þessara upplýs- inga og koma þeim inn á borð spyrjandans við fyrsta tækifæri. Skipuleggðu tíma þinn, vertu alltaf óaðfinnan- leg til fara og settu þér markmið. Ekki setja þér svo háleit markmið að þú vitir að þú getir ekki staðið við þau. Brjóttu heldur alla hluti niður í litlar einingar. Ef þú þarft að léttast um 20 kg, ekki hugsa stöðugt um þá tölu. Setlu þér heldur það markmið að borða holl- ari mat í dag en í gær og setlu þér það markmið á hverjum degi. Stefndu alltaf að því að bæta sjálfa þig. Ef þú þarfnast meiri hreyfingar ekki slefna að því að ganga 50 krn í þessari viku, hugs- aðu heldur með þér að morgni, í dag ælla ég að ganga 5 km. Draumar eru markmið með skiladag. Ég á mér draum um skrifa bók og ég einsetli mér að Ijúka henni fyrir desember á þessu ári. Ég nefndi þella ekki við neinn en það lítur út fyrir að þetta lakist. Vinkona mín hefur árum saman talaö um bókina sem hún ætlar að skrifa en hún er ekki byrjuð enn. Ég veit vel að oft er þetta hægara ort en gjörl. Við erum lfkt og fjöllista- maðurinn með alla bolta á lofti og ekki má mikið út af bregða til að við missum þá alla. Lærum að segja nei. A árum áður fannst mér ég þurfa að gera samstarfs- manni greiða bara af því að hann bað um það en nú er ég löngu búin að læra að af- saka mig með einhverju. Móðir mín er gömul en sæmilega ern og ég vil gjarn- an að hún geti lifað sjálf- stæðu lífi sem lengst. Ég vinn að því að fá hana til að taka hvern dag eins og hann kemur í stað þess að skilja hana eftir með langan lista yfir það sem hún þarf að gera. Við verðum líka að læra að stjórna reiðinni því reiði er eyðandi afl. Lítum bjart- sýnum augum á lílið. Vin- kona mín greindist nýverið með brjóstakrabba og þarf á meðferð að halda. Hún veit að innan skamms mun hún missa allt hár á líkama sín- um en í stað þess að láta það brjóta sig niður sagði hún við mig: „Að hugsa sér, ég losna við að raka á mér leggina næstu mánuði." Það er erfitt að ímynda sér að hægt sé að taka erfið- leikunum svona létt og jafn- fullkomin skipulagning og Sherron fer fram á er eitt- hvað sem flestir telja tæpast á sínu færi. Sherron sjálf ber það hins vegar með sér að hún predikar ekki bara þær reglur sem hún telur vænleg- astar til að tryggja velgengni og áhrif heldur fer hún aug- Ijóslega sjálf eftir þeim. Hún er ungleg, glaðleg og geislar af sjálfstrausti. Allra augu beinast ósjálfrátt að henni þegar hún gengur um. Hún stendur einnig á tindinum í starfi sínu og er mikilsmetin og virt í bandarískum við- skiptaheimi, enda segir mál- tækið að enginn kenni öðr- um það sem hann ekki kann sjálfur. Vikan 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.