Vikan


Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 57

Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 57
hún yrði eiginkona manns síns í heimalandinu. Hún sagði mér líka að hann hefði hringt í hana undanfarna daga og viljað hitta hana en hún hefði alltaf getað kom- ist hjá því vegna lokaverk- efnisins en nú hefði hann frétt að annar maður væri kominn í spilið. Hann kæmi því daginn eftir að sækja þau öll. Þessi stund er mér ógleymanleg þar sem ég sat með hana í fanginu, stóru ástina í lífi mínu og þetta væru hugsanlega síðustu klukkutímarnir okkar sam- an. Við sátum allt kvöldið og langt fram á nótt og skoðuðum myndir, rifjuðum upp allt sambandið okkar. Við gátum ekki hugsað okk- ur að fara að sofa. Að lokum komumst við niður ájörðina. Með kökkinn í hálsinum fórum við að ræða um það hvernig við ættum að útskýra þetta fyrir börnun- um. Við ákváðum að segja þeim að þau væru að fara í ferðalag. Pabbi kæmist ekki með og þess vegna væri annar mað- ur sem myndi keyra þau. Eftir að hafa pakkað niður helstu nauðsynjum upphófst annað táraflóð, og nú hjá okkur báðum. Hvað tíman- um leið tók ég ekki eftir fyrr en strákurinn var kominn inn á mitt stofugólf og spurði hvort það væri kom- inn dagur. Við höfðum vak- að alla nóttina sem var þó eins og augnablik í hugum okkar. Það varð ekki aftur snúið. Hvað biði vissi eng- inn og við þóttumst fullviss að þetta væri okkar síðasta stund saman. Ég fór inn til stelpunnar, horfði á hana sofandi í síðasta sinn og vakti hana svo með kossi. Ferðalag í annan heim Við borðuðum saman morgunmat og ég sagði þeim hvað stæði til. Þau voru vitaskuld spennt vegna ferðalagsins, ferðalags sem enginn viss hvernig myndi enda. Svo hringdi dyrabjall- an. Ég lét mig hverfa og þessi stund er horfin úr huga mér, ég man ekki eftir mér fyrr en þau voru farin og ég einn inni í íbúðinni okkar, okkar fjögurra. Ég fann lyktina af þeim alls staðar, sá andlit þeirra í öllu, allt minnti mig á þau. Ég hreyfði ekki við neinu, gat ekki sofnað, ég vildi helst af öllu Ég lét mig hverfa og þessi stund er horfin úr huga mín- um, ég man ekki eftir mér fyrr en þau voru farin og ég einn inni í íbúðinni okkar fjögurra. Ég fann lyktina af þeim alls staðar, sá andlit þeirra i öllu, allt minnti mig á þau. hverfa úr þessum heimi, allt var tilgangslaust. Ég hafði misst allt í hendur manns sem ég vissi ekki einu sinni hver var. Ég beið allt kvöld- ið eftir að þau kæmu heim. Um miðja nótt fór ég þó að hvíla mig, veruleikinn var óumflýjanlegur. Hann var á leið til Marokkó með fjöl- skylduna mína! Ég heyrði ekkert frá þeim í næstu daga. Ég kláraði prófin sem eftir voru og keypti mér farmiða til ís- lands. Ég gat fengið flug daginn eftir að síðasta próf- inu lyki þannig að ég ein- beitti að náminu og kom varla heim til mín nema rétt til að sofa. Alltaf þegar ég opnaði hurðina fannst mér að þau myndu vera heima. Ég taldi dagana niður til þess dags sem heimferð var plönuð og ákvað að koma aftur út seinna til að pakka búslóðinni, nú var bara að ljúka prófunum og koma sér svo heim til Islands. Tveimur dögum áður en ég ætlaði heim fór ég neydd- ist ég til að ganga ýmsu dóti í íbúðinni minni. Mér fannst lífinu lokið, flaug meira að segja í hug að enda líf mitt í þessari litlu íbúð sem ég hafði upplifað mestu ham- ingjudaga lífisins í undanfar- in tvö ár. Um það leyti sem ég lauk við henda síðasta ruslapok- anum í ruslatunnuna úti heyrði ég kunnuglegan söng að baki mér. Ég leit við og þar stóð litla dóttir mín og síðan stökk hún upp í fangið á mér. Unnusta mín stóð ör- lítið frá og hélt á stráknum. Ég sá að henni leið ekki vel. Ég faðmaði hana að mér og við grétum bæði. Við röltum inn á kaffihús og ræddum málin. Hún útskýrði fyrir mér að til að losna undan manninum hefði hún orðið að fara með honum heim til Marokkó og reyna að skilja við hann fyrir fullt og allt. Fjölskyldan hans er strang- trúuð og því var flótti henn- ar litinn alvarlegum augum en hún slapp þó við refsingu vegna hans. Þau höfðu rætt saman í gegnum síma áður en hún fór með honum og hann lofaði að fara vel með hana og börnin ef þau kæmu til baka. Sem betur fer tókst henni að sannfæra hann um að það væri öllum fyrir bestu að hún og börnin fengju aftur að flytja aftur til Spánar Lesandi segir Margréti V. Helgadóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel þreytt lífi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. hneisan væri of mikil fyrir hann. Reyndar stóð stúlkan uppi fjölskyldulaus því flótt- inn þótti svo mikil smán fyr- ir fjölskyldu hennar. Hún reyndi að hafa samband við fólkið sitt á meðan hún var í landinu en það gekk ekki. Ég get ekki með orðum lýst hversu glaður ég varð að sjá þau aftur. Við hlógum og grétum til skiptis, tilfinn- ingaflæðið bar okkur ofur- liði. Við tókum margar stórar ákvarðanir við litla borðið á kaffihúsinu. Ein var sú að búa áfram á Spáni, aðallega vegna barnanna og ólíkra menningarheima íslands og Spánar. Við giftum okkur mánuði seinna og höfum búið á Spáni meira og minna en erum dugleg að koma í heimsókn til íslands á sumrin. Börnin mín tala ágæta íslensku og eru sólgin í að kynnast öllu því sem ís- lenskt er. Þau voru ung þeg- ar þau fluttu frá Marokkó en eiga engu að síður ættir sínar að rekja til landsins. Konan mín er dugleg að segja þeim frá menningu og trúarbrögðum föðurlandsins en í þeirra huga er ég eini pabbinn sem þau eiga. Ilcimilisfuiigiö cr: Vikun ,,Lífsrcynsliisagu‘\ Scljuvcgur 2, 101 Rcykjuvík, Nclfung: vikun@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.