Vikan


Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 59

Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 59
■ fjaðurniagnaður að eðlisfari, ósérhlífinn atorkumaður sem kaflSr ekki allt ömmu sína. Ef hann á annað borð skellir sér í eitthvert verkefni tekur hann það föstum tökum og vippar því í höfn. Ætli hann sér að verða "Mister Universe" verð- ur hann það. Fái hann flensu ræskir hann sig hraustlega og flensan er úr sögunni, fótbrjóti hann sig máttu vara þig. En all- ir hafa sinn djöful að draga og maginn angrar Sporðdrekann öðrum líffærum fremur. Ástir og kynlíf Ástalífið er til að lifa því, kynlífið til að njóta. Sporðdrek- ar eru engir hálfdrættingar þeg- ar ástin er annars vegar, þeir eru ástríðufullir og "Kama Sutra" er þeim sem opin bók. Margir Drekar hafa iðkað lið- lega bólfimi áður en í hnapp- helduna er komið en þá er líka leiknum lokið og alvaran tekur við. Sporðdrekinn er trúfast merki og ástin er honum heilög. Hann er trúr maka sínum til dauða og hann ætlast til þess sama af makanum. Læðist sá grunur að honum að hann sé hafður að fífli er næsta líklegt að hann hendi viðkomandi á dyr með allt sitt hafurtask og losi sig við hann fyrir fullt og allt. Sporðdrekinn er auðsærð- ur, afbrýðisamur og fljótur að gera úlfalda úr mýflugu. Hann klippir á sambönd og þetta á einnig við um vini. Parna kem- ur einn vfeikasti hlekkur Sporð- drekans fram hversu snöggur hann er að beita eiturbroddin- um og drepa sýnist honum svo. Heimili, listir og menning Par sem Drekinn er næmur, ljósfælinn og munúðarfullur er hann gefinn fyrir þá andlegu iðkun sem felst í lestri, pæling- um og skoðun listrænna verka. Leikhúsið er honum heimur sem hann hverfur oft til og að geta hreiðrað um sig í myrkv- uðum bíósal veitir honum hug- arfró. Heima fyrir kýs hann rökkvað umhverfi í lit og lýs- ingu, þar sem stíllinn er fágaður en jafnframt íburðarmikill, enda vill Sporðdrekinn berast mikið á. Hann er húsbóndi á sínu heimili og beitir vopni sínu óspart til að svo verði. Drekinn er gestrisinn og greiðvikinn þeim er hann hefur velþóknun Foreldrar og börn Þótt Sporðdrekinn sé einfari að eðlisfari er hann vitlaus í að eignast börn og helst mörg. Að hafa krakkaskara í kringum sig veitir honum allt það er einum manni getur hlotnast. Dreka- foreldrar elska börn sín og vilja allt fyrir þau gera, ef litla krílið fær áhuga á hestum (svo dæmi sé tekið) er ekki bara keyptur hestur, heldur hesthús og allt tilheyrandi. Sporðdrekabarnið þarf að hafa mikið fyrir stafni í leikskólanum annars fer allt í bál og brand. Drekabörnin eru ráðrík og frek sem stafar af óþroskuðum tilfinningum og þau hneigjast til einræðis í leikj- um. Heima fyrir bólar á því sama og fái Drekinn ekki skiln- ingsríkan stuðning getur hann orðið erfiður ljár í þúfu. Finnist honum hann misskilinn og and- staðan óréttlát á hann það til að mótmæla kröftuglega og verða heimili sínu og umhverfi til vandræða. Ytri áhrif Spordrekinn er laus við allt sem heitir snobb, hann lætur ekki aðra stjórna lífi sínu og þrælslund er honum fjarri skapi. Hann er með öðrum orð- um sjálfs sín herra og því er óþarfi að spá meira í ytri áhrif- in. Sumar, haust og vetur 1999 Arið í ár hefur reynst Sporð- drekanum einkar áhugavert. Par sem Mars hefur siglt í gegn- um merkið hefur Drekinn verið úttroð- inn af orku og frum- kvæði til verka. Allt sem hann snertir verður honum til frama í opinberu lífi en heima fyrir eru fingur hans klístraðir. Boðskipti ganga treg- lega og því er eitur- broddurinn oftar á lofti en góðu hófi gegnir. Við svo búið má ekki sitja og því er Drekanum best að hunskast burt um stund og hugsa ráð sitt frekar en að eyði- leggja samband sem gæti orðið himnaríki á jörð. Þegar hann hefur borað út skilning sinn og boðleiðir er honum vært að snúa við og hefja sinn svana- söng. Enginn stenst kátan Dreka og fari hann á flug verða þessir síðustu dagar tuttugustu aldarinnar eftirminnilegir. Nú og einmitt nú er best að binda broddinn og skella sér í þá ofgnótt tækifæra sem bíða handan við hornið. Lífið er til að njóta þess og allt í einu verð- ur lífsmunstrið skýrara, tilfinn- ingarnar fljóta upp og Drekinn finnur sig knúinn til að sýna sín- ar bestu hliðar, kyssa heiminn og faðma. Hin mikla orka Drekans og úthald veitir hon- um þrótt til að sinna öllum heimboðum og þeim veislum sem haldnar verða til heiðurs nýrri öld. Samantekt Ef ég ætti að segja allt sem vert er að segja um þetta kúnstuga merki dygði knappt heil Vika, því af nógu er að taka. Sem dæmi eru það fjár- málin en Drekinn getur náð ótrúlegum hæðum á því sviði séu önnur tákn honum hliðholl, samanber Bill nokkurn Gates. En það er fæðingarstundin og staðurinn ásamt uppeldi sem hefur mest áhrif á drekann ásamt himintunglunum og guð- legri forsjá. Vikan 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.