Vikan


Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 23

Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 23
Texti: Steingerdur Steinarsdóttir Margir eiga erfitt með að trúa þvi að hvild og afslöppun sé ekki eitt- hvað sem komi til okkar sjálfkrafa þegar við viljum og teljum okkur hafa tíma til að taka á móti slíkum munaði. Vaninn er sterkasta aflið í lífið flestra og ef þú ert vanur að keyra á fullum dampi allan daginn er ólíklegt að þér takist að hvílast þegar heim kemur. Margir festast í þessu mynstri streitu og of- reynslu og lenda í einhverjum vítahring vanlíðunar sem getur leitt til þess að menn fái streitutengda sjúkdóma. Til að komast hjá slíku er best að gera afslöppun að föstum vana á hverjum degi en til að svo megi verða er gott að fara eftir nokkrum einföldum reglum á meðan þú breytir lífsstíl þínum. Slappuðu af á sama tíma á hverjum degi. Sumir kjósa að fara út að hlaupa og tæma hugann meðan aðrir kjósa að hugleiða, leggjast með góða bók eða hlusta á róandi tón- list. Neyddu sjálfan þig til að halda ró þinni þegar allt ætlar um koll að keyra í kringum þig. Þegar mikið er að gera í vinnunni og lætin eru að verða yfirgengileg sestu þá nið- ur og teldu upp að sex- tíu í huganum. Hugs- aðu með sjálfum þér að þú ætlir ekki að láta stressið ná tökum á þér og gerðu þetta eins oft og þér finnst þú þurfa. Leiddu hjá þér smáat- riði sem alltaf má sinna síðar. Hverju skiptir það þótt ekki gefist tími til að búa um rúm- ið eða skipta um hand- klæði á baðinu? Úr því má bæta um leið og um hægist eða hreinlega verða svolítill bóhem og láta það alveg vera um tíma. Lykt sem róar. Ákveðin lykt róar og dregur úr streitu. Með því að draga djúpt andann og lykta af ákveðnum ilmgjöfum örvar þú endorfínframleiðslu líkamans og það dregur úr kvíða og streitu viðbrögðum. Margir segja þó að það nægi að draga djúpt andann nokkrum sinnum. En hvað um það? Hér eru nokkrar jurtir sem gott er að hafa við hendina og grípa til þegar í harðbakkann slær. Þegar þér finnst... ...þú nauðsynlega þurfa frí og kannski svolitla rómantík og ást reyndu þá að lykta af lavender. Umur þeirrar jurtar róar og vekur upp ljúfa vellíðan tengda líkamlegum unaði. ...þú nauðsynlega þurfa að slappa af því kvíðinn, ergelsið og stressið eru alveg að sliga þig reyndu þá að kveikja á ilmkerti með vanilluilmi eða bera á þig hand- eða húðkrem með vanillu. Þú ætt- ir fljótlega að finna meiri ró færast yfir þig og lausnir vandamálanna virðast ekki alveg jafn erfiðar og áður. ...þú vera eirðarlaus og skorta einbeitingu ættir þú að reyna að lykta af myntu, eucalyptustré eða sítrusávöxt- um. Það ætti að gefa þér andlega upplyftingu og hvetja þreyttan huga til frekari dáða. ...öll fjölskyldan þurfa á afslöppun og ró að halda skaltu baka eplaköku eða einhverjar ávaxtabökur sem fylla húsið af indælum ilmi. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.