Vikan


Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 52

Vikan - 19.10.1999, Blaðsíða 52
Texti: Margrét V. Helgadóttir Er kvnlífið að kolna? Dásemdardagar tilhugalífs- ins eru oft fjörugir og þá sérstaklega undir sænginni. Maðurinn virðist ekki geta sleppt þér úr fangi sínu og kynlífið hreinlega blómstr- ar. Það er nóg fyrir þig að horfa á hann, þið eruð kom- in í rúmið stuttu seinna. Þegar frá líður og lífið fellur í fastar skorður getur kyn- lífsáhuginn minnkað, ekki síst eftir að börnin fæðast. Þá þarf að passa sig að vekja ekki barnið og allir eru þreyttir á kvöldin. Oft þarf lítið til að endur- vekja giæðurnar þegar farið er að kólna á milli ykkar. Prófið að nota hugmynda- flugið, eins og nokkrar ágætar konur gerðu, til að vekja upp gamla lostann. Fjörugt kynlíf er ekki bara fyrir unga fólkið. Smá sýning á morgnana „Maðurinn minn vill helst njóta kynlífs á morgnana. vinnan okkar og þriggja ára dóttir gera það að verkum að slíkt er mjög erfitt. Persónulega finnst mér betra að gera það á kvöldin. Til að koma á móts við hann fann ég út að ég gæti gefið ýmislegt í skyn á morgnana þótt við gætum ekki gert það þá. Suma morgna tek ég smá sýningu, þrýsti brjóstunum vel upp í brjóstahaldarann og klæði mig á eggjandi hátt fyrir framan hann. Þegar ég kveð hann þrýsti ég mér upp að honum og kyssi hann löngum kossi. Hann hugsar um mig allan daginn og um kvöldið er hann aldrei of þreyttur." 29 ára kona sem hefur verið í sambúð í 6 ár. Kynlífið og kokkabækur „Mér finnst kynlíf vera eins og eldamennska. Þú þarft alltaf að læra nýjar uppskriftir. Eiginmaður minn býður alltaf spenntur eftir einhverju nýju á þessum báðum sviðum. Ég hafði lesið í bók að karlmenn hefðu tilfinninga- næmar geirvörtur. Mér til mikillar undrunar komst ég að því að maðurinn minn hefur næmar geirvörtur. Það er nóg fyrir mig að nudda á honum geir- vörturnar og hvísla einhverju æsandi í eyrun á honum. Eftir það hef ég hann alveg í hendi mér." 26 ára kona sem hefur verið í sambúð í 3 ár. I skyrtu af honum „Eftir að hafa géngið meö tvö börn breyttist líkami minn mikið. Mér fannst geirvörturnar á mér ekki eins tilfinninganæmar og liúðin á líkama mínum hafði siitnað. Kynlíf okkar var orðið mjög dauft, maöurinn minn var alltaf of þreyttur á kvöldin til að gera nokkurn skapaðan hlut. Ég var fullviss um að kyndeyfð hans stafaði af likamlegum breytingum mínum. Eitt kvöldið þegar ég kom úr baði klæddist ég eingöngu skyrtu af lionum, settist á lærin á honum og byrjaði að kyssa hann. Ég hvíslaði í eyra hans: „við skulum gera það hérna" og byrjaði aö afklæða hann. Honum fannst þaö frábært." 37 ára kona sem hefur verið gift í 11 ár. Ostakvöld „I fyrra var ég farin að pirrast á því að mig langaði oft að sofa hjá manninum mínum en hann var mjög áhugalaus. Ég reyndi margt en ekkert gekk upp hjá mér. Ég ákvað eitt kvöldið að nú skyldum við ræða málin hreint út. Ég keypti rauðvínsflösku og osta og raðaði öllu upp á fallegan bakka. Stofan var fallega upplýst af flöktandi kertaljósum. Maður- inn minn varð mjög hissa þegar hann kom heim. Hann settist hjá mér og byrjaði að tala við mig um allt sem hafði gerst yfir dag- inn í vinnunni hjá honum og við ræddum saman um allt milli him- ins og jarðar en minntumst ekk- ert á kynlífið. Ég nuddaði á hon- um axlirnar á meðan hann sagði frá og allt f einu hvíslaði ég að honum að mig langaði upp í rúm með honum. Frá og með þessu kvöldi breyttist allt. Við gætum þess vandlega að hafa ostakvöld a.m.k. einu sinni í viku hér eftir." 38 ára kona sem hefur verið giftí 18 ár. Ennþá kynþokkafull „Maðurinn minn vill alltaf hafa frumkvæði að kynlífi okkar. Þegar mig „Maðurinn minn vill alltaf hafa frumkvæði að kynlífi okkar. langar og ég reyni að koma honum til getur hann verið mjög erfiður. Ég upplifi mikla höfnun þegar hann vill mig ekki og segist vera „of þreyttur". Eftir eitt slíkt kvöld hitti ég hann og vini hans á matsölustað því við ætluðum öll saman út að borða. Ég er ekki vön að daðra við karlmenn en eftir að hafa verið hafnað í rúminu kvöld eftir kvöld ákvað ég að sýna manninum fram á að ég hefði nú ennþá kynþokka þótt hann tæki ekki eftir honum. Ég spjallaði við fólkið í kringum mig og fann að aðrir karlmenn horfðu á mig sem kynveru en ekki þreytta húsmóður. Skyndilega fann ég að maðurinn minn lagði höndina á lærið á mér eins og hann væri að merkja sér sitt svæði. Við áttum frábæra nótt á eftir. Síðan þá passa ég mig á því að vera ekki í hús- móðurhlutverkinu þegar við förum út á meðal fólks. Við ræddum aldrei um þetta en ég finn að hann er ekki eins ör- uggur með mig og hann var áður og honum finnst ég greinilega meira kynæsandi." 37 ára kona sem hefur verið gift í 10 ár. Að læra af sjónvarpinu „Ég gerði mér allt í einu grein fyrir því við værum alltaf í sömu stelling- unum. Ég ákvað því að reyna eitthvað nýtt og leigði mér bláa videospólu. Þar sá ég ýmsar stellingar sem ég prófaði og þær virkuðu svo sannarlega. Kynlíf okkar hefur verið frá- bærtsíðan." 24 ára kona sem hefur verið í sambandi í eitt ár. Nei í kvöld, þýÖir já seinna. „Ég hafði alltaf notið ásta þegar maðurinn minn sýndi mér áhuga, jafnvel þótt ég væri ekki í þannig skapi. Ég ákvað að sýna sjálfstæði og vera ekki alltaf tilbúin þótt að hann lang- aði. Ef ég segi nei við hann eitt kvöldið, þá langar hann ennþá meira til að elskast daginn eftir. Næsta kvöld á eftir gengur hann harðar á eftir mér og þannig höfum við náð að skapað mikla spennu." 33 ára konu sem hefur ver- ið í sambandi í fimm ár. Aftur í skóla „Ég ákvað að fara í framhaldsnám vegna þess að ég var orðin leið á öllu I lífi minu, þar með töldu hjóna- bandinu. Skólinn var á kvöldin og það virkaði eins og orkusprengja á mig. Ég kom heim full af áhuga og mig langaði að ræða um allt við manninn minn. Maðurinn minn sat með mér fram eftir, við drukkum kaffi eða fengum okkur vínglas og hann hlustaði af meiri áhuga en hann hafði gert í mörg ár. Hann langaði að vita hvað væri að gerast í mínu nýja lífi. Áhugi minn á honum glæddist og við urðum eins og unglingar aftur. Þetta var frábært." 40 ára kona sem hefur verið gift í 18 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.