Vikan


Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 28

Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 28
Safnað í sjóð fyrir hjákonuna Þeir eru margir sem sýna aðhald og sparsemi í fjár- málum á sinum yngri árum. Við hjónin lifðum sparlega til að geta haft það gott á efri árum. Ég komst að því á fimmtugs- aldri að allur okkar sparn- aður fór í aðrar konur og ég myndi aldrei njóta góðs af sparseminni. af því sem okkur langaði helst að innræta börnunum okkar. Elsta barnið var flog- ið úr hreiðrinu en hin tvö voru ennþá heima. Eigin- maður minn var lögmaður og hafði stofnsett eigið fyrir- tæki og var að hasla sér völl á þeim vettvangi um þremur árum áður en okkar sárs- aukafulla uppgjör átti sér stað. í raun var þetta í fyrsta sinn sem fjárhagurinn var góður hjá okkur, við höfðum alla tíð verið að undirbúa framtíðina til að geta átt saman ánægulegar stundir á seinni hluta ævinn- ar. Það kostaði fórnir. Utan- landsferðir voru fáar, bíla- eign var ekki merkileg og reyndar snerist allt um að spara, spara til seinni tíma, á meðan vinir og vandamenn lifðu lífinu á annan hátt. Mér þótti þetta sérstaklega erfitt á meðan ég var ung því minn hugsunarháttur er á annan veg. Eg er þannig gerð að mig langar að lifa þessu lífi á meðan kostur er en þetta var mikilvægt fyrir eiginmann minn og hann réði þessu. Nákvæmt bókhald Sumarið áður en ógæfan dundi yfir höfðum við látið verða af því að fara með fjölskylduna til Spánar en þá var elsta dóttirin orðin það stálpuð að henni fannst ekki viðeigandi að fylgja mömmu og pabba til útlanda. Hún varð því eftir heima. Sá at- burður vakti mig til umhugs- unar um það sem við höfð- um farið á mis við, börnin væru að fara að heiman. Fortíðin einkenndist af endalausum sparnaði og að- haldsemi, þetta var þó liðin tíð og ég var ákveðin í að láta slíkar hugsanir ekki hafa áhrif á mig. Við vorum nýflutt í draumahúsið sem við létum hanna eftir okkar höfði. Við vorum bæði kom- in á nýja bíla, höfðum nóg af öllu þó svo ekki mætti mikið út af bregða svo endar næðu saman. Strax á fyrstu búskaparár- unum byrjuðum við að halda nákvæmt heimilsbók- hald. Eiginmaður minn sá um það enda var áhugi rninn af skornum skammti í þeim efnum og hann miklu ná- kvæmari en ég. Þó það sé einkennilegt að segja frá því afhenti ég honum hreinlega launin mín um hver mán- aðamót og svo sá hann um að ráðstafa laununum. Ég Þessi ferð okkar virt- ist hafa ótrúlega mikil áhrif á fjárhaginn. Auðvitað kom óvenju- hár visa reikningur vegna kostnaðar í Parísarferðinni en mér fannst það ein- kennilegt að þrátt fyr- ir að tekjur undanfar- inna mánaða hefðu verið ríflegar væri þessi ferð þess vald- andi að endar næðu ekki saman um mánaðamótin. Ég efaðist um bók- haldið í fyrsta skipti. fékk það sem ég þurfti og allt gekk vandræðalaust fyr- ir sig. Þetta var skrýtin tilfinning að finna allt í einu að pen- ingar væru til á heimlinu. Ég kunni varla að njóta þess eftir það sem á undan hafði gengið enda gátum við nú farið erlendis án þess að finna mikið fyrir því og farið að lifa því lífi sem ég hafði verið að bíða eftir. Maður- inn minn vann yfirleitt lang- an vinnudag. Ég skildi það, enda var hann að byggja upp sína lögmannsstofu sem útheimti mikla vinnu. Hann kom seint heim á kvöldin þreyttur og ekki til stórræða líklegur. Mig hafði alltaf langað til að koma honum verulega á óvart. Ég hafði útfært nokkrar hugmyndir en allar útheimtu þær svolítil útgjöld og því var erfitt að komast hjá því að hann kæmist að því að eitthvað væri í bígerð enda sá hann um bókhaldið. Ég brá því á það ráð að halda eftir hluta af launum mínum til að geta keypt tvo flugmiða til Parísar í fjóra daga. Eftir að út væri kom- ið gæti hann séð um frekari útgjöld, aðalatriðið væri að komast til útlanda með hann. Þetta útheimti að sjálfsögðu heilmikið skipu- lag en það tókst og við fór- um út. Ég valdi París því ég hafði verið þar stuttu áður vegna vinnunnar og heillaðist af Eg lifði því sem næst full- komnu lífi. Sökum starfs míns, sem kynningarfulltrúi hjá stóru fyrirtæki hér í borg, ferðað- ist ég mikið. Það var eitt af því sem ég hafði alltaf þráð. Ég var hamingjusöm í mínu hjónabandi með manninum sem ég hafði kynnst sem unglingur og við höfðum varla litið af hvort öðru síð- an. Við vorum bæði ágæt- lega menntuð og vorum því með þó nokkur námslán á bakinu sem bættust ofan á þau hefðbundu útgjöld sem fylgja því að eignast húsnæði hér á landi, draumahúsið varð að veruleika. Við tók- um þá ákvörðun strax í upp- hafi að láta okkur nægja litla íbúð þar til við kæmumst í endanlegt húsnæði. Sparn- aðarstefnan gilti reyndar um allt okkar líf. Við vorum nægjusöm, enda var það eitt 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.