Vikan


Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 57

Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 57
ur um að þetta myndi lagast með tímanum. Börn eru jú svo sveigjanleg, ekki satt? Og væri ekki erfiðara fyrir Eirík að sjá annað okkar bara einstöku sinnum? Efinn nagaði mig en ég gerði ekkert í málunum fyrr en hlutirnir höfðu gengið svona fyrir sig í eitt ár. Það var föstudagskvöld og Eiríkur var nýkominn til viku- dvalar sinnar hjá mér. Vikan hafði verið erfið; eins og venjulega hafði ég reynt að vinna sem mesta yfirvinnu til þess að geta varið meiri tíma með Eiríki meðan hann var hjá mér. Ég var með sáran höfuðverk og átti ekki auðvelt með að leyna vanlíðan minni. Eiríkur tók strax eftir því að mér leið illa og hann kom til mín með gamla, slitna, uppá- haldsbangsann sinn og sagði alvarlegur: Ekki vera leið, mamma. Ég ætla að láta bangsann minn búa hérna alltaf. Það er svo gott að hafa hann hjá sér og honum finnst líka svo leiðinlegt að vera alltaf að flytja. Þegar Eiríkur var sofnaður sat ég lengi á rúmstokknum og horfði á hann. Hann var svo sakleysislegur þar sem hann lá og svaf með bangsann í fanginu. Mér varð hugsað til þess sem hann hafði sagt: „Bangsa finnst líka leiðinlegt að vera alltaf að flytja ..." Fannst Eiríki lífið snúast um eilífa flutninga frá einum stað til annars? Vorum við Jónas ef til vill að gera honum rangt til? Fannst Eiríki hann ekki eiga neinn fastan samastað og öruggt hreiður? Ég þorði varla að spyrja sjálfa mig þess- ara spurninga því innst inni vissi ég svarið. Ég hafði fylgst með litla syni mínum verða lokaðri og alvarlegri síðasta árið. Hvernig sem ég reyndi að hagræða hlutunum í hugan- um varð ég að viðurkenna að hann þreifst illa undir þessum kringumstæðum. Ég varð ein- faldlega að gera eitthvað í málinu. Ég gat ekki horfst í augu við sjálfa mig vitandi að barnið mitt þjáðist í einrúmi. Við Jónas gátum einfaldlega ekki haldið áfram að láta sem allt væri í stakasta lagi. En hvað gat ég gert? Líf litla son- ar míns gat aldrei orðið eins og áður, hann myndi aldrei búa við eðlilegt heimilislíf með bæði mömmu og pabba í kringum sig. Hann átti heimt- ingu á því að eiga fastan sama- stað og finna til öryggis. Hvernig gæti hann öðlast það? Jú, það voru aðeins tveir möguleikar. Annað hvort yrði hann að flytja til mín, eða ... Tilhugsunin um að hann flytti alfarið til Jónasar var óbæri- leg. Það væri hræðilegt. En hræðilegt fyrir hvern? spurði rödd innra með mér. Aðallega fyrir þig, ekki satt? Ég vissi að Eiríkur hafði það gott hjá pabba sínum. En hann gæti líka haft það gott hjá mér, andmælti ég í hugan- um. En hann hafði búið allt sitt líf í húsinu í útjaðri borg- arinnar. Þar var heimili hans, þar voru leikfélagar hans, víð- áttan og góða loftið. En þetta vegur ekki jafn þungt og móð- urástin, öskraði röddin innra með mér. Eða hvað? Ég grét mig í svefn þegar langt var liðið á nóttu án þess að hafa komist að niðurstöðu. En efinn og samviskubitið höfðu skotið rótum og ég vissi að ég yrði að Iokum að taka ákvörðun. Ég reyndi að tala við Jónas en hann var ákveðinn í því að best væri að halda okkur við fyrri ákvörðun. Kannski var hann hræddur um að ég, sem móðir, fengi fullt forræði yfir Eiríki. Akvörðunin yrði að vera mín. Gæti ég hugsað mér að glata gleðinni og hamingj- unni sem það veitti mér að hafa Eirík hjá mér aðra hverja viku? Gæti ég hugsað mér að draga okkur, mig, Jónas og Ei- rík, inn í forræðismál? Gæti ég hugsað mér að afsala mér for- ræðinu? Meðan ég velti þessu fyrir mér var ég líklega þegar búin að taka ákvörðun. Mér fannst ég ekki eiga nokkurt val. Við yrðum að gera það sem kæmi sér best fyrir Eirík og innst inni vissi ég hvað það var. Hann yrði öruggari og eignaðist almennilegt heimili. Er ekki besta móðirin sú sem gerir það sem kemur barninu hennar best, sama hversu mik- ið sem hún þarf að líða fyrir það? spurði ég sjálfa mig. Ég var viss um það á þeirri stundu sem ég tók ákvörðun- ina og er það enn. En það var ekki auðvelt. Það er svo auð- velt fyrir okkur fullorðna fólk- ið að finna fræðilegar, rökrétt- ar Iausnir á vandamálunum. En Iítið barn er ekki rök- réttur, fræðilegur hlutur. Þarfir lítilla barna samræmast ekki endilega óskum fullorðna fólksins. Ég er ekki í vafa um að ég tók rétta ákvörðun. Ég hef fylgst með því hvernig Eiríkur hefur blómstrað eftir að líf hans komst í fastar skorður. Hann býr hjá pabba sínum og er alltaf velkominn til mömmu. Ég sé hann ekki eins oft og áður, stundum kýs hann frekar að vera heima og leika sér við vini sína en að heim- sækja mig. En það líður aldrei sú vika að ég sjái hann ekki og stundum gistir hann hjá mér um helgar. Eiríkur er þeirrar skoðunar að best væri að ég flytti til þeirra, en nýja fyrir- komulagið er næstbesta Iausn- in. Það hefur hann sjálfur sagt. Ég varð að lifa með þessari lausn þótt auðvitað sé hún ekki sú besta hvað mig varðar. Hamingja Eiríks er mikilvæg- ust alls. Það finnst mér sem móður hans. (Nöfnum hefur veriö breytt) llcimilisfuiigið cr: Viknn „Lífsrcynslusaga“, Scljavcgur 2, 101 Kcykjavík, Ncffang: vikan@frodi.is Lesandi segir Þórunni Stefánsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel þreytt lifi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.