Vikan


Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 8

Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 8
bæinn þó að síðasta ár hafi verið erfitt, sérstaklega síð- an B&L byrjaði að byggja nýtt hús undir starfsemina sem nú hefur verið opnað. Það var mjög mikið að gera meðan á þessum fram- kvæmdum stóð og við vor- um t.d. upptekin alla pásk- ana. Það verður auðvitað alltaf erfitt að samræma svona krefjandi starf og fjölskyldu- líf en maður lærir bara að forgangsraða eins og ein- hver sagði, setja hlutina í ákveðna röð eftir mikilvægi. Sumt verður líka að læra að geyma til morguns því það fer ekkert frá manni. Ég held að það sé í raun ekkert erfiðara fyrir konur að vinna úr þessu en karla. Mér hefur þótt verst að eiga við fundi vegna ýmislegs tengdu vinnunni. Þetta hef- ur að vísu lagast töluvert síðan ég byrjaði. Yfirleitt voru þessir fundir settir á dagskrá eftir vinnu og var mæting þá klukkan fimm og maður komst kannski ekki heim fyrr en klukkan sjö. Nú eru menn frekar farnir að nota hádegisverðarhléð sem er mun skynsamlegri tími því hann nýtist lítið til vinnu hvort sem er. Konur hafa sennilega heldur meiri ábyrgðartil- finningu gagnvart fjölskyld- unni, ekki það að karlar hafi hana ekki en mér þótti alltaf óþolandi að vera svona seint á ferðinni og fann gjarnan fyrir því. Ég sit í stjórn Bíl- greinasambands íslands og nú höldum við fundi í há- deginu. Þessi breyting tel ég að sé til bóta og þá sérstak- lega fyrir konur. Bæði konur og karlar eru einfaldlega farin að meta frítíma sinn öðruvísi. Kröfurnar eru breyttar heima fyrir. Hugs- unarháttur minnar kynslóð- ar er annar en var fyrir ekki svo mjög löngu síðan. Hjón- in taka bæði þátt í heimilis- lífinu og færri konur í dag myndu sætta sig við það að vera í vinnu hálfan daginn og sjá um heimilið þess fyrir utan. Staðan er þannig að þær geta verið í fullri vinnu og karlarnir taka þá jafnan þátt í heimilistörfunum og álagið á konuna verður ekki eins mikið. Þarna hefur átt sér stað ákveðin þróun sem hlýtur að vera jákvæð fyrir konur." Héldu að pabbi hefði bara tekið mig með sér I heimi viðskiptanna þurfa konur yfirleitt að leggja hart að sér til að ávinna sér traust og virðingu en það eru ekki bara konur sem hafa sig all- ar við. Ungtfólk nýtur ekki jaj'n mikillar virðingar og hann verður svo á götunni því það er oft mjög mikill munur þar á." Lítill tími fyrir annað en fjölskylduna og vinnuna Að reka fyrirtœki er mikið ábyrgðarstarf og þeir sem standa í eldlínunni eru yfir- leitt ákaflega uppteknir. Erna á fimm ára dóttur og nú er annað barn á leiðinni. Hún hlýtur að finna fyrir því að erfitt sé á stundum að samrœma þarfir fjölskyld- unnar og fyrirtœkisins. „Það er svo sem enginn tími til annars en að vinna og sinna fjölskyldunni. Við höfum að vísu ferðast mikið um landið. Á síðastliðnum tveimur árum höfum við ferðast mjög víða. Mér finnst það mjög skemmti- legt. Um helgar förum við oft í stuttar ferðir út fyrir hinir sem eldri eru og oft er það talið ofblautt á bak við eyrun til að geta staðið í við- ræðum þegar verið er að koma saman stórum samn- ingum. Hefur Erna einhvern tíma orðið vör við það að menn hafi átt bágt með að trúa að jafn itng manneskja gœti virkilega verið í slíkri ábyrgðarstöðu? „Ekki nú orðið. Þegar ég byrjaði kom þetta fyrir. Ég man þegar við pabbi fórum fyrst til Kóreu til að semja, þá horfðu menn á mig undr- unaraugum. Ég hafði það á tilfinningunni að þeir héldu að pabbi hefði bara tekið mig með svona til að leyfa mér að ferðast en svo áttuðu þeir sig á því að við vorum komin þarna bæði til að semja og viðmótið breyttist fljótt. Stundum gerist þetta en yfirleitt þegar fólk byrjar að tala og það kernur í ljós að það veit alveg um hvað er verið að ræða, að það kann á vöruna, kann tækni- málið sem notað er og veit hvað er hvað í vélinni þá gleymist aldurinn. Á móti þeim ókosti að þurfa að sanna sig á þennan hátt kemur að það er frekar munað eftir manni þegar rnaður kemur næst. Ég hef oft heyrt vísað til sjálfrar mín með orðunum: „Það er þarna „konan.” Það er komið að lokum þessa spjalls en það er ekki á Ernu að finna neinn asa eða að henni liggi lífið á að komast til að sinna öðrum verkefnum þótt vitanlega sé margt sem liggur á hjá stóru fyrirtæki. Hún er mjög yfir- veguð og róleg kona sem hefur notalega og hlýja framkomu vekur traust hjá viðmælandanum. í viðskipt- um eru þetta vafalaust ómetanlegir kostir. 8 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.