Vikan


Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 52

Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 52
Sú gamla tugga að allir hafi nóg með sig og alltof mikið að gera í þessu stressaða samfélagi okkar ís- lendinga er svo vel þekkt að hana þarf tæpast að tyggja enn og aftur. Tvær fyrirvinnur þarf fyrir hverju heimili og oftast eru bæði börn og fullorðnir svo upp- teknir við nám og störf að erfitt er að finna tíma til að sinna öðru. Hvað gerist þá í venjulegri fjölskyldu þeg- ar óvænt veikindi ættingja koma upp á? Hver á að hjálpa? Flest eldra fólk nú á dögum vill njóta sjálfstæðis sem lengst og það vill gjarnan búa á sínu heimili innan um sína muni og minningar. Ef eldra fólk tímum eins og eru núna. Fólk þarf því mikið á sig að leggja til að láta hlutina ganga upp og reynt er að skiptast á að aðstoða sjúklinginn. Pað er erfitt fyrir fólk í fullri 'O V «1 k ra c ‘3 </) 3 "O !■ 0 O) c 'Z 4- </> 1 rlq slasast eða fær erfiða sjúk- dóma er oft meira en að segja það að veita því þann sjálf- sagða rétt að búa á sínu heim- ili og sjá um sig sjálft. Pað er erfitt að fá heimilishjálp því fáir vilja vinna það starf fyrir þau laun sem bjóðast. Ætt- ingjar reyna þá stundum að fara þá leið að finna sjálfir fólk og greiða því laun en fáir gefa sig fram og sækjast eftir slíkum stöðum á uppgangs- Ágústa Finarsdóttir og Itryiihildiir Baróadóttir hjá fclagssviði Kópavogsbæjar. vinnu að bæta á sig öðru heimili til að hugsa um og hjá ákaflega fáum kemur til greina að taka sér frí frá vinnu til að sinna þeim sjúka. Fyrir svo utan það hvað það hlýtur að reynast mörgu fullorðnu fólki sárt að þurfa að vera baggi á börnunum sínurn eða öðrum nánum ættingjum. Ágústa Einarsdóttir sér um að meta þörfina fyrir heimilis- hjálp á vegum félagssviðs Kópavogsbæjar og hún segir það enga spurningu að sjálfsá- kvörðunarréttur hvers og eins sé virtur. „Það er réttur hvers og eins að meta í samvinnu við starfs- mann félagssviðs hversu mikla þjónustu hann þarf. Fólksfæð- in er hins vegar svo mikil í heimilishjálp núna að það stendur okkur fyrir þrifum. Heimilishjálp er krefjandi starf og launin mjög lág. Sá hugsunarháttur er ríkjandi, ef nefnd er heimilis- hjálp, að fólk sjái fyrir sér fötu og skrúbb, en hjálpin felst í meiru en að skrúbba og bóna. Heimilishjálpin er félagslegur styrk- ur til þess að við- komandi geti ver- ið heima sem lengst. Það gerist oft að sterk og góð tengsl mynd- ast milli starfs- manna okkar og þeirra sem þeir sinna. Oft verður þetta fólk heimil- isvinir. Þess vegna er erfitt þegar ör mannaskipti eru því ekki eiga allir auðvelt með að aðlaga sig stöðugt nýju og nýju fólki. Ég held að þetta vanmat á starfi þeirra sem vinna við heimilishjálp eigi jafnvel rætur að rekja til þeirrar litlu virð- ingar sem borin var fyrir hús- móðurstarfinu og að enn eimi eftir af því. Ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem ég hef talað við konur sem eru að sækja um vinnu þar sem þær svara, þegar þær eru spurðar að því hvað þær hafi unnið áður: „Ég var bara húsmóðir." Nútímakonan getur bú- ist við að 10-15 ár fari í umönnun Ég sé um að meta þjónustu- þörf þeirra sem til okkar leita og manneklan gerir það að verkum að spyrja verður þeirrar spurningar; á viðkom- andi aðstandendur? Eigi hann þá ekki, er oft mjög erfitt að vinna úr því. Annars erum við ekki síður að vinna með að- standendum en þeim sjúku. Við viljum líka veita þeim stuðning. Ef litið er á hverjir það eru sem oftast annast sína nánustu þá eru það dætur og tengdadætur. Hver kona sem á aldraða foreldra og tengda- foreldra og er jafnvel í krefj- andi vinnu sjálf getur horft fram á allt að 10-15 ár sem fara í að annast sína. Við reyn- um að mynda öryggisnet um einstaklinginn og þar gegna ættingjar lykilhlutverki." Viljinn er fyrir hendi Brynhildur Barðadóttir er yfirmaður öldrunarmála hjá félagssviði Kópavogs og hún tekur undir orð Ágústu um erfitt sé að geta ekki sinnt beiðnum um heimaþjónustu vegna manneklu. „Viljinn til að veita þjónust- una er fyrir hendi og réttur fólks er skýrt tryggður með lögum," segir Brynhildur. „Biðlistar hafa verið langir eftir hjúkrunarrýmum og það hefur viljað brenna við að á 52 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.