Vikan


Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 46

Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 46
hún náði átján ára aldri. Henni þótti vænt um og eig- inrnann sinn, en á vissan hátt óttaðist hún hann. Áður en hún kynntist her- toganum hafði hún ekki gert sér grein fyrir því hversu un- aðsleg ástin getur verið. Hann hafði vakið upp í henni ástríður sem hún hafði aldrei kynnst fyrr. Hún gaf honum ekki aðeins lík- ama sinn, heldur einnig hjarta sitt. Hermione var ekkert sérstaklega gáfuð og hafði verið alin upp af illa upplýstri barnsfóstru, eins og svo mörg börn aðals- fólksins. Barnfóstran var miðaldra og ekki mjög lífs- reynd kona og hafði ekki hugmynd um hvernig hún gæti rniðlað til nemenda sinna því litla sem hún kunni. Bræður Hermione höfðu verið sendir til Eton og síðar til Oxford en sjálf hafði hún verið látin lesa nokkrar leiðinlegar, söguleg- ar bækur og fiktað við að læra að reikna. Sérstaklega leiddist henni að lesa það sem barnfóstran kallaði klassískar bókmenntir. Hertoginn hafði ekki nokkurn áhuga á heilabúi Hermione. Líkami hennar var fullkominn og hertoginn vissi að aðrar konur öfund- uðu hana af persónutöfrum hennar. Hann var lífsreynd- ur maður og vissi að það var ást hennar til hans, en ekki eiginmannsins, sem hafði breytt henni úr blómhnappi í útsprungna rós. Hann vissi hvað konur geta verið óvar- kárar og fljóthuga og hafði því lagt henni lífsreglurnar og skipað henni að vera var- kár gagnvart eiginmanni sín- um. Þú verður að sýna hon- um væntumþykju, sagði hann alvarlega, og fyrir alla muni sýndu honum athygli. Það getur reynst mér erfitt þegar ég hugsa um þig allan tímann, hafði hún svarað. Ég veit það, sagði her- toginn. En það gerir okkur erfitt fyrir ef hann fer að gruna eitt- hvað. Hún hafði faðrn- að hann að sér. Ég get ekki lifað án þín, Kenyon! Hvernig ætti ég að geta það? Ég elska þig, ég elska þig! Frekar vil ég deyja heldur en að missa þig! Hún var full örvæntingar og hertoginn vissi að örvænting getur verið hættuleg. Heyrðu mig nú, mín kæra, sagði hann. Þú neyðist til þess að vera skynsöm og lofa mér því, eins og þú hef- ur áður gert, að segja engum frá leyndarmáli okkar. Hann vissi hversu erfitt það gat reynst ástfanginni konu að geta ekki trúað einhverjum fyrir leyndarmálum sínum. Og það var segin saga að þar með væri sagan komin um alla Lundúnaborg áður en sólarhringurinn væri lið- inn. Hermione fullvissaði hann um það að hún hefði staðið við loforð sitt. Ég hef engurn sagt frá sambandi okkar. Herbergisþerna mín er sú eina sem veit um það. Hertoginn vissi að í öllum ástarævintýrum væri nauð- synlegt að hafa einhvern þann sem Frakkarnir kalla complice d'amour. Og hann hafði margoft fengið sönnur þess að Jones, herbergis- þerna Hermione, tilbað hana og myndi aldrei svíkja hana. Vagn hertogans beygði frá The Mall, fór framhjá St. James's Palace og áfram upp St. James's stræti. Her- toginn sat í vagninum og reyndi að átta sig á því hvað hefði getað það úrskeiðis. Þegar hann fór fram hjá White's klúbbnum hugsaði hann með sér að hann væri rangt af honum að fara ekki þangað eins og hann hafði ætlað sér. Hann hafði sagt einum vina sinna að hann ætlaði að koma að spila við hann um leið og hann slyppi úr höllinni. Vagninn stans- aði fyrir utan Wallington House við Berkeley Square. Þegar hertoginn steig úr vagninum sagði hann einka- þjóni sínum að hann ætlaði sér að ganga heim. Eins og hann hafði búist við opnuð- ust dyrnar áður en hann bankaði upp á. Um leið og hann kom í anddyrið sá hann að þar var enginn nema Jones, herbergisþern- an. Næturþjóninn var farinn í háttinn og hertoginn gekk að stiganum, eins og hann hafði gert kvöldið áður. Hennar náð er inni í morg- unstofunni, hvíslaði Jones. Hertoginn lyfti brúnum en spurði einskis. Hann gekk frá stiganum, gegnum and- dyrið og inn í morgunstof- una í hinurn enda anddyris- ins. Það var fallegt herbergi með gluggum sem sneru að litlum bakgarði. Hermione hafði aldrei fyrr tekið á móti honum þar. Venjulega tók hún á móti honum í einka- stofu sinni, klædd gegnsæum slopp sem sýndi vel yndis- leika hennar. Urn leið og hann gekk inn í stofuna sá hann að hún var ennþá klædd glæsilegum kjólnum sem hún hafði klæðst í Buckingham höll. Hún spratt upp úr sófanum þegar hann gekk inn í herbergið. Hertoginn lokaði dyrunum og gekk til hennar. Hvað er að? spurði hann. Áður en hann komst lengra kastaði hún sér um fangið á honum, þrýsti sér að honum og faldi andlitið við öxl hans. Hann tók utan um hana og spurði aftur: Hvað er að? Af hverju ert þú í svona miklu upp- námi? Ó Kenyon... Kenyon, hvernig get ég ... sagt þér þér? sagði hún kjökrandi. Hann fann hvernig hún titraði og skalf. Hann þrýsti henni fast að sér, kyssti hana og andaði að sér ilminum af frönsku ilmvatni hennar. Hvernig ... hvað get ég gert? Ó Kenyon ... hvað get ég gert? Hertoginn ýtti henni blíð- lega niður í sófann. Hann settist við hlið hennar og sagði rólega: Hættu nú að gráta elskan mín og segði mér nákvæmlega hvað gerð- ist. Síðan reynum að við að finna leið til þess að bregð- ast við því. Ég ... ég var svo hrædd um að þú ... að þú kæmir ekki í kvöld. En nú er ég hér, sagði hann. Segðu mér nú allt af létta. Hermione leit upp og í skininu frá kertaljósunum sá hann tárin sem streymdu niður kinnar hennar. Hon- um fannst hún ennþá meira heillandi nú en hún hafði verið fyrr um kvöldið í höll- inni. 46 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.