Vikan


Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 54

Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 54
Hverju svarar lœknirinn ? Spurningar má senda til „Hverju svarar læknirinn?“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. Kæri læknir, Ég á við mikið vandamál að stríða (að mér finnst). Þannig er mál með vexti að ég er svo andfúl og ég er búin að reyna allt sem ég veit um en án árangurs: Munnúða, Frísk-töflur, og að bursta tennurnar oft á dag. En lyktin er alltaf sú sama, ég finn hana ekki sjálf, en systir mín lætur mig óspart vita af þessu. Þetta háir mér mjög, ég er farin að forðast fólk svo ég lendi örugglega ekki í þeirri að- stöðu að standa fyrir framan það og tala. Ég vona að þú eigir ráð handa mér varðandi þetta vandamál. Ein einangruð Sæl Þetta er ekki skemmtileg staða sem þú ert í. An þess að gera lítið úr vandamáli þínu, get ég samt sagt þér að flestum finnst vandamál, eins og þú átt við að stríða, vera meira en það raun- verulega er. Sem sagt, í flestum tilvikum ertu ekki eins andfúl og systir þín segir þig vera. Segðu henni að hætta þessum aðfinnsl- um strax, þær geta gert alla taugaveiklaða. En skoðum nú vandamál þitt, fyrir utan systur þína. I flestum tilvikum er orsakar- innar að leita í munninum. Bakteríugróður er í munni, á tungu og á gómi. Hægt er að fá tannkrem til að Ef skán er á tungu er skynsam- legt að skafa hana reglu- lega, t.d. með tunguspaða og bursta hana með sótt- hreinsandi tannkremi. Notaðu 30 sekúndur í hvert sinn þegar þú burstar tennurnar til að bursta tunguna sérstaklega. Burst- aðu síðan tennur eftir mál- tíðir og forðastu allt milli mála, sætindi og gos. Til er alls konar munnskol og munnsogstöflur og úðar en í flestum tilvikum reynast þessi efni gagnslítil. Til eru tannkrem sem innihalda Te-trjáolíu og eru talin gagnleg, en ekki er ég að huga betur að munnhirð- unni. Ég ráðlegg eindregið að leita til tannlæknis til að fá sértækari úrlausnir og ráðleggingar ef svona ein- föld ráð duga ekki. En þú verður að muna að árangur næst ekki í einum grænum, heldur þarftu að ástunda þessi ráð hér að framan af samviskusemi í nokkrar vikur áður þú getur metið hvort þau gagnast eða ekki. Það sem meira er, þú verð- ur að halda þessu til streitu um langan tíma á meðan líkaminn nær tökum á þess- um bakteríugróðri. Orsakir fyrir því að við verðum andfúl geta líka verið fleiri s.s. bakflæði í maga, stórt magaop, miklar sýrur í maga, bakteríuvöxt- ur í vélinda og í sjaldgæfum tilvikum lifrar- eða nýrna- sjúkdómar. Til eru lyf sem draga úr sýrumyndun bæta þetta í flestum tilvikum, en ef það gerist ekki er rétt að leita til meltingarsérfræð- ings og íhuga maga- speglun. Ef þú átt við magavanda að stríða svo sem eins og brjóst- sviða eða ná- bít (bakflæði úr maga upp í vél- inda, eins og matur- inn komi upp í kok) getur verið reyn- andi fyrir þig að taka lyf sem draga úr sýruframleiðslu, en þau má fá án lyf- seðils í litlum skömmt- um í apótekum. Ef ein- kenni eru hins vegar þrá- lát eða þú þarft stöðugt að taka lyfin, mæli ég eindreg- ið með því að leita frekari ráða hjá þínum lækni. Gangi þér vel Þorsteinn sótthreinsa sérstaklega munninn, mælt er með tannkremi sem inniheldur chlorine dioxide, en leitaðu líka ráða hjá tannlækninum þínum um hvaða tann- kremstegund hann mæli með. viss um að þau fáist hér á landi. Það má alltaf spyrjast fyrir um þau í apótekum og heilsuvöruverslunum. Skoðaðu góminn, ef hann er bólginn eða blæðir úr honum við lítið hnjask, þarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.