Vikan


Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 31

Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 31
inmanninum lagaðist ekki við það að hann missti vinnuna. Hún var að lokum sett á róandi lyf og hjónin bjuggu orðið að mestu sitt í hvoru lagi. Ruth varð þó ófrísk eftir mann sinn og um tíma reyndu þau að ná saman aftur en allt kom fyrir ekki; ári eftir að þau giftu sig skildu Ellis hjónin. Það er und- arlegt til þess að hugsa að Ruth var óútreiknanlegur skapvargur í samskiptum við þá karlmenn sem voru henni nánir en ótrú- lega róleg og yfirveguð í um- gegni við alla aðra. Ruth eignaðist dóttur með Georg og nú stóð hún ein með tvö smábörn á framfæri en hún hafði tekið son sinn til sín þegar hún tók saman við George. Hún sneri aftur í nætur- klúbbana og fékk vinnu sem framkvæmdastjóri Litla klúbbs- ins í Mayfair. Lítil eins svefn- herbergis íbúð fylgdi stöðunni og þar bjó Ruth með börnum sínum og þangað bauð hún þeint karlmönnum sem hún var að skemmta sér með í það skipti. Ruth hitti David Blakely í Carrolls næturklúbbnum. Það var tæplega um ást við fyrstu sýn að ræða því Ruth sagði síð- ar að hann hefði verið alltof sjálfsánægður og hrokafullur. Ruth var tuttugu og sjö ára en David þremur árum yngri. Bla- kely var hæfileikarík kappakst- urshetja en um þetta leyti var hann að reyna að skapa sér at- vinnu í hótelrekstri. Hann heimsótti Ruth í Litla klúbbinn og tilviljun réði því að hann var fyrsti kúnninn sem hún afgreiddi þar sjálf. David var trúlofaður annarri stúlku þegar hann kynntist Ruth en það kom ekki í veg fyr- ir að hann flytti inn til hennar. í fyrstu var fátt til að skyggja á hamingjuna utan það að Ruth var sár og bitur yfir því að Dav- id neitaði að taka hana með sér í kappakstur. Hann vissi sem var að þessi fremur grófa hús- stýra í næturklúbbi félli ekki í kramið hjá miðstéttarfólkinu sem aðallega sótti kappaksturs- brautirnar. Skötuhjúin áttu það hins vegar sameiginlegt að þau voru bæði ákaflega afbrýðisöm og átti hvort um sig erfitt með að þola að hitt gæfi sig að öðr- um. Þetta varð til þess að Ruth fór að vanrækja aðra viðskipta- vini næturklúbbsins, eigandan- um til lítillar ánægju. Hann heimtaði að Ruth færi að greiða leigu af fbúðinni og til að standa straum af þeim auka- kostnaði fór hún að halda við Desmond Cussen og lét hann greiða reikningana. Hún svaf hjá Cussen í eftirmiðdaginn en eyddi nóttunum með David. Blakely tók upp ástarsam- band við gifta konu og Ruth kvaldist af afbrýðisemi. Ástand- ið hélt áfram að versna og bæði David og Ruth voru farin að drekka alltof mikið. í árslok 1954 flutti Ruth með litla drenginn til Cussens en George hafði sent dóttur sína til Norð- ur-Englands. Hún reyndi þó að eyða eins mörgum stundum og hún gat með David en hann var nú orðinn yfir sig leiður á henni og sagði vinum sínum að hann gæfi hvað sem er til að vera laus við hana. Ruth varð ófrísk enn og aftur og það varð til að auka Vinkonur Ruthar á leiö í heimsókn til hennar í l'ang- clsiö. I haksýn niá grcina nokkra af þeiin mótniæl- enduni scni söfnuöust sam- an fyrir utan bygginguna til aö niótniæla aftöku liennar. ófriðarbálið. Fundir hennar og Davids enduðu nú oftar en ekki með ofbeldi á báða bóga og mismunandi hvort þeirra reiddi hnefann fyrr til höggs. í einu slíku rifrildi réðst David á Ruth, tók fyrir kverkar henni og barði hana hvað eftir annað í kviðinn. Hún missti fóstrið í kjölfar þess fundar. Þetta varð þó ekki til þess að binda enda á samband þeirra. Viku áður en hún skaut hann fylgdi Ruth David á kappakst- ursmót og þau eyddu saman nótt á hóteli og þar ákváðu þau að reyna enn einu sinni og gifta sig við fyrsta tækifæri. Þegar til London kom komst David að því að hann hafði verið valinn til að taka þátt í Le Mans kappakstrinum og í gleði sinni sendi hann Ruth mynd af sjálf- um sér og liði sínu. Á ljósmynd- ina var ritað: „Til Ruthar sem á alla mína ást." Þegar ljósmynd- in var til umfjöllunar við réttar- höldin féll Ruth saman og grét í eina skiptið meðan á þeim stóð. Sennilega hefur hún átt bágt með að þola að minjagripur um skammvinna sælu hennar væri dreginn upp á þeim stað. Næstu helgi tóku blikur að hrannast á loft. David hafði lof- að að sækja Ruth en þegar hann kom ekki fékk hún Cus- sen til að keyra sig til vinahjóna hans. Þegar þangað kom sögðu þau henni að hann væri ekki á staðnum en að þau hefðu hitt hann fyrr um daginn og hann þá lýst því yfir að hann vildi aldrei sjá hana framar. Við þetta varð Ruth frávita og allan næsta dag og næstu nótt leitaði hún Davids milli þess sem hún drakk og hvolfdi í sig róandi töflum. Georgina, dóttir Ruth- ar, segir f bók sinni um hana að Cussen hafi látið móður hennar fá byssu þessa helgi og kennt henni að fara með vopnið. Um þetta var aldrei vitnað við rétt- arhöldin og óvíst að kenning Georginu sé rétt. En vitað er að á sunnudagskvöldi fer Ruth út vopnuð byssu og finnur bíl Davids Blakely fyrir utan krá þar sem hann var fastagestur. Hún beið fyrir utan þar til hann kom út og þá kallaði hún í hann. David svaraði henni ekki og hún kallaði aftur, hann sneri sér þá í átt til hennar, sá að hún var með byssu og reyndi að fela sig bak við bíl sinn. Ruth skaut tveimur skotum og David tók á rás, við þriðja skotið féll hann í götuna. Hún gekk þá að honum og skaut fjórða skotinu í bak hans af stuttu færi. Engin vafi er á því að Ruth Ellis skaut elskhuga sinn til bana en við réttarhöldin var lít- ið gert af því að draga fram þær málsbætur sem hún hafði. Stúlkan sú hafði ekki lifað auð- veldu eða hamingjuríku lífi og var vafalaust langþreytt á svikulum karlmönnum sem tóku það sem þeir vildu og fóru svo. Hún var einnig tæpast með sjálfri sér af svefnleysi, drykkju og lyfjanotkun en ekkert slíkt var nefnt í réttinum. Hvaða hlutverki Cussens gegndi í at- burðarrásinni var aldrei rann- sakað og enginn veit það með vissu. Réttarhöldin yfir Ruth Ellis voru því miðað við það sem tíðkast í dag tæplega réttlát á nokkurn hátt. Ruth var hengd og afleiðingarnar voru hræði- legar fyrir fjölskyldu hennar. Foreldrar hennar komust aldrei yfir áfallið í kjölfar þess að dóttir þeirra var tekin af lífi, sonur Ruthar var geðklofasjúk- lingur og framdi sjálfsmorð og Georgina dóttir hennar komst að því átta ára hver örlög móð- ur hennar höfðu orðið og hún hefur eytt ævi sinni í að reyna sætta sig við það að móðir hennar var morðingi. Sjónvarpsmynd var gerð um ævi Ruthar Ellis og Miranda Richardsson lék hana en Rupert Everett og Ian Holni þá David Blakely og Desmond Cussen. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.