Vikan


Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 24

Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 24
Það fer mörgum sögum af því hvers konar venj- ur fólk eigi að temja sér tii þess að ná árangri í starfi. Mikið af þeim hugmyndum eru ekki á rökum reistar og eru einfaldlega klisjukenndar. Við skoðum hér nokkrar algengar staðhæfingar um vinnuna og hrekjum þær. Goðsögn 1. Skrifborðið þitt á alltaf að vera vel skipulagt. Oreiða á skrifborðinu þarf ekki alltaf að vera slæm og við getum hæglega flokkað skrif- borðsdrasl niður í „gott" og „slæmt" drasl. Pað sem er óhætt að telja „slæmt" drasl eru kaffibollar, dagblöð frá síðasta mánuði og gamlir krumpaðir minnismiðar sem hafa ekkert notagildi lengur. „Gott" drasl eru hins vegar haugar af áríðandi pappírum, áætlunum og öðru sem þú þarft reglulega að grípa til. Það sem skiptir máli hér er að geta fundið gögnin sín fljótt og fyrirhafnarlaust. Skrifborð- ið þitt getur litið út fyrir að vera ein allsherjar óreiða í augum annarra en getur samt verið mjög skipulagt. Skipu- lagt kaos. Sumt fólk vinnur við skrifborð sem lítur út eins og eftir sprengjuárás en er samt mjög skipulagt og gengur að öllum sínum gögnum og pappírum vísum. Goðsögn 2 Þú skalt alltaf þiggja stöðuhækkanir. Hér áður fyrr var það næst- um heilög skylda að þiggja með þökkum allar stöðuhækk- anir sem í boði voru hverju sinni. í dag er það enginn stóri sannleikur, því hvað ef nýja starfið er ekki í samræmi við langtíma atvinnumarkmið þín? Einnig er inni í myndinni að stöðuhækkunin feli í sér gjörbreytta starfsaðstöðu og nýjar skyldur sem jafnvel henta þér ekki. Það er vís leið til þess að skapa vanlíðan og því skyldir þú hugsa þig vand- lega um ef þér er boðin stöðu- hækkun innan fyrirtækisins. Goðsögn 3 Leggðu á þig enda- lausa vinnu. Hvort mjög mikil vinna sé æskileg fer m.a. eftir því hversu oft og mikið þú vinnur eftirvinnu. Það er bara hið besta mál að taka að sér auka- verkefni stöku sinnum og vinna af kappi fram eftir kvöldi. Aukapeningurinn kemur sér örugglega vel og þú skapar þér vafalítið traust vinnuveitenda þíns. Ef þú ert aftur á móti í botnlausri auka- vinnu langt fram eftir kvöldi svo mánuðum skiptir, ýmist að bæta á þig verkefnum eða ganga frá endalausu pappírs- flóði eftir erilsaman dag, þá er líklegt að þú fáir á þig þann stimpil að þú sért ekki nógu hæf og eigir ekkert einkalíf fyrir utan vinnustaðinn. Þá er betri kostur að taka hluta vinnunnar með sér heim, t.d. ef þú þarft að vera í einhvers konar skýrslugerð eða semja áætlanir. Þú gætir meira að segja unnið töluverðan hluta af slíkri vinnu fyrir framan sjónvarpið eða á meðan þú nýtur þess að hlusta á góða tónlist. Það er þó ekki þar með sagt að þú skulir ætíð slökkva á tölvunni um leið og klukkan slær 5. Það er einmitt fremur jákvætt að vera ekki bundinn klöfum stimpilklukk- unnar og helstu verkefnum sínum. Enda sýnir það áhuga á vinnunni og mun eflaust gefa þér nokkur prik hjá yfir- manni þínum, sérstaklega ef hann sjálfur vinnur eitthvað fram eftir. Goösögn4 Ekki sleikja þig upp við yfirmann þinn Það er enginn annar en yf- irmaður þinn sem lumar á launa- og stöðuhækkunum og hann er einnig sá sem sér um að úthluta verkefnum. Því er það þér vitanlega í hag að vera í góðum samskiptum við yfirmanninn og þú ættir að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.