Vikan


Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 53

Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 53
Ég vil ekki vera kvöð á börnunum mínum Gyða Ásdís Sigfúsdóttir er haldin hreyfitaugaiömun eða MND. Þetta er sami sjúkdómur og Rafn Jónsson trommuleikari er með. Sjúkdómurinn lýsir sér i því að þær taugar sem stjórna hreyfingum vöðva lamast og sjúklingar missa því vald yfir líkama sínum. Fætur Gyðu hafa orðið verst úti en hún er gangfær og fer um íbúð sína og gengur um næsta nágrenni með hjálp göngugrindar. n Ég hef verið hraust að öðru leyti en því að ég hef þjáðst af súrefn- isskorti í blóðinu," segir Gyða. „Vöðvarnir sem ýta þindinni upp við öndun og þrýsta þar með koltvísýringi úr lungunum voru orðnir slappir og því komst ekki nógu mikið súrefni út í blóð- ið. Ég var lögð inn á Vífilsstaði um tíma og fékk með mér heim vél sem býr til súr- efni sem ég hef í gangi yfir nóttina. Þessi sjúkdómur hefur áhrif á allt nema vitið. Fólk missir srnátt og smátt máttinn en það getur skilið allt sent fram fer í kringum það þótt það geti kannski ekki talað. Því klæjar en það getur ekki klórað sér." í stólaleíkfimi með útvarpinu Gyða hugsar um sig sjálf að mestu leyti en hún fær heimilishjálp frá félagssviði Kópavogs þar sem hún býr. Hún segir það rnikinn munað að hafa haft sömu konuna allt frá því að hún fyrst þurfti að- stoðar við. „Ég var búin að kvíða því að þurfa að leita aðstoðar kerfisins. Maður var búinn að heyra að þetta væri flókinn frumskóg- ur en mér fannst það alls ekki vera hér. Ég fæ vikulega heimilisaðstoð við þrifnað og erfiðari heimilisverk. Ég get sjálf þurrkað af, vökvað blómin og skipt á rúminu mi'nu ef ég fer nógu hægt. Mér þykir vænst um að hafa fengið að hafa alltaf sömu konuna mér til aðstoðar. Ég er farin að þekkja hana og við fáum okk- ur stundum kaffibolla og spjöllum því rykið hleypur ekkert frá manni. Móðir mín býr í Reykjavík, háöldruð kona og hún fær heimilishjálp. Þar er alltaf verið að skipta um fólk og það hefur kornið illa við hana. Það er erfitt að þurfa alltaf að vera að sýna nýrri og nýrri manneskju hvar allt er og svo er auðvitað ekki létt að vera alltaf að taka á móti ókunnugu fólki inn á heimili sitt. Ég get eldað það sem ég þarf sjálf. Eld- húsið mitt er lítið en svo vel skipulagt að ég á gott með að vinna í því. Dóttir mín og maður hennar búa hér í nágrenni við mig og hún kemur alltaf á kvöldin og við eldum og borðum saman. Ég er þá í þess- um gamla mat, kjötsúpu, slátri, baunum og slíku, en hún sér um pastarétti og þetta nýja. Enn hef ég ekki þurft á hjúkrunarkonu að halda en ég hef aldrei þurft að bíða eftir neinu. Tryggingastofnun hefur ekki síður reynst mér vel. Ég hef fengið sjúkrarúm, göngugrind, súrefnistækið mitt og hjólastól sem bíður hér eftir því að ég þurfi að nota hann. Það er ómögu- legt að segja með þennan sjúkdóm hvern- ig hann þróast. Ég hef séð fólk fara nán- ast á einu ári en ég er búin að vera með þetta í mörg ár og er í góðu standi. Ég fer í stólaleikfimi með útvarpinu á morgnana og í gönguferðir með göngugrindina eftir gangstéttinni hérna fyrir utan. Það er líka hreyfing í því að ganga eftir íbúðinni endilangri og ég geri það oft. Lætur hverjum degi nægja sína þjáningu Það er teymi í gangi á Landspítalanum sem sinnir okkur sem erum með þennan sjúkdóm. Við getum haft samband þang- að og talað við fólk, sem við erum oft á tíðum farin að þekkja. I teyminu eru sál- fræðingur, félagsráðgjafi, læknir og nær- ingarfræðingur. Ég hef haft samband við næringarfræðinginn og fengið ráðlegging- ar um mataræði og einnig hef ég fengið senda bæklinga með upplýsingum um hvaða matur hentar mér best. Ég vil alls ekki þurfa að þiggja aðstoð ættingja. Ég vil fá börnin mín í heimsókn eins og vini og kunningja en ekki til að vinna heimilisverk. Þau eiga sín heimili og ganga þar í öll verk og ég tel það alveg nóg fyrir þau. Mér fyndust það afarkostir að þurfa að þiggja það af börnunum mín- um að þau hugsuðu um mig. Ekki það að ég veit að þau eru öll boðin og búin að aðstoða mig en ég vil ekki vera kvöð á börnunum mínum. Ég og dóttir mín verslum saman og það þykir mér gott. Ég hef þá stuðning af stafnum öðrum megin og henni hinum rnegin og við skemmtum okkur oft vel saman í þessurn ferðum. Ég hugsa í sjálfu sér bara um einn dag í einu og get ekki gert áætlanir fram í tím- ann. Auðvitað er þetta heilmikill baggi og oft sækja að manni sárar hugsanir en það er alltaf eitthvað sent fólk þarf að kljást við. Þetta er eins og að lenda í slysi. Sumir lifa af en aðrir liggja kannski með- vitundarlausir árum saman. Oft er líka gaman. Ég fer á myndlistarsýningar með börnunum mínum og geri ým- islegt annað mér til skemmlunar. u öllum stigum kerfisins sitji allt fast. Fólk liggur á legudeildum sjúkrahúsa sem bíður eftir varanlegum vistunarúrræðum og stundum hefur verið heimaþjónustan þurft að sinna um fólk sem hefði þörf fyrir meiri þjónustu. Ferlið er hugs- að þannig að þegar heima- þjónustu sleppir tekur við þjónusturými og næst hjúkr- unarrými. Fólk hefur viljað daga uppi á sjúkrahúsrýmunt. Þetta flæði sem á að vera í kerfinu er ekki eins og skyldi. Það sem af er árinu hefur ástandið hér í Kópavogi verið mun betra en í fyrra. " Brynhildur segir að kyn- slóðaskipti séu á því hvernig hjálp fólk vilji þiggja. Elsta fólkið líti gjarnan á hjálp frá félagssviði sem sveitarstyrk eða ölmusu frá hreppnunt og kjósi því mun frekar að leita til sinna nánustu en til hins opinbera. Hún segir næstu kynslóð á eftir vel meðvitaða um rétt sinn og ekki feimna við að sækja hann. Hún bendir á að skipulagning og aðstoð, þegar fólk vanti sé erfið í framkvæmd en ítrekar að starfsmenn hennar séu allir að vilja gerðir að gera það sem þeir geti. Vikan 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.