Vikan - 02.11.1999, Blaðsíða 60
SPARKAÐI EIGINMANNINUM UT
Gamanleikkonan kjaftfora Roseanne er enn einu
sinni upp á kant viö eiginmann sinn, Ben Thomas.
Nú herma fregnir aö allt stefni í aö hún skilji í
þriðja sinn. Roseanne sparkaði Ben, sem erfyrrum
lífvöröur hennar, á dyr eftir heiftarlegt rifrildi. Hún
var eitthvað ósátt viö hversu drykkfelldur og kven-
samur hann væri þessa dagana. Roseanne stýrir
nú spjallþætti í bandarísku sjónvarpi og eftir rifrild-
ið viö Ben brotnaði hún niöur fyrir framan sam-
starfsfólk sitt. "Þaö er alltaf sparkað í mig liggjandi
og ég er búin aö fá nóg af þessari vitleysu," sagði
Roseanne meö tárin í augunum. Hún missti síðan
alveg stjórn á sér við upptökur á þættinum. Hún
var oft á tíðum nær óskiljanleg og talaði meira við
sjálfa sig en áhorfendur. Að lokum gafst hún upp
og yfirgaf sviðið.Tökum á þættinum var hætt og
stjörnunni var ekið heim í limmósínu. Hún kom aft-
ur tveimur tímum síðar til að halda áfram en þá
var samstarfsfólkið farið heim.
KYNÆSANDI LEIKSTJÓRI
Leikkonan Kate Capshaw hefur verið í skugganum
af eiginmanni sínum undanfarin ár, enda er hún
gift einum mesta meistara kvikmyndasögunnar,
leikstjóranum Steven Spielberg. Hún segist þó fá
jafnmikla ánægju út úr því að fylgjast með honum
starfa eins og að vera sjálf í sviðsljósinu. "Mér
finnst mjög heillandi að fylgjast með honum
vinna," segir Capshaw, sem áfimm börn með Spi-
elberg og eina dóttur frá fyrra hjónabandi. "Þegar
ég fylgist með Steven leikstýra finnst mér hann
rosalega sexí. Það kemur mér til að fylgjast með
honum munda myndavélina. Þetta er stór vél og
hann er mjög, mjög snjall með hana." Hún segir að
hjónakornin hafi rætt það að vinna saman að mynd
en kannski þau eigi erfitt með það ef Capshaw
verður alltaf ástleitin í hvert sinn sem hún sér eig-
inmanninn með upptökuvélina.
HRÆÐIST EKKI MAFÍUNA
Klámkollurinn Larry Flynt, sem gefur út
karlaritið Hustler ásamt fleiri klámsneplum,
er alltaf að færa úr kvíarnar. Nú er
Flynt kominn til Rússlands og
ætlar sér stóra hluti í tímarita-
útgáfu í Moskvu. Hann er
ekkert smeykur við óstöðug-
leikann í stjórnmálum í
gömlu Sovétríkjunum. "Það
gæti meira að segja hjálpað
Larry að ná fótfestu þar,"
segir innanbúðarmaður í
herbúðum Flynts. Kunnug-
ir segja að Flynt muni ef-
laust þurfa að kljást
við rússnesku mafíuna
sem muni sækjast eftir
hluta af gróðanum en
bandaríski klámkóngur-
inn ertil í slaginn. Hann
þurfti að yfirvinna marga
stóra hjalla í baráttu sinni
fyrir að koma klámi inn á
heimili landasinnaog er
nú bundinn við hjólastól.
"Ég held að hann verði
ekki hræddur við rúss-
neska ribbalda með loð-
húfur sem heita allir Igor,"
segir heimildarmaðurinn.
SLAPP LIFANDI ÚR LÝTAAÐGERÐ
Kathy Griffin leikur hina orðheppnu Vicki Groener í
þáttunum Laus og liðug (Suddenly Susan) sem
sýndir hafa verið í Ríkissjónvarpinu undanfarin
misseri. Griffin fór í fitusog fyrir skömmu til að
losna viö appelsínuhúðina á lærunum og var hepp-
in að sleppa lifandi. Hún sýndi heiftarleg ofnæmis-
viðbrögð við deyfingarlyfjunum og var hætt kom-
inn. Kathy hefur aldrei átt við fituvandamál að
stríða en henni finnst sjálfri sem hún sé of feit
miðað við margar gellurnar í Hollywood. Hún hefur
þó aldrei verið talsmaður lýtaaðgerða. í viðtali sem
hún veitti fyrr á árinu sagðist hún eiga þá ósk
heitasta fyrir nýja öld að lýtalækningar féllu úr
tísku. "Mér finnst að það eigi að hlæja að og snið-
ganga fólk sem fer í lýtaaðgerðir," sagði Griffin.
SALLY SOÐLAR UM
Leikkonan Sally Field verður 53 ára hinn 6. nóv-
ember. Field, sem er best þekkt fyrir að leika í
myndum eins og Smokey and the Bandit, Norma
Rae, Mrs. Doubtfire og Forrest Gump, er nú farin
að snúa sér að leikstjórn. í haust hófust tökur á
myndinni Beautiful þar sem hún leikstýrir Minnie
Driver, Joey Lauren Adams og Leslie Stefanson.
Myndin fjallar um unga konu sem er staðráðin í að
verða fegurðardrottning. Field er ekki alveg ókunn-
ug því að leikstýra. Fyrir þremur árum leikstýrði
hún Andrew McCarthy í sjónvarpsmyndinni The
Christmas Tree, sem margoft hefur verið sýnd á
Stöð 2. Hún hefur líka leikið í tæplega 50 kvik-
myndum og ætti því að vera búin að læra eitt og
annað í faginu.
ENN BESTU VINIR
Sveitasöngvarinn Lyle Lovett er sennilega þekkt-
astur hér á landi fyrir að hafa verið fyrrverandi eig-
inmaður Juliu Roberts. Það er enn mjög Ijúft á
milli þeirra þrátt fyrir að hjónabandið hafi
ekki staðist tímans tönn. Nú er Julia aft-
ur á leið upp að altarinu, að þessu
sinni með leikaranum Benjamin Bratt.
Hann þurfti að standast óvenjulegt próf
áður en hún samþykkti að giftst hon-
um. "Ég er með svolítið sem ég kalla
Lyle-mælinn," segir Julia, sem er með
mynd af fyrrverandi eiginmanni sínum á
skrifstofu sinni en enga mynd af Bratt. "Ef
maðurinn sem ég er með getur ekki sætt
sig við að ég og Lyle séum svona góðir vinir
þá get ég ekki haldið áfram að vera með
honum." Leikkonan segir að Lyle muni
ávailt eiga hluta af hjarta
hennar en þau giftust árið
1993 eftir stutt samband og
skildu 21 mánuði síðar. "Vin-
skapur okkar Lyles er mér al-
veg heilagur. Hann hefur kennt
mér mjög margt."
FANN DÓTTUR Á NETINU
Kanadíska söngkonan Joni
Mitchell verður 56 ára hinn 7.
nóvember og hún segist aldrei
hafa verið ánægðari. Fyrir fimm
árum var því slegið uþp í slúður-
blöðum að Joni hefði eignast barn
árið 1965 en hún hafi verið svo fá-
tæk að hún hafi ákveðið að gefa
það til ættleiðingar. I kjölfar frétt-
anna ákvað söngkonan að lýsa eftir
dóttur sinni á heimasíðu sinni
inu. Það bar árangur þegar Kilauren
Gibb, 34 ára, fyrrverandi fyrir-
sætu í Toronto, var bent á að
skoða heimasíðuna. Hún
hafði verið að leita að
mömmu sinni í nokkur ár
eftir að hún frétti að hún
hefði verið ættleidd. Meira en
30 stúlkur höfðu samband við
umboðsmann söngkonunnar
og töldu sig vera týndu dóttur-
ina en Kilauren var svo lík Joni
að það voru yfirgnæfandi líkur á
að hún væri sú rétta. Það kom
síðan á daginn og þær hittust
fyrst fyrir tveimur árum. "Það
breytti mér mikið að eignast
fjölskyldu," segir Joni. "Við
höfum átt indælar
stundirsaman."