Vikan


Vikan - 11.01.2000, Blaðsíða 14

Vikan - 11.01.2000, Blaðsíða 14
„Ég er að endurskoða sam- band okkar Ira vandlega nú begar síðustu dagar okkar saman eru að líða. Ég sé nú greinilega allar málamiðlan- irnar sem ég tók á mig án bess að gera mér grein fyrír afleiðingunum, missi siálfs- virðingar minnar og metnað- ur fyrir hönd sjálfrar mín varð engínn. Ég er að verða svo vínnusöm að bú myndir ekki bekkja mig, sömuleiðis er ég orðin opnari og óhræddarí. Allt horfir nú öðruvísi við mér." Þetta skrifaði Holly Maddux í bréfi til Meg systur sinnar árið 1977. Þá leit út fyrir að henni væri loks að takast að slíta sig lausa úr erfiðu sambandi við Ira Einhorn sem var heillandi en ákaflega drottnunargjarn per- sónuleiki. Samband þeirra hafði staðið í fimm ár og Holly sem var þrjátíu og eins árs hafði að mestu dansað eftir hans pípu. Meg var bæði glöð og fegin þegar hún las bréfið því það hafði lengi verið ósk hennar að Holly tækist að öðlast nægan innri styrk til að byrja eigið líf án Ira. Nokkrum dögum seinna hvarf Holly og átján mánuðum síðar fannst lík hennar í kofforti ■o í íbúð Ira Einhorn. 0 Systkini Holly Elisabeth jS (Buffy) Hall, Meg Wakeman, ‘S Mary Maddux og John Maddux ^ börðust fyrir því að morðingi ^ systur þeirra yrði handtekinn 5 og dreginn fyrir dómstóla. Ira c tókst að fara huldu höfði allt til ársins 1997 þegar hann fannst í „ fallegu smáþorpi í Vestur- x Frakklandi þar sem hann bjó I- við bestu aðstæður með vell- i honu. Banda idu að fá hann viðninni var hafnað af frönsku stjórninni; því er virtist vegna andúðar í garð Bandaríkjamanna sem ríkjandi var í Frakklandi á þess- um tíma. Fyrirmyndarnemandi verður frjálslyndur hippi En hver var Holly Maddux? Hún var elsta dóttir Freds og Liz Maddux sem bæði höfðu tekið þátt í síðari heimstyrjöld- inni. Fred var fallhlífarhermað- ur og tók þátt í innrásinni í Normandí D-daginn sem var upphafið að endi styrjaldarinn- ar. Liz vann sem ritari hjá Rauða krossinum og parið hitt- ist í Evrópu mitt í hringiðu stríðsins. Þau giftu sig og settust að í Texas þar sem Fred tók til starfa sem verkfræðingur. Holly gekk vel í skóla og þrátt fyrir að hún hefði orð á sér fyrir að vera gáfnaljós tókst henni samt að komast í hóp klappstýra. Þegar hún útskrifaðist var hún kosin sú sem iíklegust væri til að hljóta frama af skólasystkinum sínum. Hún fékk inngöngu í hinn virta Bryn Mavvr háskóla skammt vestur af Philadelpiu og þar kynntist hún og tók þátt í hippahreyfingunni. Holly leyfði hárinu að vaxa, henti brjósthaidaranum sínum og eft- ir að hún útskrifaðist flæktist hún með bakpoka um Evrópu og vann alls konar störf til að geta haldið áfram ferðum sín- um. Hún hélt einnig yfir til Afr- íku og meðal annars vann hún á samyrkjubúi í ísrael um tíma. Holly sneri heim og dag nokkurn gekk hún fyrir tilviljun inn á La Terrasse sem var uppá- haldsveitingastaður Einhorns. Hann sat þar löngum stundum og heillaði fastagesti og aðra borgarbúa með mælsku sinni og að því er virtist yfirgripsmikilli ingu á ólíkiun málefnum. nmál og vísi: hans helstu umræðuefni. Tveimur vikum síðar var Holly flutt inn til Einhorns sem lifði á styrkjum frá efnuðum vinum sínum en þeirra á meðal voru upparnir Abbie Hoffman og Jerry Rubin, ljóðskáldið Allen Ginsberg og poppstjarn- an Peter Gabriel. Barbara Bronfman framkvæmdastjóri stórfyrirtækis og vel þekkt stjarna í félagslífi fína fólksins í Philadelpiu var einnig meðal vina Einhorns. Söðalegur einhyrningur Ira kallaði sig Einhyrninginn sem er bein þýðing úr þýsku á nafni hans. Hann var að mörgu leyti hálf ógeðfelldur. Hann var þéttvaxinn með skegg og af honum lagði sterka líkamslykt. Hann átti það til að koma til dyra nakinn og ef gesturinn sagði eitthvað svaraði hann venjulega: „Guð skapaði mig svona. Móðgar það þig? " Hann gerði lítið með kurteisisvenjur og siði og þegar Holly kom með hann í heimsókn til foreldra sinna setti hann berar fætur sín- ar upp á matborðið, borðaði meðan tengdafaðir hans bað borðbæn og klóraði sér hvar sem hann klæjaði. Hann sat einnig venjulega beint fyrir frarnan sjónvarpið þannig að enginn annar naut útsýnis á það svo lengi sem honum þóknaðist að horfa. „Holly elskaði að tala um hugmyndir og Ira var forvit- inn leitandi hugur," segir Meg til að skýra hvers vegna systir hennar laðaðist að þessum óvenjulega manni. Ira var einnig þekktur að því að hafa beitt konur ofbeldi og sameiginlegir vinir þeirra tóku oft eftir áverkum á Holly með- á sambúð þeirra st ')ð. Þeir segja hana hafa horast niður á örstuttum tíma og þessi opna Iglaðtynda stúlka hnTi fljótt eftir að samband hennar við Ira hófst breyst í kúgaða, hrædda mús sem aldrei þorði að hafa sig í frammi. Hann hélt einnig stöðugt framhjá henni og margoft gerði hún tilraunir til að fara frá honum en alltaf tókst honum að telja hana á að snúa aftur. Hún vann í mat- vörubúð en þegar hún erfði 30.000 dollara eftir móðurfor- eldra sína árið 1977 var eins og framtíðarsýn hennar breyttist. Hún hafði þá verið um tíma í meðferð hjá sálfræðingi sem hafði tekist að opna augu henn- ar fyrir því að ofbeldi er ekki birtingarmynd kærleika. Einnig hafði hún kynnst kvennahreyf- ingunni og var farin að taka þátt í starfsemi hennar. Ira taldi sig vita best hvernig sambýlis- kona hans ætti að verja arfinum en þá brá svo við að Holly sagði hingað og ekki lengra. í síðasta bréfinu sem Holly skrifaði foreldrum sínum sagð- ist hún vera búin að finna nýja fbúð og að næst þegar þau skrif- uðu ættu þau að stfla bréfið á annað heimilisfang. „Hún hafði fengið alveg nóg af Ira og yfir- gangi hans," segir Buffy systir hennar. Eftir þetta heyrði fjöl- skyldan ekki frá henni. „í fyrstu héldum við að hún væri í felum til að Ira elti hana ekki," segir Meg. „En þegar hún hringdi ekki í mömmu á afmælisdaginn hennar vissum við að eitthvað var að." Lögregian tiafði lítlar áhyggjur af huarfinu Móðir Hollyar hringdi í Ira og spurði um dóttur sína og hann svaraði því til að sjálfur hefði hann verið að því kominn að hringja í þau til að leita 14 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.