Vikan


Vikan - 11.01.2000, Blaðsíða 22

Vikan - 11.01.2000, Blaðsíða 22
 22 Vikan Vandamál wi Við eyðum stórum Muta æv- innar á uinnustaðnum og pví skiptir líðan okkar par innan- dyra miklu máli. Baktal, reiði, óvæntar augnagotur og öfund samstarfsmanna er eitthuað sem flestir hafa upplifað einhvern tímann um ævina. Ofundin lætur á sér kræla við ótrú- legstu tækifæri. Af hverju fékk Sigga stöðuhækkun en ekki ég? Öll viljum við fá viðurkenningu á verkum okkar en einungis fáir fá umbun í formi stöðuhækkun- ar. Við slíkar aðstæður er um tvennt að ræða: Annars vegar að eyða mikilli orku í öfund og reiði út í viðkomandi eða ein- faldlega að samgleðjast. Sam- kvæmt niðurstöðum óformlegra skoðanakannanna eru innan við fjörutíu prósent starfsmanna ánægðir í starfi sínu. Hinir sex- tíu öfundast heil ósköp út í yfir- mennina og aðra sem þeir telja að séu í betri störf- um en þeir sjálfir. Sannleikurinn er nú sá að grasið er oft grænna hinum megin. Öfundin er orku- frek og því er það mikil tímasóun að ergja sig á velgengni annarra. Eyðið orkunni frekar í að sinna eigin starfi af alúð fremur en að ergja ykkur á þvf sem gerist í Iífi annarra. „Hver er sinnar gœfusmið- ur" uðu máli en stundum getur maður einfaldlega ekki haldið aftur af sér og Iætur allt fjúka. Vandinn við að hafa alla góða á vinnustaðnum felst oft í því að leyfa fólki að tjá sig án þess að láta það fara í taugarnar á sér. Oft eru samstarfsmenn ósam- mála en geta samt rætt málin á rólegu nótunum og gert mála- miðlun sem allir eru sáttir við. Konur, fremur en karlar, hafa tilhneigingu til að fara heim með samanbitnar tennur og um það bil að springa af reiði. Um leið og þær koma heim fá þær útrás og þá er allt ómögulegt. Þær eiga leiðinleg börn. vonlausan mann og ljótt hús. Reiði nagar fólk og er mannskemmandi. Reyndu að fá útrás fyrir reiðina á réttum aðil- um og mundu að stilla skapið, hugsa rökrétt fyrst og tala svo. „Það sem tungan meiðir er torvelt að lækna" Leti getur hellst yfir alla starfs- menn. Hver þekkir ekki þá til- finningu að neyðast til að skríða fram úr hlýja bólinu í svarta- myrkri en eiga enga ósk heitari en að geta sofið örlítið lengur? Svo situr þú fyrir framan tölv- una stóran hluta dagsins og horfir á tóman tölvuskjáinn. Langur hádegismatur og upp- gerðarveikindi er eitthvað sem allir þekkja. Leti og slen gengur yfir í bylgjum og er algengast í svartasta skammdeginu. Yfirleitt er það einungis tímabundið en þegar ástandið verður langvinnt þarf að athuga málið enn frek- ar. Kannski er tímabært að skipta um vinnustað eða starfsvettvang. Reyndu að hugsa um eitthvað já- kvætt við vinnuna þína, ef þér finnst samstarfs- menn þínir ekki skemmtilegir þessa stundina þá gæti mötuneytið verið fínt, ekki satt! Reiði út í samstarfsmenn getur blossað upp á stuttum tíma. Margir reyna að sitja á sér til að segja ekki eitthvað af vanhugs- Ætli Gunni sé mættur í vinn- una í dag? „Þti getur ekki setið kyrr og látið lífiðfara fram hjá þér Þú verður að lialcla áfram að láta þig dreyma." Söngkonan Cher Ástleitt augnaráð Daður fyrirfinnst á öllum vinnustöðum. Stundum fer lítið fyrir því en á öðrum stöðum fer það ekki fram hjá neinum. Margir halda að daður ein- skorðist við karlmenn en svo er nú ekki. Konur eru snillingar í daðri þótt þær geti farið leynt með það. Astleitið augnaráð á vinnustað getur alveg eins end- að í hjónabandi en yfirleitt er þetta saklaus leikur sem engan meiðir. Daður getur hins vegar valdið verulegum vandræðum á vinnustaðnum, sérstaklega ef viðkomandi einstaklingar eru þegar giftir eða annar aðilinn kærir sig ekki um slíkan leik. Margar konur hafa upplifað að finna hjartað taka kipp þeg- ar aðlaðandi samstarfsmaður birtist fyrir framan þær. Leik- konan Kristin Scott Thomas er hamingjusamlega gift en hún naut þess til hins ýtrasta að leika á móti Robert Redford. „I hvert skipti sem hann gekk framfyrir myndavélina fór hjartað að slá örar. "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.