Vikan


Vikan - 11.01.2000, Blaðsíða 60

Vikan - 11.01.2000, Blaðsíða 60
 SKIMMTIR $ER MED RLONDINUM Skotinn verður 55 ára hinn 10. janúar og sýnir engin ellimerki. Síðasta ár var mjög viðburðarríkt í ævi rokkarans. Á sama tíma í fyrra var Rod að sleikja sárin eftir að eiginkona hans, ofurfyrir- sætan Rachel Hunter, sparkaði honum. Hún sagði að ástæðan væri að hann væri „leiðinlegur" og allt of upptekinn af fótbolta og bjórdrykkju. Rod ákvað að taka sér tak og njóta lífsins á ný. Hann fór í megrun, minnkaði drykkj- una og hellti sér út í pipar- sveinsllfið af fullum krafti. Með reglulegu millibili birt- ust myndir af honum á sól- arströndum með löguleg- um Ijóskum og athygli vakti að það var aldrei sú sama. Fyrst var það Kimberley Conrad, fráskilin eiginkona Playboy-kóngs- ins Hugh Hefner og síðan nektarmódelið Vicky Lee. Síðan komur þær hver á fætur annarri. Hann fór með Playboy-gellunni Tracy Tweed til St. Tropez, vikuna eftir fór hann með neðansjávarljósmyndaran- um Robbie Lauren til La Spezia á Ítalíu og stúlka sem nefnist Penelope Lancaster fór með honum í frí til Hawaii. Einnig sást til hans í innilegum stelling- um á Costa del Sol á Spáni með leggjalangri Ijósku sem heitir Roxanne. Hann hægði síðan ferðina eftir að hann tók saman við fyr- irsætuna Caprice, sem er 27 ára og stórt nafn í Bret- landi. Þau kynntust fyrst á póló-leik íjúní 1998 þegar Caprice tók viðtal við kappann fyrir bandaríska sjónvarpsstöð. Leiðir þeirra lágu aftur saman síðasta sumar þegar Rod kom til að fylgjast með henni syngja á skemmtistaðnum G.A.Y. í London, sem er að verða vinsæll samkomu- staður samkynhneigðra. Þau hafa verið sam- an síðan og Rod er löngu hættur að sleikja sárin. TATTU FYRIR AFAOG ÖMMU 10. jan.: George Forem- an (1949), Rod Stewart (1945) il.jan.: Jason Connery (1963), Stanley Tucci (1960), Naomi Judd (1946)12. jan.: Mel C (1974), Vendela (1967), Kirstie Alley (1955), Howard Stern (1954), Michael Aspel (1933)13. jan.: Nicole Eggert (1972), Traci Bingham (1971), Patrick Dempsey (1966), Pen- elope Ann Miller (1964), Julia Louis-Dreyfus (1961), Kevin Anderson (1960) 4. jan.: David Grohl (1969), LL Cool J (1968), Emily Watson (1967), Faye Dunaway (1941) Andy Rooney (1919)15. jan.: Julian Sands (1958), MarioVan Peebles (1957) 16. jan.: Kate Moss (1974), David Chokachi (1968), Debbie Allen (1950), John Carpenter (1948). Kryddpían segir að undanfarið ár hafi verið eitt það erfiðasta í lífi hennar. „Bæði afi minn og stjúpamma mín dóu úr krabbameini á meðan ég var á tónleikaferð. Þetta var mjög erfiður tími því ég gat ekki verið með fjöl- skyldunni," segir Mel C. „Ég veit að afi elskaði Viva Forever og stundum þegar við sungum það á sviði fannst mér sem hann væri hjá okkur og ég söng bara fyrir hann." Mel segir að fráfall afa ^ síns og ömmu sé ástæðan fyrir að hún hafi látið tattúvera „Angel" á magann á sér. „Mér hefur alltaf fundist þau vera verndarenglarnir mínir þannig að ég vildi gera eitt- hvað táknrænt til að sýna að ég hugsa enn til þeirra." FLUGHRÆDD STJARNA Leikkonan er svo flughrædd að hún þorir ekki fyrir sitt litla líf að stíga um borð í flug- vél. Fyrr í vetur ætlaði hún að reyna að yfirstíga hræðsluna og fara með kærastanum, leikaran- um James Wilder, til Las Vegas til að fylgjast með hnefaleikakapp- anum Oscar de la Hoya i hringn- um. Honum tókst með herkjum að koma henni á staðinn, enda er Oscar þvílíkur kroppur að hún lét ekki flughræðsluna hindra sig í að sjá hann berjast. En það reyndist öllu erfiðara að fá hana upp í flug- vélina aftur til að fljúga heim til Los Angeles. Tvisvar urðu turtil- dúfurnar að afpanta á síðustu stundu því Alley þorði ekki um borð. Þriðja tilraunin gekk öllu betur fyrir sig. James var kominn með hana í brottfararsalinn og þau voru að undirbúa sig fyrir brottför. En þegar til kastanna kom gat hún ekki hugsað sér að fljúga heim. Hún sagði kærastan- um að hún ætlaði á klósettið og bað hann bara að bíða eftir sér í flugvélinni. Síðan stakk hún af og fékk sér bílaleigubíl og keyrði alla leið afturtil Los Angeles. HORFIN UR SVIOSLJOSINU hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu í Bandaríkjunum síðan gamanþættirnir um Seinfeld og félaga hættu göngu sinni fyrir einu og hálfu ári. Julia, sem lék hina einstöku Elaine Benes í þáttunum, hefur helgað sig fjölskyldulífinu undanfarið ár og hefur engan áhuga á að snúa aftur á skjá- inn í nýjum þáttum. Hún á tvo syni, 8 og 2 ára, með eiginmanninum, Brad Hall. Þau þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ofan í sig og á þrátt fyrir að Julia sé hætt að mestu hætt að leika. Hún var ein hæstlaunað- asta konan á skjánum og hann er framleið- andi sjónvarpsþátta. Auk þess er Julia fædd með silfurskeið í munni. Fjölskylda hennar er ein sú ríkasta í heimi. Pabbi hennar erforrík- ur viðskiptajöfur í Bandaríkjunum og frænd- fólk hennar í Frakklandi halda um stjórnar- taumana í hinu virta íþróttafyrirtæki Adidas. EKKI í SAMBANDI má muna sinn fífil fegurri í leiklistinni. Hún var stórstjarna sem lét stjana við sig og fékk allt sem hugurinn girntist. En nú er öldin önnur og Dunaway segist vera breytt manneskja. „Þetta tímabil sem ég var svona upptekin af því að vera stórstjarna kom mér hrikalega úr jafnvægi. Það var hugsað um mig og gælt við og ég var alveg orðin háð því. Ég vissi ekki einu sinni hvar morgunkornið var geymt. Ég kunni ekki að kveikja á þvottavél- inni. Þetta hljómar kannski mjög flott en þetta var það ekki. Þegar maður veit ekki hvernig lífið gengur fyrir sig er maður alveg úr sam- bandi við raunveruleikann," segir fröken Dunaway. Kunnugir segja að þrátt fyrir að Faye segist hafa séð villu síns vegar þá sé hún enn uppfull af stjörnustælum. DRYKKFELLDUR NISKUPUKI Ofurskutlan Kate Rloss er aftur komið í sama partístuðið. Fyrirsætan fór í áfengis- meðferð á síðasta ári og hélt sig við ávaxta- safann fyrst á eftir. En fyrir skömmu birtust fréttir í bandarískum blöðum um að hún væri aftur komin í sterkari drykki. Eftir myndatöku í Industria Superstudio í New York brá hún sér á mexíkóskan matsölustað. „Hún var í fínu formi - kjaftaði í farsímann og sturtaði niður margarítum samtímis," segir sjónar- vottur. Og ekki batnaði orðspor stúlkunnar eftir að hún dvaldist á hóteli í Los Angeles á dögunum. Hún fékk hótelþjón til að hlaupa út í búð um miðja nótt til að kaupa sígarettu- pakka. Hann varð við þeirri ósk í von um að fá ríkulegt þjórfé frá módelinu en hún gaf honum ekkert tipp. Tveimur kvöldum síðar sat Kata og sötraði vín fyrir 15 þúsund krónur á hótelbarnum með vinkonu sinni, Jade Jag- ger, en barþjónninn fékk bara tæpar 500 krónur fyrir að skeinkja þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.