Vikan


Vikan - 11.01.2000, Blaðsíða 51

Vikan - 11.01.2000, Blaðsíða 51
Meyjan er nákvæm er hún líka oft næmur stærðfræðingur og kann að feta lítt farna troðninga fjármála- heimsins. Þú ert líklega engin und- antekning og ert nú þegar búin/n að reikna út árið og hvar sé best að drepa niður fæti í heitum potti hag- fræðinnar. Starfið sem þú sinnir er gefandi og hæfni þín að meta að- stæður auka gæftina. n Vogln 24. september - 23. október Almennt: Vogin er merki breytinga og nú þegar stigið er inn í sjöunda hús stjörnuhrings- ins verða þær sýnilegar. Þessar þreytingar tengjast þörf Vogarinnar til samstarfs og að geta deilt með öðrum lífi sínu, starfi og ástum. Þín æðsta ósk er að ná þessum mark- miðum og geta komið skipulagi á líf þitt. Árið lofar góðu þar um. Líf 09 heilsa: Heilsa Vogarinnar er yfirleitt nokkuð góð en hún er ekki nógu aðgætin í þeim málum og lendir því í oftar en ekki í hrak- förum. Neðri hluti líkamans er næmastur fyrir áreitum og þar sem Vogin hefuryndi af rekkjubrögðum, lendir hún líka auðveldlega í flóru kynsjúkdóma. En það er jú eitthvað sem þig langar ekki að upplifa, svo taktu þig á. Ástir 09 kynlíf: Þeir sem hjakka í sama farinu, ryðga með tímanum og staðna ef hjólin eru ekki smurð reglulega og vélin uppfærð. Nú er einmitt rétti tíminn til að yfirfara málin og koma reglu á hlutina, ef þú ert í rótgrónu sambandi þá skaltu hætta að lesa en halli vogin hjá þér óeðlilega mikið þá er Inter- netið góður leitarstaður sem og flestar þær heilsuþúllur sem bjóða upp á „blandaða" tíma. Atvinna og fjármál: Aðdráttar- afl Vogarinnar færir henni alltaf það starf sem hún óskar, hvort sem hún veldur því eður ei. Þú stendur nú á krossgötum því val þitt stendur um að sinna starfi þínu af einlægni eða finna þér aðra og réttari hillu. Fjár- málin hafa verið svona og svona en með ákveðni og einurð verður þetta ár gullinna tækifæra. r mn Sporðdrekinn 24. október - 22. nóvember Almennt: Sá sem fæðist í áttunda merki stjörnu- hringsins Sporðdrekanum er á viss- an hátt eilífur líkt og talan 8. Það er fátt sem haggar honum og hann mun alltaf rísa sem nýborinn úr arss öskustó áfalla líkt og fuglinn Fönix. Þetta sannast á þessu ári þegar þú sýnir á þér nýja og gjörólíka hlið sem vekur eftirtekt og umtal. Líf og heilsa: Dýrið sem þú ert kenndur við, Sporödrekinn hefur lif- að hér á jörð frá upphafi og enn hefur ekkert unnið á honum. Þú ert því heilsuhraustur og veikist sjaldan en nútímanum fylgja plágur sem jafnvel Sporðdrekinn stenst ekki og því skaltu vera á verði. Þú ert ber- skjaldaður neðan mittis svo gættu þess hvar þú sefur. Ástir og kynlíf: Allt eða ekkert. Þú ert ástríðufullur einstaklingur sem setur markið hátt í ástamálum og vilt fullkomnun á því sviði. En enginn er fullkominn svo þér mun láta best að halda þig á mannlegum nótum og spá í samferðafólk þitt sem margt er gull af manni og leynir á ótrúlegum hæfileikum til ásta. Atuinna og fjármáh Keppn- isandi fylgir Sporðdrekanum og nýja öldin verður þér keppni við tækifæri. Þar kemur sér vel að vera með „fálmara" og geta numið úr loftinu bestu kjörin á fjármálamark- aði, bestu störfin sem bjóðast og „skynjað" þau fyrirtæki sem eiga framtíðina fyrir sér. éft Bogamaðurinn 23. nóvember - 21. desember Almennt: Sannleiks- ást Bogamannsins rekur hann áfram frá Kópaskeri til Timbuktú. Hann er landkönnuður, heimspek- ingur, ferðamaður og gleðigjafi sem býr á flugvelli og ferðataska er hús- ið hans. Þú ert því líklega þegar rokinn af stað og sérð ekki þessa spá. Llf 09 heilsa: Líf þitt er hraðfara á leið úr fortíð í framtíð og þú átt stundum erfitt með að halda núinu innan seilingar. Þetta kemur fram á heilsufari þínu enda vakir þú lengur en góðu hófi gegnir og ferð snemma á fætur. Að öðru leiti ertu hress, þótt smá gigt angri þig stundum. ÁStir og hynlíf: Nýjum tímum fylgja nýir siðir og ef þú ert ekki bundinn í báða skó, þá ýja stjörnur- nar að því að austurlensk ævintýri séu í uppsiglingu. Hvort það er stóra ástin í lífinu er ekki gott að segja en stjörnurnar titra af spenn- ingi. Atvinna og fjármál: Svo virðist sem þeir fáu Bogamenn sem nú þegar standa ekki á tindi starfs- frama síns séu um það bil „að slá sjö flugur í einu höggi". Skólagöngu lýkur með glans, starfsframi bíður þín og fjárhagsleg framvinda. Þessu fylgja svo fjögur ókunn gullkorn. Steingeitín 22. desember - 20. janúar Almennt: Steingeitin er framagjörn, staðföst og raunsæ. Hennar helsti kostur er aö þegar hún finnur sinn farveg í lífinu, fylgir hún honum af kostgæfni og einurð uns tindinum er náð. Þessi kostur þinn gerir þig að frumkvöðli og góðum stjórnanda. Líf 09 heílSá: Steingeitin er ekki gallalaus og hnén geta klikkað sem og sálaröryggið en þá „detta menn oft í það". Þú ert kannski ekki svo- leiðis Steingeit en engu að síður viðkvæm innst inni og þarft því að passa hvers konar haldreipi þú vel- ur þér svo þú fallir ekki í fúlan pytt. Ástir og kynlíf: Þú virðist nokk- uð köld tilfinningalega en ert samt mikill elskhugi. Nýja árið boðar breytingar og þú munt nú eiga mun betur með að tjá tilfinningar þínar og sannreyna öðrum að þú ert gull af manni sem kannt að gefa og Þiggja. Atvinna og fjármál: Framganga þín hingað til hefur vakið athygli sem skilar sér í aukinni ábyrgð, fleiri nefndarsetum, meiri ferðalög- um og bættum efnahag. Vorið lofar góðu en sumarið verður of heitt til að sitja inni í húsum, bílum og flug- vélum svo þú verður þér úti um aukið frí. Vatnsberínn 21.janúar -19. febrúar Almennt: Vatnsber- inn hefur löngum verið fimmtíu til hundrað árum á undan sinni samtíð og goldið þess með að vera talinn skrýtinn furðufugl sem enginn skilur og því oft verið einn á báti. En nú er tími þinn kominn og allar skrýtnu hugmyndirnar sjálfsagður hlutur og partur af daglegu lífi fólks á öld Vatnsberans. Lff 09 heílSá: Það besta sem þú gerir nú þegar á þig reynir er að standa undir merki Vatnsberans, hætta að éta skyndibitafæði, sæl- gæti og annað sem elur fíkilinn í þér og ráðast til atlögu við ræktina og heilsuhúsið. En þótt þú sért bólginn og blár ertu í ágætu formi og telur enga ástæðu til að elta ólar við slíka vitleysu. Samt sakar ekki að spá í jóga. Ástir og kynlíf: Eitt það versta sem hent gat Vatnsbera á öldinni sem leið var að blindast af þeirri bláeygu trú sinni að elskhuginn væri guð en ekki maður. Þetta setti honum margar skorður og gerði veg hans um ástina þyrnum stráð- ann. Nú ert þú sem betur fer að vakna af þessari villu og því verður öldin þín engri annari lík. Atvinna og fjármáh Vatnsber- inn er hugmyndafræðingur og sem slíkur er hann snillingur. Því ættu fyrirtæki sem vilja fram, að koma sér upp deild sem kölluð er „List- ræn ráðgjöf" og ráða Vatnsbera til starfa. í fjármálum ertu nokkuð glúrinn ef þú vilt það við hafa en einhvern veginn finnst þér peningar aukaatriði þótt gott sé að hafa þá við höndina. Fiskarnir 20. febrúar - 20. mars Aimennt: Með síð- asta árþúsundi kvaddi fiskamerkið sem áhrifavaldur í lífi manna hér á jörð. Þetta gerir þig jarðbundnari og raunsærri í hugmyndavinnu og ákvarðanatökum. Það leiðir svo af sér nýtt skeið í þínu lífi, þar sem sundið milli skers og báru verður að ákveðinni leið og til þín verður leit- að sem miðlara, sáttasemjara og manns sem sætt getur andstæðar fylkingar og eytt óöld. Líf 09 heilSá: Þú ert viðkvæm/ur að eðlisfari þótt þú farir leynt með það, þetta birtist í kvefi að hausti, vori og sumri ásamt öðrum kvillum og verkjum í fótum. Það, að vera maður sjálfur og láta óhrædd/ur í Ijós tilfinningar sínar, dregur úr fyrr- nefridum kvillum og eyðir kvefinu. Ástir og kynljf: Ljóð eru þér kær og ástin er eins og Ijóð, þú semur fyrst eitt erindi, svo annað og þriðja... Kynlíf er eins og lag við Ijóðið og þú syngur það með ýms- um tilbrigðum út þetta ár en þá er kominn tími til að semja óperu. Atvinna og fjármál: þú ert góð- ur hlustandi, næmur sálgreinandi og kannt að meta kvöldvinnu, því kæmi ekki á óvart þótt þú víkkaðir starfssvið þitt nú og opnaðir þokka- fullan stað þar sem fólk kæmi til að tjá sig, spá og spekúlera. Líklega myndi staðurinn gera sig vel og vekja eftirtekt. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.