Vikan


Vikan - 11.01.2000, Blaðsíða 16

Vikan - 11.01.2000, Blaðsíða 16
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson Holmfríður Kristmannsdóttir og Guðmundur Wium Stefs Blómlegir bændur Hólmfrfður og Guðmundur gerðust bændur fyrir átján árum. Þau tóku upp hefðbundin bústörf til að byrja með og reyndu uið sauðfjárræktina en hjá beim sem og fleiri bændum sáu bau ekki fram á að geta lifað af beirri grein einni saman. Eftir að hafa prófað refarækt og laxeldi eru Hólmfríður og Guðmundur nú orðnir skógræktarbændur en bað er einnig áhugamái beirra ásamt sumarblómaræktun. Siiiiiarblóniaræktin byrjar lijá Húhn- fríði í fcbrúar. Hún sclur blóin á Vopnatirói, Þórshöfn og Raufarhöfn og hcfur að sjálfsögöu nokkur inni hjá scr cn þau ciga þátt í því aft skapa suft- ræna stcmmningn á Frcmra Nýpi. 16 Vikan Hólmfríður og Guðmundur gerðust ekki bændur fyrr en fyrir átján árum þegar þau létu gamlan draum Guðmundar rætast. Fram að því höfðu þau búið í Hveragerði innan um blóm og tré og voru búin að gera allt þar heima við sem hægt var að gera. Að flytjast í Vopnafjörðinn var upplagt enda Guðmundur ættaður þaðan. Þau settust að á Fremra Nýpi og hófu sauðfjárrækt, ásamt allri ræktun umhverfisins þar sem bærinn stóð algjörlega óvarinn veðrum og vindum. Þegar keyrt er heim að Fremra Nýpi í dag er annað umhorfs. Heimili Guðmundar og Hólm- fríðar er umkringt gróðri, -gróðri sem þau hafa ræktað og komið upp í gegnum árin. Tré og runnar mynda skipulega skjólgarða og litrík sum- arblómin gefa sveitinni suðrænan blæ. Ýmsar leiðir færari en sauðfjárræktin Þegar sest er niður í sólskálanum að Fremra Nýpi minnir hitastigið þar á Mið- jarðarhafið. Hafgolan er lokuð úti og kemst heldur engan veginn að bænum þar sem hann er varinn þéttum gróðri. Að líta á Hólmfríði og Guðmund sem sauðfjárbænd- ur er fjarlægt við þessar aðstæður og ennþá síður þegar horft er á vínberjaklasana hanga niður úr loftinu. „Við vorum í sauðfjárræktinni alveg fram á síðasta haust að öllu var slátrað," segir Guðmundur þegar rætt er um bústörfin. „Það er ekki mjög bjart útlit í sauðfjárrækt í dag og var ekki nema rétt að rnaður héldi sig frá hungurmörkum í þeirri grein. Það eru aðrar leiðir færari en sauðfjárræktin." Hólmfríður tekur undir þetta og bætir við að þau séu þannig í sveit sett að geta gert ýmislegt þar sem þau búi nálægt þéttbýli. Yfir veturinn taki Guðmundur t.d. að sér að bólstra húsgögn og hún vinni svolítið í fiski. Blómaræktin taki svo við í febrúar. Hólmfríður og Guðmundur reyndu fyrir sér í refaræktinni á sínum tíma en eins og Guðmundur segir losuðu þau sig við refina áður en þeir gengu frá þeim. Þau segja þá búgrein ekki hafa verið svo slæma hefði hún skilað einhverjum launum. Þau hafi heldur ekki komið jafn illa út úr henni og margir aðrir því þau hafi ekki þurft að skuldsetja sig með byggingu húss þar sem ræktunin hafi farið fram í húsi sem þau áttu fyrir. Að lokinni refarækt fengust Hólm- fríður og Guðmundur við laxeldi í þrjú ár. Þau voru með svokallað sumareldi og var fisknum slátrað á haustin. Að þeirra sögn var laxeldið áhugavert en því fylgdi sífelld barátta þar sem þau voru með það í lóni nærri laxveiðiá og það þótti viðkvæmt. Með skógræktinni í umhuerfisuerkefni Laxeldið var lagt á hilluna og í dag teljast Hólmfríður og Guðmundur skógræktar- bændur. Það er líka sú grein sem þeim þyk- ir skemmtilegust og áhuginn beinist að. Frá því þau fluttu til Vopnafjarðar hafa þau unnið hörðum höndum að því að græða upp landið sitt og nú er það þeirra aðalstarf í samvinnu við Skógrækt Ríkisins. „Við föllum inn í lið í búvörusamningi bænda í sambandi við umhverfisverkefni," útskýrir Guðmundur. „Við höldum beingreiðslun- um sem við höfðum áður en það er launa- liðurinn við að koma niður 20 þúsund plöntum árlega. Skógræktin er yfir þessu verkefni og við vinnum með henni." Þau setja aðallega niður greni, furu, lerki og birki. Gróðursetja allar plöntur í skít til þess að vöxtur þeirra hefjist strax og hlæja að því að þau hafi ekki tíma til að bíða eftir afrakstrinum. Þau séu komin á þann aldur. „Við lifum það ekki að sjá hér nytjaskóg," segir Hólmfríður. „En barnabörnin gera það áreiðanlega.” Þau viðurkenna að smá þolinmæði þurfi í þetta starf en það sjáist þó alltaf árangur af verkinu og spenna sé að sjá hvernig plöntunum reiði af. Fyrir utan skógræktina hjá Hólmfríði og Giiftmiindur og Hóhnfríftur vift vín- bcrjuplöntunu frú Hvcrugcrfti cn síðustu suniur guf lnín uf scr 28 kíló uf bcrjuin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.