Vikan


Vikan - 11.01.2000, Blaðsíða 26

Vikan - 11.01.2000, Blaðsíða 26
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Á síðasia ári birtist í flótta- mannabúðum Kosovo-Albana í Makedóníu gráhærður mað- ur í gallabuxum, bómullarbol og með derhúfu merkta hornaboltaliði. Fæstir flótta- mannanna vissu hver var hér á ferð en hjálparstarfsmenn Sameinuðu bióðanna og Rauða krossins sáu að hér fór leikarinn heimsbekkti Richard Gere. Flestir bekkja orðið stuðning hans við sjálfstæðisbaráttu Tíbetbúa en minni athygli hefur notið starf hans að öðrum mann- réttíndamálum. „Ég styð mörg líknarfélög og hér er ég aðeins kominn til að sjá með eigin augum hvað er að gerast," sagði Richard við blaðamann sem rakst á hann í flóttamannabúðunum. „Ef ég get á einhvern hátt hjálp- að fólkínu hérna bá mun ég gera bað," bættí hann við. m e ð essa hlið á leikaran- um myndarlega þekkja færri en marg- ir töldu hann lengi vel aðeins glaumgosa sem fækkaði fötum á skjánum í því skyni að stæltur líkaminn bætti upp það sem vantaði á leikhæfileikana. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Richard Gere lék í American Gigolo og konur um allan heim dreymdi um hann vakandi og sofandi. Fáir efast orðið um leikhæfileika hans eft- ir að hafa séð myndir á borð við The Cotton Club, Final Analys- is og Primal Fear. Flann er þó ekki hættur að heilla konur og myndirnar Sommersby, Pretty Woman og nýjasti smellurinn Runaway Bride eru ekta stelpu- myndir, eins og strákarnir segja, og töfrar þessa fimmtuga leik- ara virðast ekkert minnka með árunum. Richard Gere er fæddur 31. ágúst árið 1949, næst elstur fimm barna þeirra Flomers og Doris Gere. Þau bjuggu á bóndabæ rétt fyrir utan Syracuse í New York en land- búnaðarkreppan rak Homer til að hætta búskap og sjá þess í stað fjölskyldunni farborða með því að selja tryggingar. Fjölskyldan var mjög tónelsk og tónlist var í hávegum höfð á heimilinu og Richard leikur á trompet, gítar, banjó og píanó. Hæfni hans á trompet kom honum að góðum notum þegar hann lék trompetleikara í The Cotton Club. Richard æfði fim- leika á uppvaxtarárunum og var Hjörtu ótal kvenna slógu örar þegar þær sáu hann í Anierican Gigolo. h u g s j nægilega góður til að hljóta íþróttastyrk til náms í Massachusettsháskóla. Hann hefur sagt í viðtali að það sé margt líkt með fimleikum og leiklist. Undirbúningur og æf- ingar séu geysilega erfiðar bæði líkamlega og tilfinningalega og síðan renni sýningarstundin upp og henni sé lokið á mínútu. Hætti að leika fyrir trompetinn f háskólanum lærði Richard leiklist og heimspeki en hætti eftir tveggja ára nám til að geta farið að leika með áhugaleik- húsi á Cape Cod og í Seattle. Eitthvað brást leiklistin vonum hans í fyrstu því hann ákvað að gerast trompetleikari og bjó í kommúnu með nokkrum rokktónlistarmönnum í Vermont um tíma. Til allrar lukku ákvað hann þó að gefa leiklistinni annað tækifæri og fékk hlutverk á sviði í söng- leiknum Grease en uppsetning- in var sýnd bæði í New York og í London. Fyrsta hlutverk hans í kvikmynd var í Report to the Commissioner árið 1975, þar lék hann hórumangara. Hlut- verkið var lítið og skilaði hon- um engu. Það var ekki fyrr en árið 1977, þegar hann lék morð- ingjann sem Diane Keaton tek- ur með sér heim af bar í Wait- ing for Mr. Goodbar, að menn tóku að veita honum athygli. Næst komu myndir á borð við Days of Heaven og American Gigolo. Þessar tvær slógu engin aðsóknarmet en hjörtu þeirra ó n i r kvenna sem sáu myndirnar slógu talsvert örar þegar þær fóru en áður en þær komu inn í kvikmyndahúsið. Það var svo loks árið 1982 að An Officer and a Gentleman kom og Ric- hard Gere var orðinn stjarna. Blöðin kölluðu hann leikar- ann sem átti frama sinn John Travolta að þakka því John hafði afþakkað aðalhlutverkið í þessum þremur myndum áður en það var boðið Richard Gere. Hann fékk líka það orð á sig að vera hálfgerður villingur og sögur fóru af kvennafari hans og drykkjuskap. Um það leyti sem An Officer and a Gentlem- an kom út kynntist hann hins vegar búddatrú og skipti snögg- lega um lífsstíl. Hann tók upp zenbúddatrú og hallaðist að tíbetsku útgáf- unni af þeim trúarbrögðum. Hann segist fyrst hafa fengið áhuga á málefnum Tíbets eftir að hann heimsótti tíbetskar flóttamannabúðir í Indlandi. Fólkið þar hafði mikil áhrif á hann. „Það hafði svo næman skilning á því sem raunverulega skiptir máli í lífinu." segir hann. Eftir það hefur hann barist op- inberlega fyrir því að Tíbet losni undan yfirráðum Kína og hefur verið í hugum margra andlit þeirrar baráttu á alþjóða- vísu. Hann er einn af fáum út- lendingum sem fengið hafa að hitta Dalai Lama og margir hafa gert því skóna að allur sá tími og vinna sem hann eyddi í þágu Tíbet hafi gert það að verkum að starfsframi hans 26 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.