Vikan


Vikan - 11.01.2000, Blaðsíða 27

Vikan - 11.01.2000, Blaðsíða 27
sjálfs stóð mjög í stað um tíma. Á tímabilinu 1985-1989 lék hann í ákaflega misheppnuðum myndum en þar á meðal má nefna King David, No Mercy, Power og Miles from Home. Árið 1990 tókst honum loks að komast á skrið aftur með myndunum Internal Affairs og Pretty Woman. Ári síðar giftist hann ofurfyrirsætunni Cindy Crawford en samband þeirra hafði staðið í fjögur ár og hafði hleypt af stokkunum þúsundum fyrirsagna í slúðurblöðunum. Ekki fækkaði fréttum af þeim eftir giftinguna. Richard hafði alla tíð sýnt réttindabaráttu homma og lesbía samúð og get- gátur um að parið væri samkyn- hneigt og hjónabandið ein- göngu að nafninu til voru orðn- ar svo þrálátar ásamt fréttum af framhjáhaldi beggja að þau sáu sig að lokum tilneydd árið 1994 til að kaupa heiisíðuauglýsingu í Times í London þar sem hvoru tveggja var neitað. Cínflv vildi vera í fyrsta sæti Hjónabandið entist ekki lengi eftir þetta og í desember sama ár sendu þau frá sér yfir- lýsingu um að þau væru að skilja. Richard hefur alltaf neit- að að ræða samband sitt við fyr- irsætuna eins og reyndar flest annað er lýtur að einkalífi hans. Cindy, sem nýlega gifti sig í annað sinn, segir hins vegar að það hafi frekar verið sín sök en hans að hjónabandið misheppn- aðist. „Ég átti eftir að taka út mikinn þroska sem persóna," segir hún en fyrirsætan er 17 árum yngri en Richard og var aðeins 22 ára þegar þau byrj- uðu fyrst að vera saman. Hún segir einnig að trúarhiti hans og hugsjónastarf hafi staðið í veg- inum. „Allur sá tími sem hann varði til trúariðkana utan starfs- tíma, en vinnutími hans var langur, gerði það að verkum að ég spurði oft: Hvað um mig? Hvenær kemur röðin að mér?1' Richard á um þessar mundir í ástarsambandi við leikkonuna Carey Lowell en hún var eitt sinn Bond-stúlka. Hún leikur nú hlutverk saksóknara í þátt- unum Lög og regla (Law and Order) sem sýndir hafa verið á Stöð 2. Um hana hefur Richard sagt: „Stúlkan er svo fyndin - alveg stórkostlegur grínisti. Auk þess er hún einlægur búddisti og það hjálpar sannar- lega. Hún var það áður en við kynntumst sem gerir hlutina enn betri. Ef maður fetar ákveðinn stíg er það mjög slæmt ef makinn vill ekki fara sömu leið." Stígur Richards hefur Ieitt hann til þess að tala víða opin- berlega um málefni Tíbets með- al annars notaði hann tækifærið árið 1993, þegar hann var feng- inn til að afhenda óskarsverð- laun, til að minna á þann mál- stað og það varð til þess að hann hefur ekki verið beðinn um að opna umslagið aftur. Hann gaf einnig út ljósmynda- bókina Pilgrim þar sem prent- aðar eru ljósmyndir sem hann hefur tekið á ferðum sínum um Tíbet. Ágóði af sölu þeirrar Fyrir leik sinn í l’riiiial Fear lilaut Kichard einróma liif' gagnrýnenda. bókar rennur til Richard Gere stofnunarinnar sem hann stofn- aði til að vekja athygli á málum Tíbeta. Lífið er til að læra af Á undanförnum árum hefur frami hans í kvikmyndum geng- ið upp og niður líkt og á níunda áratugnum. Primal Fear fékk góðar viðtökur bæði gagn- rýnenda og áhorfenda en Mr. Jones, Intersection og First Knight voru umdeildari. Árið 1997 gerði hann myndina Red Corner að því er talið var frem- ur af pólitískum ástæðum en beinlínis til að koma á framfæri góðri kvikmynd. Seinna sama ár lék hann í myndinni um Sjakalann (The Jacal) og um hlutverk sitt þar sagði hann: „Ég hugsaði um það eitt að reyna að vinna í anda þeirrar sannfæringar minnar að ofbeldi eigi að reyna að útrýma í hvaða mynd sem það birtist." Nýjasta mynd hans, Runaway Bride, er vinsæl og mun líklega verða honum til framdráttar í kvikmyndaheiminum. Richard sjálfur er hinn rólegasti yfir misjöfnum gæðum mynda sinna og segir: „Ég efast um að ég myndi gera hlutina öðruvísi. Það er ekki eins og ég hafi gert einhver hræðileg, óafturkallan- leg mistök sem hafi eyðilagt allt. Ég held að mistök í starfi séu verðmæt og til að læra af." Lífsspeki sína tjáir hann svo með þessum orðum: „Ég tel að það sé ástæða fyrir öllu sem gerist. Það er hluti af lærdóms- ferli Iífsins en allt lífið er til að læra af."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.