Vikan


Vikan - 18.07.2000, Blaðsíða 4

Vikan - 18.07.2000, Blaðsíða 4
Kæri lesandi -y að má mikið vera ef M ekki er að birta til. Nú á ég ekki við M. veðrið heldur annað nmn mikilvœgara. Ég held nefnilega að nú hafi verið stig- ið stórt skrefí áttina að frelsi og heilbrigði ungra kvenna víða um heim. Kannski er þetta full mikil bjartsýni hjá mér, en ég bind samt vonir við að þetta skrefsé aðeins það fyrsta og að mörg fleiri verði stigin á nœstunni. Þetta merka skrefsem ég er að tala um er sameiginleg ákvörð- un breskra ritstjóra um að birta ekki upphefjandi myndir af ir að birta HIP stúlkum sem greinilega þjást af lystarstoli. Mikið var! Undanfarna tvo áratugi, og reyndar vel liðlega það, hefur því verið haldið að konum (og sérstaklega ungum konum) að það sé œskilegt að líta út eins og sveltur fangi. Afleiðingar þessa eru að koma í Ijós víða um hinn vestræna heim og sí- fellt fleiri ungar konur eru að verða fórnarlömb þessarar tísku. Þœr þjást af alvarlegum nœringarskorti, höfuðverkjum, síþreytu og kulda svo eitthvað sé nefnt og sumar þeirra eiga jafnvel á hœttu að fá beinþynn- ingu á unga aldri og að eyði- leggja möguleika sína á barn- eignum. Málið er grafalvarlegt og það er reyndar undarlegt að ekki hafi verið tekið á þvífyrr, því þroskaðar konur, með heil- brigðisstéttirnar um allan heim sér við hlið hafa reynt að hafa áhrifá það áratugum saman. Og hvað gerist á Islandi eftir þessa merku ákvörðun bresku ritstjóranna? Megum við áfram eiga von á að módelskrifstof- urnar sendi tággrannar stúlkur heim með það ífarteskinu að þœr séu því miður alltof feitar? Ég þekki sjálfdœmi þess að ungri, íslenskri stúlku sem þjáðist af lystarstoli var sagt að fara heim og léttast um að minnsta kosti fjögur kíló til að geta farið í tökur. í þessu blaði er viðtal við Heiðdísi Sigurðardóttur sem annast hefur marga átröskun- arsjúklinga. Það er merkilegt viðtal sem vonandi opnar augu sem flestra fyrir því hvaða skilaboð samfélagið er að senda upprennandi kynslóð- um. Best vœri efað þeir sem málið varðar sœju hversu al- varlega við vegum að komandi kynslóð með því að halda að henni stöðlum um útlit. Lifi frelsið, við eigum ekki öll að líta eins út. Lifi fjölbreytileikinn og heil- brigðið! Og fjölbreytileikinn er mikill í Vikunni að vanda, íþessu blaði er viðtal við Björgu Jóns- dóttur leikskólakennara og verkalýðsfrömuð og nemendur á Hólum, þar er líka að finna margar ólíkar greinar, jafnt um alvarleg málefni sem léttmeti. Við bjóðum ttpp á handa- vinnu, krossgátur og lífs- reynslusögur eins og alltaf og ofan á allt saman er í blaðinu fyrsta spurning í síðari hluta Sumarleiks Vikunnar og Sam- vinnuferða- Landsýnar. Taktu þátt í leiknum og kannski kemstu til Peguera í haust! Njóttu Vikunnar Jóhanna Harðardóttir, ritstjóri Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir, vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði hf. Seljavegi 2, simi: 515 5500 fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson, sími: 515 5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, sími: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, Guðriður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir vikanaugl@frodi.is. Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrímsson. Verð I lausasölu 459 kr. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. á eintak. Ef greitt er með gíróseðli 390 kr. á eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Áskriftarsími: 515 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.