Vikan - 18.07.2000, Blaðsíða 35
vörur. Fljótlegt, gott og öðru-
vísi nesti í lautarkörfuna.
1 pakki tortillaspönnukökur
FYLLING NO. t
1 fjórar pönnukökur
4 msk. guacamole dip
4 msk. salsa dip, millisterkt
1/2 höfuð fries salat
(eða annað ferskt salat)
2 bufftómatar
1 salatlaukur
4 sneiðar millisterkur ostur
ADFERÐ
Takið pönnukökurnar úr
pakkanum og dreifið þeim á
borðið. Smyrjið 1 msk. gu-
acamole og 1 msk. salsadip á
annan helming pönnukök-
unnar. Skerið tómatana í
sneiðar og laukinn smátt og
dreifið á pönnukökurnar.
Setjið salatið þar ofan á og að
síðustu setjið þið ostsneið
ofan á allt saman. Rúllið
pönnukökunum upp og
pakkið þeim inn
FYLLING NO. 2
I fjórar pönnukökur
4 msk. baunamauk frá
Casa Fiesta
4 msk. Casafiesta ostur
4 msk. salsa dip millisterkt
1/2 höfuðfries salat
(eða annað salat)
1/2 agúrka
1 gulrót, skorin í
þunnar sneiðar
4 msk. smátt saxaður
graslaukur
ADFERD
Smyrjið 1 msk. af bauna-
mauki á hverja pönnuköku
og ostinum þar ofan á. Sker-
ið agúrku og gulrót í þunnar
sneiðar, saxið graslaukinn
smátt og rífið salatið niður.
Dreifið grænmetinu á pönnu-
kökurnar, rúllið þeim upp og
pakkið þeim inn.
Verið ykkur að góðu og
góða ferð í lautina.
PÍTUBRAUD MEÐ
TVENNS KONAR
FYLLINGU
1 pakki pítubrauð
Takið pítubrauðin úr pakk-
anum og opnið þau.
FYLLING NO. 1
Fyrir 4 pítubrauð
1/2 haus grœn salatblöð
200 g rœkjur
200 g grœnar baunir
(frosnar)
2 msk. sellerí, smátt saxað
1 dl sýrður rjómi
1 msk. majónes
1 msk. sítrónusafi
1 msk. hunangssinnep
salt og pipar eftir smekk
ADFERÐ:
Þíðið rækjur og baunir.
Blandið saman rækjum,
baunum og smátt söxuðu sell-
erí. Hrærið saman sýrðum
rjóma, majónesi, sítrónusafa
og sinnepi. Blandið því sam-
an við fyllinguna og kryddið
með salti og pipar
Fyllið pítubrauðin með
grænu salati og rækjufyllingu.
FYLLING NO. 2
Fyrir 4 pítubrauð
1/2 haus grœn salatblöð
150 gfetaostur
4 kirsuberjatómatar
1/2 agúrka
2 msk. graslaukur
5 niðursneiddar radísur
1 dl sýrður rjómi
1 msk. majónes
1 tsk. hunang
salt og pipar eftir smekk
ADFERÐ:
Blandið saman fetaosti,
tómötum, sem hafa verið
skornir í tvennt, smátt saxaðri
agúrku, smátt söxuðum gras-
lauk og radísum skornum í
sneiðar. Hrærið saman sýrð-
um rjóma, majónesi og hun-
angi. Blandið því saman við
grænmetið og kryddið með
salti og pipar.
Fyllið pítubrauðin með
grænu salati og grænmetisfyll-
ingu
TORTILLAS-
PÖNNUKÖKUR
Tortillaspönnukökur fást
átta saman í pakka. Þær eru
til í tveimur stærðum og með
mismunandi bragði. Eg kýs
þessar venjulegu, minni
stærðina. Sem fyllingu nota
ég grænmeti og Casa Fiesta
Vikan 35