Vikan


Vikan - 18.07.2000, Blaðsíða 28

Vikan - 18.07.2000, Blaðsíða 28
Fann enga hugarro Á dögunum las ég lýsingu manns á buí huernig hann eyðilagði líf sitt með drykkju. Hann lýsti Uuí huernig uanlíðanín uar alltaf eins og steinn í maganum á honum tiott ott hafi margt gott gerst og lífið hafi í raun brosað uið honum. Ég skildi ná- kuæmlega um hvað hann uar að tala. fllla æui hef ég lifað með hungan stein í maganum sem kemur í ueg fyrir að ég geti notið nokkurs augnabliks, huersu ánægjulegt sem bað í raun er. Ég man uel huenær bessi tilfinning byrjaði fyrst. / g var tólf ára þegar mamma mín veiktist alvarlega. Ég var send í sveitina til afa og ömmu meðan hún var að ná sér og yngri systur mínar fóru til móðursystra minna. Pabbi átti nóg með að sinna vinnu sinni og veikri konu heima svo hann treysti sér ekki tii að hafa okkur. Ég var mjög sár yfir því að þurfa að fara í burtu því systur mínar voru þó í sama bæ og mamma og gátu hitt hana. Ég fékk einungis að tala við hana í síma og sökn- uðurinn var sár. Amma var bjart- sýn og glaðlynd kona sem vildi ekki hlusta á eitthvert þunglynd- ishjal svo ég leitaði mikið til afa í sorg minni. Hann reyndist hins vegar ekki trausts míns verður því vanlíðan mín gaf honum tæki- færi til að misnota mig kynferð- islega. Þetta braut mig gersam- lega niður og ég fór að fara ein- förum. Ég gekk á fjöll í nágrenn- inu og hvarf yfirleitt frá bænum um leið og ég gat. Ég gerði allt sem í mínu valdi stóð til að forðast afa en honum tókst alltaf að ná í mig af og til. Að sumarfríi loknu fór ég heim til að byrja í skólanum og óskap- lega var ég fegin. Nú var raun- um mínum lokið og líf mitt mundi falla samt lag aftur en sú varð ekki raunin. Mamma var enn mikið veik og ég gat ekki lagt það á hana að segja henni hvað pabbi hennar hefði gert undir þessum kring- umstæðum. Ég þorði ekki að tala við pabba og ef satt skal segja treysti ég ekki karlmönnum of vel eftir reynslu mína í sveitinni. Lögð í eínelti árum saman í skólanum varð ég svo fyrir al- varlegu áfalli þegar besta vin- kona mín sveik mig og breiddi út þær sögur að ég hefði látið bekkjarfélögum mínum og drengjum í öðrum bekkjum í té lýsingar á líkamlegu atgervi bekkjarsystra minna. Ég átti að hafa notað leikfimitímana til að mæla þær út og skrifað niður lýs- ingar á eftir. Þegar ég gekk eftir að fá að sjá þessa pappíra var það ekki hægt en allir trúðu því samt að þeir væru til. Eftir þetta var ég útskúfuð frá öllu félagslífi í skólanum og enginn vildi tala við mig. Ég varð að láta eins lítið fyr- ir mér fara og ég gat því ég vissi aldrei hver yrði til að ráðast á mig næst og hvernig það yrði. Einn bekkjarbróðir minn lék sér að því þegar snjór var að keyra mig nið- ur í snjóinn og gefa mér ekkert færi á að standa upp. í hvert sinn sem ég reyndi það sparkaði hann mér um koll aftur og nuddaði andlitinu upp úr snjónum. Ann- ar elti mig heim úr skólanum með félaga sínum og lét ónefni og við- bjóð dynja á mér alla leiðina. Ég var svo hrædd við þessa drengi að ég þorði ekki út úr húsi. Ef mamma þurfti að senda mig út í búð reyndi ég að laumast í gegn- um bakgarða og þvælast fáfarn- ar leiðir til að tryggja að ég kæm- ist óséð í búðina og heim. Stund- um tókst það og stundum ekki. Ég fékk hins vegar oft skammir frá mömmu fyrir það að drolla í sendiferðum. Vanlíðanmínjókst með hverjum deginum og að lok- um tók pabbi eftir að eitthvað var að. Hann gekk hart á mig að segja sér hvað það væri og ég stundi því upp eftir mikið þref af hans hálfu, að mér væri strítt í skólanum. Pabbi talaði við kennarann og næst dag hélt hann ræðu yfir krökkunum að mér fjarstaddri. Þar sagði hann að ég hefði að vísu breyst úr glaðlyndri skemmtilegri stúlku og ófélags- lyndan fýlupoka en það væri ástæðulaust að þau væru vond við mig fyrir það. Þarna fengu krakkarnir einmitt það sem þau þurftu. Hegðun þeirra var skiljanleg í ljósi þess að ég hafði breyst. Þau pössuðu líka að ég fengi að frétta allt sem kennarinn hafði sagt þannig að engin hætta var á rang- hugmyndum um að ég ætti mér einhvers staðar bandamann. Ég brást við eins og jafnan áður, dró mig eins langt inn í skei mína og ég gat og fór einförum. Ég gekk langar leiðir á hverjum degi. Að skóla loknum fór ég sjaldnast heim heldur gekk í aðra bæjar- hluta og helst eins langt frá mín- um og komist varð. Stundum fór ég inn í opnar forstofur húsa til að hlýja mér og þar vann ég heimavinnuna mína. Oft kom það fyrir að fólk sem átti leið um tók mér illa og rak mig út. Ég reyndi að ljúga því að ég ætti þarna heima eða væri að bíða eft- ir vinafólki sem ekki væri heima en var þá skipað að bíða úti. Sumir létu mig afskiptalausa, enda var ég ekki að gera neitt. Andstyggilegar uínkonur Það sem eftir var grunnskólans leið ævi mín svona. Ég gat tæp- lega beðið eftir að komast í fram- haldsskóla því ég trúði því að þá myndi allt breytast. Fyrsta árið mitt í menntaskóla kynntist ég svo stelpnahóp og varð hluti af klíkunni. Mér þótti svo vænt um að þær leyfðu mér að vera með að það var ekk- ert sem ég ekki hefði gert fyrir þær. Sennilega hafa þær skynjað það á einhvern hátt því nokkrar þeirra notuðu mig bókstaflega eins og þjónustustúlku. Þær sendu mig út í búð fyrir sig, fengu mig til að vinna verk sem þeim var ætlað að gera á heimilum sín- um og létu mig hringja í stráka sem þær voru skotnar í til að Vanlíðan mín gaf honum tækífæri til að misnota míg kynferðislega. 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.