Vikan


Vikan - 18.07.2000, Blaðsíða 6

Vikan - 18.07.2000, Blaðsíða 6
Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson og Eydís Einarsdóttir Flótti úr suokölluðum láglaunastörfum er ein afleíðing góðærisins og trúlega finnur yngsta kynslóð landsins einna mest fyrir puí um pessar mundir. Leíkskólar landsins eru illa mannaðir og gífurlegur fjöldi leik- skólakennara hefur skipt um starfsuettuang og fundið sér betur launuð störf. Björg Bjarnadóttir, formaður fé- lags leíkskólakennara, hefur staðið sem klettur með sínum félagsmönnum og barist ötullega fyrir bættum kjörum sinnar stéttar. Hún ueit trúlega manna best huerníg ástandið er á leikskólunum og hefur sínar skoðanir á Duí huað sé hægt að gera til að sporna uið bessari ógnuænlegu bróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. „Leikskólagjöld eru ekki það há í dag aö tlestallir gcta leyft sér aft hafa hörnin sín í leikskóla, cn það eru hópar í þjóftfélag- inu seni minna mega sín og gcta ekki liaft börnin í Icikskóla." wftrm W-Jb' - ' B -sV j \vEæ Björg þekkir starf leik- skólakennara vel því hún starfaði lengi inni á leikskólum áður en hún hóf skrifstofustörf. „Ég útskrifaðist sem leikskóla- kennari árið 1978 og fór þá strax að starfa á leikskólum borgarinn- ar og vann hjá borginni allan tím- ann meðan ég vann á leikskól- um fyrir utan eitt ár sem ég starf- aði á skóladagheimili á Landa- koti. Ég fann fljótt að það hent- aði mér ekki því mér finnst börn- in skemmtilegri eftir því sem þau eru yngri. Árið 1982 fékk ég leik- skólastjórastöðu á Arnarborg og starfaði þar í 11 ár. Ég ber alltaf ákveðnar taugar til Arnarborgar, mér finnst það vera minn leik- skóli. Lengi vel fór ég í heimsókn þangað en starfsmannahaldið er þess eðlis að allir mínir sam- starfsmenn eru hættir og þar þekkir mig enginn l'engur." Eftir langt og farsælt starf með börnunum ákvað Björg að fara að vinna að hagsmunum barn- anna á öðrum vettvangi og fór að starfa fyrir félagið. Hún var kjör- in varaformaður árið 1993 og svo formaður árið 1996. Miklar breytingar hafa orðið á félaginu á undanförnum árum og þá kannski helst þær að fóstrurnar tóku upp nýtt starfsheiti, leik- skólakennari, sem margir eiga erfitt með að venjast. Hvað finnst gömlu fóstrunum um þetta starfsheiti? „Ég held að þeim þyki þetta eðlileg og góð þróun. Þeim þyk- ir vænt um gamla starfsheitið og margar kalla sig ennþá fóstrur. Á gleði- og hátíðarstundum með þeim höfum við sagt að þeim ein- um er það liðið, þessum elstu sem byrjuðu kannski 1950, að kalla sig fóstrur. Það tekur sinn tíma að breyta þessum viðhorfum." Sífellt meiri kröfur gerðar til okkar Var þessi starfsheitabreyting ekki bara hluti af kjarabarátt- unni? „Jú, þótt það sé ekki farið að skila sér nægjanlega. Þessi breyt- ing hefur áhrif í viðhorfamótun hjá foreldrum, sveitastjórnar- mönnum og þeim sem hafa völd- in og ekki síst fyrir hópinn sjálf- an, held ég. Þótt starfið hafi ekki tekið stakkaskiptum með því að breyta um starfsheiti hafa störf- in verið að breytast og það er sí- fellt farið að gera meiri kröfur til leikskólakennara. Það var árið 1994 þegar ný lög um leikskólann voru samþykkt að við fengum nýja starfsheitið, leikskólakenn- ari, en að baki breytingunni var langur aðdragandi innan félags- ins. Nú er menntunin komin und- ir einn hatt í Kennaraháskóla ís- lands og sömu inntökukröfur og sama námslengd fyrir alla kenn- ara. Nú er farið að líta meira á leikskólann sem menntastofnun. Kröfurnar að börnin læri ýmis- legt í leikskólanum hafa aukist til muna en áður fyrr var meira lit- ið á hann sem geymslustofnun. Heimsmyndin hefur breyst svo hratt. Núna fá börnin ekki það heima sem þau fengu kannski fyrir 10-20 árum. Þetta kallar að sjálfsögðu á nánari samskipti þessara hópa kennara, þ.e. grunnskóla- og leikskólakennara og störf þeirra ættu að skarast meira. í Reykjavík eru uppi hug- myndir um að byggja skóla sem bæði hýsir leik- og grunnskóla og ég fagna þeim hugmyndum. Úti á landi virðist samstarfið á milli stéttanna vera meira og betra. Það sýnir sig líka að einangrun- in er oft mest í fjölmenninu hér í Reykjavík. Þar sem námið er komið á háskólastig er eðlilegt að kröfurnar aukist sem kallar á meiri ábyrgð í starfi og hærri laun. Það á virkilega eftir að reyna á þetta í næstu samning- num því í þeim síðustu var nám- ið ekki komið á háskólastig." Flótti úr stéttinni Nú virðist viðhorfið til leik- skólakennara vera á þá leið að þeir ættu að fá hærri laun, en al- mennt er fólk ekki tilbúið til að greiða hærri dagvistargjöld eða þurfa að leggja sjálft út fyrir launahækkuninni. „Við í stéttinni verðum alltaf reið og pirruð þegar við fáum það framan í okkur að foreldrarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.