Vikan


Vikan - 18.07.2000, Blaðsíða 56

Vikan - 18.07.2000, Blaðsíða 56
Texti: Steingerður Steinarsdó11 i r Lína Langsokkur kann að vera sterkasta stelpa í heimi en Athina Roussel er án nokkurs vafa sú rík- asta. Hún er einkaerfíngl gífurlegra auðæfa afa síns, skipakóngsins gríska Aristotle Onassis, sem var sagður ríkasti maður í heimi meðan hann lifði. Þótt birgðir Línu Langsokks af gullpeningum séu kannski ekki sambærilegar við fjárhirslur Athinu eiga bær annað sameiginlegt. Báðar misstu móður sína ungar. Christina Onassis móðir, Athinu, var ákaflega óham- ingjusöm kona og margir hafa tekið hana sem dæmi um manneskju sem gífurleg auðæfi færðu allt annað en hamingju. Christina pjáðist af minnimáttarkennd og átti hrjú misheppnuð hjónabönd að baki begar hún kynnist Thierry Roussel föður Athinu. Christina dó úr hjartaáfalli árið 1988 begar Athina var bríggja ára og töldu læknar að bað mætti Ath,"a"" rekja til ofnotkunar ýmissa ró- „rénhíó andi lyfia og megrunarlyfja. band þein var ætíð stormasan pa í heimi Thierry Roussel var vel þekktur sem kvenna- bósi þegar hann kynnt- ist Christinu. Hann er Frakki og lifði ljúfu lífi í Cannes og Monte Carlo, oftast á kostn- að kvenna. Margir vina Cristinu vöruðu hana við að treysta hon- um. Síðar kom á daginn að hann var tæplega traustsins verður þegar kvenfólk var annars vegar en hann reyndist henni mun bet- ur en þeir ævintýramenn sem höfðu seilst eftir auðæfum föður hennar gegnum hana. Christina þráði heitt að eignast barn og eft- ir langa og erfiða meðferð tii að auka frjósemi varð hún loks ófrísk. Athina litla var auga- steinn móður sinnar og það var ekkert sem hún ekki var tilbúin að gera fyrir hana. Jafnvel þegar hún komst að því að eiginmaður hennar hafði um árabil haldið við sænska fyrirsætu Marianne „Gaby“ Landhage, grátbað hún hann um að halda hjónabandinu áfram, Athinu vegna. Thierry reyndi en honum til afbötunar má segja að Christina var mjög erfið í sambúð. Hún var þung- lynd, notaði mikið af lyfjum og var ákaflega viðkvæm sál sem auðvelt var að særa. Roussel vildi vera dóttur sinni góður faðir og honum þótti mjög vænt um Christinu. Hann gafst upp árið 1987 og tók saman við Gaby og hefur verið henni trúr og góður eiginmaður síðan. Hann umgekkst dóttur sína mik- ið allt þar til móðir hennar dó og reyndi aldrei að taka barnið af henni þótt hann vissi að Christ- ina ætti oft í andlegum erfiðleik- um. Thierry var henni sömuleið- is góður vinur eftir því sem Christina sagði sjálf. Faðirinn dæmdur fyrir meiðyrði Eftir að Christina dó hófust löng og erfið málaferli milli Thi- erry og grísku kaupsýslumann- anna sent Christina hafði skipað fjárhaldsmenn dóttur sinnar í erfðaskránni. Thierry hafði tek- ið dóttur sína, eftir að Christina dó, og hún bjó hjá hoitum, stjúp- móður sinni og hálfsystkinum. Kaupsýslumennirnir ásökuðu Thierry um að sóa og eyða pen- ingum dóttur sinnar í sjálfs síns þágu og héldu fjálglegar ræður um að hann hefði svipt hana gríska menningararfinum sem hún ætti tilkall til. Þetta eru hálf- hlægilegar áskakanir þegar haft er í huga að Athina hefur aldrei búið á Grikklandi og steig í fyrsta sinn fæti sínum á gríska jörð, þeg- ar áratugur var liðinn frá því móðir hennar dó, þá var Athina þrettán ára. Stúlkan er mikil málamanneskja og talar frönsku, sænsku og ensku og hrafl í grísku og hefur því möguleika á að til- einka sér margvíslega menningu. Eitt fáranlegasta málið sem upp kom í deilum Thierry við grísku kaupsýslumennina var þegar hann sakaði þá um að hafa lagt á ráðin um að ræna dóttur sinni með hjálp ísraelskra leyni- þjónustumanna. Um það bil sex ár eru síðan þetta var og grísku fjárhaldsmennirnir kærðu Rous- sel fyrir meiðyrði og ærumeiðing- ar. Fjárhaldsmennirnir viður- kenndu að hafa ráðið mennina sem Roussel var að tala um í vinnu en þverneituðu að það hefði verið í þeim tilgangi að ræna Athinu. Þeir sögðu að eina ástæðan hefði verið sú að þeir hefðu viljað kanna ástand örygg- ismála á Rousselheimilinu. Grískur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Thierry Roussel væri sekur um meiðyrði og að hann hefði framið meinsæri fyr- ir réttinum. Hann var dæmdur í Athina Roussel þykir mjög lík móður sinni cn laglegri en hún var. 56 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.