Vikan - 18.07.2000, Blaðsíða 44
„Ef þú ert svona viss um að
við höfum sést áður hvers
vegna segir þú mér ekki hvar
og hvenær það var og hættir
þessum skrípaleik?" spurði
Annie reiðilega.
Hann hristi höfuðið og
benti á vínglasið. „Smakkaðu
á víninu.“
„Var það í Englandi? í
London?“
„Þú græðir ekkert á þessum
getgátum. Pað kemur að því
að þú getur sjálf svarað þess-
um spurningum.“
Hún var farin að geta lesið
í svipbrigðin, augnaráðið og
munnsvipinn sem ýmist var
mildur eða harðneskjulegur.
Hann hafði ekki neitað því að
þau hafi hugsanlega hist í
Englandi en samt gat hún les-
ið úr svip hans að það hafi
ekki verið þar. Hvar gæti það
hafa verið? Hún var ákveðin
í því að veiða upp úr honum
sannleikann.
„Var það í Ameríku?“
Hann hló og hristi höfuð-
ið.
Það komu ekki mörg lönd
til greina. Enn sem komið var
hafði Annie ekki ferðast víða.
„Var það hérna? I Frakk-
landi."
Hann svaraði ekki en aug-
un ljómuðu eins og svartar
stjörnur.
„Það var sem sagt í Frakk-
landi,“ sagði hún varlega.
„Ertu að segja að þú sért
farin að trúa því að við höfum
hist áður?“ spurði hann ákaf-
ur. í þetta sinn var það hún
sem svaraði ekki. Hún þurfti
þess ekki, roðinn í kinnunum
og augnaráðið töluðu sínu
máli.
Að síðustu svaraði hún:
„Ég veit að þú trúir því. En
því miður verð ég að segja að
ég man alls ekki eftir jrví að
hafa hitt þig áður. Ég hef
komið nokkrum sinnum til
Frakklands, síðast var ég tvær
vikur í Normandy með vin-
konu minni og systur henn-
ar. Við gistum á yndislegu
hóteli í Caborg, við sjóinn.
Það var mjög heitt þetta sum-
ar og við vorum meira og
minna á ströndinni. Var það
þar sem við hittumst?"
Hann hristi höfuðið, drakk
af víninu og hallaði sér aftur
í stólnum. Augun voru hálf-
lokuð og hann rétti úr fót-
leggjunum á gólfinu. Annie
gat ekki stillt sig um að stara
á hann. Hún horfði á stinna
vöðvana hreyfast undir skyrt-
unni þegar hann dró andann.
Hann var karlmannlegur og
fallega vaxinn. Hún gat ekki
neitað því að hann var mjög
kynþokkafullur.
Hún mætti augnaráði hans
en leit svo undan og roðnaði.
„Jæja, segðu mér hvenær
nú við hittumst.“ Hún
skammaðist sín fyrir hugsan-
ir sínar. Vonandi hafði hann
ekki séð hvað hún var að
hugsa. „Það er ekki nema
sanngjarnt. Hvers vegna í
ósköpunum viltu ekki segja
mér það?“
„Vegna þess að þú verður
að muna það án minnar að-
stoðar,“ sagði hann.
„Hvers vegna?“ spurði hún
þrjóskulega.
Hann lét sem hann heyrði
ekki spurninguna. „Fáðu þér
eitthvað að borða. Þú lítur út
fyrir að þarfnast þess.
Kannski er það þess vegna
sem þú ert svona skapvond.“
„Ef ég er í vondu skapi er
það vegna þess að þú heldur
mér hér nauðugri! “ sagði hún
reiðilega, greip um vínglasið
og þambaði úr því. Hann
horfði á hana glettnislega.
„Varlega nú! Ef þú ert óvön
því að drekka vín getur þú
orðið drukkin ef þú drekkur
of hratt.“
Hún teygði sig eftir flösk-
unni sem stóð á miðju borð-
inu en Marc tók af henni
flöskuna og hellti örlitlu í
glasið hennar áður en hann
fyllti sitt eigið. „Fáðu þér að
borða áður en þú drekkur
meira. Það er ekki gáfulegt að
drekka á fastandi maga,“
sagði hann föðurlega.
„Viltu gjöra svo vel að
hætta að hugsa fyrir mig.“ En
hún varð að viðurkenna að
hann hafði rétt fyrir sér. Mat-
urinn var ljúffengur; salatið,
osturinn og brauðið. Með sal-
atinu hafði hann útbúið ljúf-
fenga sósu úr sítrónusafa,
ólívuolíu og jurtakryddi.
Annie tók rösklega til matar
síns. Taugastríðið virtist hafa
örvað matarlystina. I eftirmat
fengu þau sér ávexti og það
albesta kaffi sem Annie hafði
nokkru sinni smakkað. Hún
sagði honum það og hann
glotti.
„Þakka þér fyrir. Leyndar-
málið á bak við gott kaffi eru
nýmalaðar kaffibaunir. Það á
aðeins að mala nákvæmlega
það sem þarf að nota hverju
sinni til þess að kaffið glati
ekki rétta bragðinu."
„Ég drekk alltaf skyndi-
kaffi heima,“ viðurkenndi
hún og hann fitjaði upp á nef-
ið.
„Skyndikaffi? Það er ekki
hægt að bera þetta tvennt
saman.“
„Líklega ekki, en venjulega
hef ég hvorki tíma né orku til
þess að standa í því að mala
kaffibaunir. Ég vinn hörðum
höndum flesta daga vikunn-
ar og er dauðþreytt þegar ég
kem heim. Þá langar mig bara
til að slaka á; horfa á sjón-
varpið, lesa tímarit eða fara í
heitt bað, til þess að gleyma
erfiði dagsins. Ég geri ráð fyr-
ir að þú hafir sömu hugmynd-
ir um tónlistarfólk og flestir
virðast hafa; að við séum bara
að leika okkur í upptökuver-
um og á ferðalögum um
heiminn, og að fæst okkar
hafi nokkra tónlistarhæfi-
leika. En þetta er ekki hægt
að segja um þá sem ég vinn
með. Við vinnum hörðum
höndum, æfum sama lagið
upp aftur og aftur og þurfum
oft að taka það upp margsinn-
is áður en tæknimennirnir eru
ánægðir. Þér er óhætt að trúa
því að þetta er þreytandi og
fer illa með röddina. Tón-
leikaferðalögin eru jafnvel
erfiðari, við æfum á daginn,
höldum tónleika á kvöldin og
ferðumst um heilu heimsálf-
urnar. Tónleikaferðirnar eru
svo sannarlega engar
skemmtiferðir.“
Hann leit á hana og brosti.
„Það eina sem ég sagði var
að nýmalað kaffi væri betra
en skyndikaffi. Ekkert er
meira fjarri mér en að gagn-
rýna vinnuna þína.“
Hún roðnaði og brosti til
hans á móti. „Fyrirgefðu. Ég
er óvenjuviðkvæm fyrir gagn-
rýni þessa dagana. Fyrir
stuttu var ég í viðtali hjá
blaðamanni sem hafði lítið
álit á metnaðargjörnum kon-
um. Að hans mati eru það
konur sem kaupa tilbúinn
mat á leiðinni heim úr vinn-
unni eða henda einhverju inn
í örbylgjuofninn í stað þess að
elda almennilegan mat handa
mönnunum sínum. Við rif-
umst heiftarlega og hann tætti
persónu mína niður í viðtal-
inu.“
Hann hlustaði með athygli.
„Er það ekki rétt skilið að það
sé enginn maður í lífi þínu?
Nema að þér hafi tekist að
fela hann fyrir fjölmiðlun-
um?“
Hún skynjaði ákafann í
rödd hans og spennuna í lík-
amanum. Hárin risu á höfð-
inu á henni. Þetta var ekki í
fyrsta sinn sem hún varð fyr-
ir barðinu á dýrkun sem nálg-
aðist þráhyggju. Sumir þurftu
á stjörnu að halda. Stjörnu
sem þeir dýrkuðu í fjarlægð
og þráðu að vera í nánum
samskiptum við. Annie hafði
alltaf verið hrædd við þannig
dýrkun. Hún hafði aldrei ver-
ið í hættu af þessum sökum en
hún hafði stundum verið
44
Vikan