Vikan - 18.07.2000, Blaðsíða 29
reyna koma á stefnumóti. Þetta
varð til þess að ég fékk það orð
á mig að vera til í nánast hvað
sem var og strákar sýndu mér
litla virðingu. Ég skipti mér hins
vegar lítið af þeim og reyndi að
forðast þá eftir fremsta megni.
Vináttu minni og þessara
stelpna lauk þegar þær réðust á
mig fjórar einn daginn heima hjá
einni og klæddu mig úr hverri
spjör. Síðan dönsuðu þær stríðs-
dans í kringum mig og hlógu. Ein
tók heilan fisk sem móðir henn-
ar ætlaði elda um kvöldið og sló
mig með honum hvað eftir ann-
að í andlitið og á skrokkinn svo
fiskslorið loddi við mig og lak
niður eftir andlitinu á mér. Þessu
lauk með því að þær fleygðu föt-
unum mínum út í garð. Þar mátti
ég svo klæða mig hágrátandi og
nötrandi af ótta og vanlíðan.
Næstu tvö árin fór ég einförum
að nýju. Vinkonurnar svokölluðu
gerðu nokkrum sinnum tilraun-
ir til að nálgast mig aftur og sum-
ar báðu mig afsökunar. Þær
sögðu að hlutirnir hefðu gengið
mun lengra en þær ætluðu sér en
ég hreytti því í þær að það eina
sem þær söknuðu væri að hafa
engan til að snúast í kringum þær.
Að þessum tveimur árum liðnum
kynntist ég yndislegri stelpu í
skólanum. Hún kom að utan þar
sem hún hafði búið með fjöl-
skyldu sinni árum saman og var
full sjálfstrausts og lífsgleði. Hún
var líka alveg laus við þjóðarsjúk-
dóm þann sem hrjáir íslendinga
en það er öfundin. Illkvittni var
heldur ekki til í henni ólíkt mín-
um fyrri vinkonum.
Sannur uinur gerír
kraftaverk
Þessi stúlka varð trúnaðarvin-
kona mín og í dag er ég sannfærð
um að hún bjargaði lífi mínu. Ég
gat sagt henni frá öllu sem ég
hafði gengið í gegnum og hún
studdi mig í að leita mér hjálpar.
Hún hvatti mig einnig til að fara
í meira nám og benti mér á að ég
hefði góða námshæfileika og al-
veg sérstaka hæfileika á einu
sviði. Sjálf hafði ég aldrei litið svo
á að nokkuð sem ég gæti væri
merkilegt. í mínum huga var allt
það sem ég gat svo auðvelt að
það hlyti að vera öllum leikur
einn. Ég hafði mig yfirleitt aldrei
í frammi í hópi og reyndi alltaf að
tala sem minnst. Eftir að ég
kynntist þessari vinkonu minni
sagði hún mér að ég hefði mikla
frásagnargáfu og hvatti mig til að
leyfa öðrum að njóta hennar.
Margt fleira gott tíndi hún til í fari
mínu og henni var einhvern veg-
inn lagið að láta mann finna að
hún meinti það sem hún sagði.
Innantómt skjall var ekki til í
hennar munni.
Við vinkonurnar urðum sann-
ferða í háskóla erlendis og við
Kennarinn sagði að
ég hefði breyst úr
glaðlyndri skemmtí-
legri stúlku í ófé-
lagslyndan fýlupoka.
tóku bestu ár ævi minnar. Mér
fannst að loksins hefði hafist
þetta nýja líf mitt sem ég hafði
beðið svo lengi eftir. Ég gat skil-
ið Ijótu, leiðinlegu stelpuna sem
allir fyrirlitu og kvöldu eftir
heima og verið ég sjálf og um
tíma tókst það. Mér gekk vel í
náminu og ég naut vinsælda með-
al skólafélaganna. Ég tók þátt í
mörgum klúbbum og félögum
sem voru starfandi innan skólans
og allt sem ég tók mér fyrir hend-
ur tókst vel. Ég kynntist líka ynd-
islegum strák og í fyrsta skipti gat
ég notið félagsskapar karlkyns-
aðdáanda án þess að maginn væri
í hnút og ég reyndi að leika ein-
hverja allt aðra persónu.
Þessi piltur varð maðurinn
minn eftir að við höfðum búið
saman í þrjú ár. Vinkona mín
flutti aftur heim og ég var mjög
hamingjusöm í nýja landinu.
Hjónabandið gekk ekki áfalla-
laust og eftir nokkurra ára erfið
samskipti sagði ég manninum
mínum loks frá því sem komið
hafði fyrir mig heima á íslandi.
Hann vildi að ég færi í meðferð
hjá sálfræðingi og lengi var ég
treg til. Nýlega féllst ég þó á að
reyna það og nú hef ég gengið til
sálfræðings í nokkra mánuði.
Mér líður lítið betur en ég er far-
in að gera mér grein fyrir að ég
get aldrei hlaupið frá fortíð
minni. Aður en ég öðlast sálarró
og innri frið verð ég að sættast við
Ijótu, leiðinlegu stelpuna og átta
mig á að hún er hluti af mér. Ég
heimsótti ísland á dögunum og
mætti einum af fyrrum bekkjar-
bræðrum mínum á götu. Eitt
andartak varð ég aftur litla
hrædda stelpan og mín fyrstu við-
brögð voru löngun til að hlaupa
í felur. En svo safnaði ég kjarki
gekk að honum og spurði:
„Manstu ekki eftir mér? í þrjú
ár gerðir þú líf mitt helvíti líkast."
Hann eldroðnaði og varð mjög
skömmustulegur en ég lét þetta
nægja og gekk burtu. Mér fannst
ég hafa fengið nokkra uppreisn
æru og sérstaklega var notaleg
vissan um að fyrir örfáum mán-
uðum hefði verið óhugsandi að
ég þyrði að ávarpa þennan mann.
Lesandi segir
Steingerði
Steinarsdóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni meö
okkur? Er eitthvaö sem hefur
haft mikil áhrif á þig, jafnvel
breytt lifi þinu? Þér er vel-
komiö aö skrifa eða hringja til
okkar. Við gætum fyllstu
nafnleyndar.
I Icimilisfaiigii) er: Vik:m
- „I.ífsreynsliisajía", Seljuvcgur 2,
101 Keykjavík,
Netfaug: vikan@frmli.is