Vikan


Vikan - 18.07.2000, Blaðsíða 16

Vikan - 18.07.2000, Blaðsíða 16
Texti: Jóhanna H a r ð a r d ó 11 i r Huers vegna finnst okkur óÞægilegt tiegar allir HegjaP Huers vegna viljum við endilega hafa eíttltvert hljóð í kringum okkur. Erum við hrædd við högn- inaP Hvers vegna báP Hvað gerir þú þeg- arþú kemurheim eftir mjög erfiðan dag í vinnunni? Sest þú niður í þögninni og nýtur hennar? Ef þú gerir það ertu ekki ein(n) af fjöldanum. Flestir kveikja á útvarpi eða sjónvarpi þegar þeir ætla að slaka á og stilla hátt. Þeir eyða kvöldinu í hávaða og sumir sofna jafnvel út frá honum. Óöryggi og hræðslan við sjálfan sig. Flestir sem hafa leitt hug- ann að þessu eru á þeirri skoðun að fólk kunni ekki að meta þögn lengur, hvað þá heldur að njóta hennar. Flér áður fyrr var þögnin hluti af líl'i og umhverfi mannanna, en nútímafólk lifir í hávaða og hljóði alla daga og er orðið „þagnarfælið“. Þessi fælni lýs- ir sér í því að nútímamaður- inn sækir í stöðugt meiri há- vaða, jafnvel þegar hann þarf sem mest á hvíld og þögn að halda. Og hver er svo ástæðan? Engar opinberar yfirlýsingar hafa verið gefnar út um það, en sennilegasta skýringin er sú að við erum óvön þögninni og þeirri einveru sem hún hefur í för með sér. Þögnin vekur með okkur ótta og óör- yggi og margir finna til ein- manaleika þegar þeir heyra ekki til annarra manna í ná- grenni sínu. Það er óneitan- lega erfitt að sitja í þögn án þess að hugsa. Maðurinn not- ar stöðugt hugann og í þögn- inni beinast hugsanir manna að þeim sjálfum, hinum innra manni. Margir eiga ntjög erfitt með beina huganum að sjálfum sér því hinn hraði lífs- stíll nútímans og skortur á friði veldur því að margir hafa lítið kynnst sjálfum sér og eiga erfitt með að sitja einir með hugsunum sínum. Ólíkt hljóðumhverfi. Það þarf ekki að fara marga áratugi aftur í tímann til að sjá allt annað hljóðumhverfi mannsins. Þá voru bílar há- værari en nú, en margfalt færri. í þá daga notaði skrif- stofufólk háværar ritvélar sem skipt hefur verið út fyrir hljóðlát lyklaborð, en tölvu- tækninni fylgir ótrúlega þreytandi hátiðnihljóð sem áreitir fólk mikið án þess að það geri sér grein fyrir því. Hávaðamengunin í kring- um fólk í dag er mikil. Á vinnustöðum er yfirleitt klið- ur annað hvort frá öðru fólki, vinnutækjum, útvarpi eða umferð og þegar vinnu er lok- ið heldur áreitið áfram. Alls staðar er haldið að fólki hljóði af einhverri tegund, jafnvel í verslunum og í þjónustufyr- irtækjum er tónlist oftlega send út í hátalarakerfi, gagn- gert vegna þess að þeir, sem eiga hagsmuna að gæta, vita um þagnarfælni nútíma- mannsins og nota tónlistina til 16 Vikan að laða fólk að staðnum og fá það til staldra við. Þegar heim er komið held- ur áreitið áfram. Fólk sækir í hávaðann, það kveikir á út- varpi og sjónvarpi eða grípur til símans til að tala við ein- hvern ef enginn annar er heima þegar það kemur heim til sín til að þurfa ekki að hlusta á þögnina. Jafnvel þeir sem ekki búa til sinn eiginn hávaða eru ekki hultir. Hávaði frá umferð er talsverður í mörgum hverfum Eg elska högnina, ég get taiað um hana tímunum saman. George Bemard Shaw flllar stórar breytingar gerast í högn. Erik Giistaf Geijer Þögulasta fólkið hugsar venjulega hæst. William Hazlitt Ég verð svo breyttur af að hegja. Sam Goldwin Þögn er sama og sam- bykki lslenskt múltœki Þögnin er uarnargarður viskunnar Gyðinglegt orðtak Uerum hljóð svo við heyrum huísl guðanna Emerson Það eina sem getur yfir- gnæft hávaða heimsins er högnin V. Ekelund í Reykjavík og stærri bæjum á landinu. Fólk sækir heldur ekki í þögn í frítíma sínum eins og ætla mætti að það þarfnist eft- ir eril dagsins, heldur er þró- unin í þá átt að fólk sækir sí- fellt meira á kaffihús, skemmtistaði og í annað fjöl- menni þar sem erillinn og há- vaðinn er enn meiri en á vinnustaðnum. Þar sitja menn og h lusta hver á annan og það þykir mjög vandræðalegt ef hópurinn þagnar augnablik og það liggur við að viðstadd- ir fyllist óöryggi. Menn finna sér eitthvert umræðuefni strax þegar sú staða kemur upp, því annars er hætta á að þögnin verði misskilin, að einhver geti lesið fjandskap út úr henni. Sumir skemmtistaðir, sér- staklega þar sem tónlist er hluti af skemmtiatriðum eru bókstaflega hættulegir heyrn- inni vegna hávaða. Þegar áfengi er haft um hönd dofn- ar eftirtektin og það leiðir til þess að fólk talar hærra en venjulega og tónlistin er einnig stillt hærra. Góður og slæmur hávaði og afleiðingar hans Sá misskilningur virðist vera ríkjandi að hávaði sem manni líkar vel fari ekki eins illa með heyrnina og reyni síður á taugakerfið en hávaði sem manni finnst óþægilegur eða leiðinlegur. Þetta er að sjálfsögðu mikill misskilning- ur. Ánægja eða leiði af völd- um hávaðans hefur engin áhrif á það hversu grátt hann leikur okkur, hvorki andlega né líkamlega. Hávaðinn í kringum okk- ur er orðinn okkur hættuleg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.