Vikan


Vikan - 03.10.2000, Side 24

Vikan - 03.10.2000, Side 24
Texti: Guðríður Haraldsdóttir Myndir: Hreinn Hreinsson Hluti af starfsfólki lögreglu- skúlans. Ragnlieiúur Þúrólfs- dúttir, sem vinnur á skrifstof- iinn i. og lö^re^liifulltriiarnir Aðalsteinn Bernliarðsson, Stcf- án Alfreðsson, Arni Sigiiiunds- son oj> Giinnlnugnr Snævarr. A niyndina vantar Arnar Guð- niundsson skúlast júra seni sat á fundi vej>na nániskeiðs í frani- lialdsdeild og Eirík Hrcin Helgason seni stúð fyrir Schen- genfræðslu í Kellavík. Lögreglushólinn var stofn- aður árið 1965 með reglu- gerð nr. 254/1965 og gerð- ur að sjálfstæðri stofnun fyrir 12 árum. Áður var hann rekínn sem deild við embætti Lögreglustjórans í Reykjavík. Stjórn skólans er byggð upp eins og venjulegt lögregluembætti. Skólastjórí er embættis- gengur lögfræðingur og heitir Arnar Guðmundsson, áður yfirlögfræðingur hjá RLR. Síðan eru tveír yfirlög- reglubiónar, Gunnlaugur V. Snævarr sem er yfirlög- reglumaður grunndeildar og einnig formaður val- nefndar sem velur nýliða inn í skólann og sömuleið- is lögreglumenn til friðar- gæslustarfa í Rosníu og Kosovo. Eiríkur Hreínn Helgason yfirlögreglumað- ur er hinn og heldur hann utan um framhaldsdeíld- ina. Námið stendur yfir í eitt ár og níu mánuði og er starfsbiálfun inni í bví. Nú á að stytta bað niður í eitt ár og verður starfsbíálfun- in stytt frá bví sem verið hefur. Helsta breytíngin er sú að starfsbiálfunín fer fram með aðstoð starfs- manna skólans. Unnið er að bví að hafa eíngöngu fagmenntaða lögreglu- menn í stéttínni og begar bví marki verður náð kann að vera að námið verði lengt eða bví breytt aftur á bann hátt sem bá bvkir hentugast. Fjölbreytt nám „Jú, það er rétt hjá þér. Við veljum inn í skólann eftir út- liti,“ segir Gunnlaugur Snæv- arr kíminn á svip þegar hann fær þessa spurningu. Hann bætir síðan við að aldurslág- mark nemenda sé 20 ár og há- markið 35 ár. Reyndar megi víkja frá hámarkinu í sumum tilfellum. Hver og einn um- sækjandi er metinn og ekki er sjálfgefið að komast inn því kröfurnar eru strangar. Um- sækjendur mega m.a. ekki hafa gerst brotlegir við al- menn hegningarlög, þeir þurfa að vera í góðu líkam- legu formi, standast læknis- skoðun og þurfa að hafa lok- ið a.m.k. tveggja ára fram- haldsnámi svo eitthvað sé talið. Þetta með útlitið var bara grín hjá blaðamanni en það er óneitanlega glæsileg- ur hópur ungs fólks sem stundar nám við skólann. Lögreglumenn geta lent í öllu að sögn Gunnlaugs. Þeir kynnast mannlegri eymd í sinni verstu mynd, koma að sorglegri hliðum mannslífsins en lenda einnig í spaugilegum atvikum. Til að geta verið því viðbúinn að takast á við starf á borð við þetta þarf lögreglu- nemi að fá góðan undirbún- ing og menntun. Námið er fjölbreytt að sögn Gunnlaugs. „Nemarnir þurfa að kunna skil á mörgu. Við skiptum náminu gróflega í fjóra hluta, einn þeirra lög- fræði, en þar er farið í lög og reglur, réttarfar, refsirétt, rík- isrétt og lögreglulögin. Ann- ar hluti er lögreglufræðin og þar er kennd skýrslugerð, rannsóknarvinna, vett- vangsteikning, umferðar- fræði og framkvæmd starfs- ins,“ sagir hann. „Mál og sér- greinar er svo þriðji hlutinn og þar er farið í tölvufræði, námstækni, vélritun og ís- lensku. Einnig er kennd sál- fræði innan þess ramma. Fjórði hlutinn er svo þjálfun- in og þá getur verið líf í tusk- unum,“ segir Gunnlaugur brosandi. „ Þjálfunin er afar góð, nemendur fara í þrek- þjálfun, sund, læra meðferð skotvopna og fá þjálfun í akstri hinna ýmsu bifreiða. Einnig læra þeir lögreglutök, og æfa handtökur. Verklega þj álfunin er stór þáttur í námi þeirra,“ bætir hann við. „Við fáum stundum fyrirtæki í lið með okkur, búum til inn- brotsvettvang þar og nem- endur eiga að rannsaka meint innbrot eins og um alvöru væri að ræða. Þeir taka skýrslu af ókunnugu fólki, í sumum tilfellum eru tekin fingraför og síðan er skrifuð skýrsla um málið. Við sem leiðbeinum þeim fylgjumst vel með en grípum aldrei inn í. Ý mist förum við vel yfir það sem við ætlumst til af þeim áður en æfingin hefst eða töl- um um það eftir á sem vel var gert eða miður fór,“ segir Gunnlaugur. „Stundum leik- ur einn neminn glæpamann sem hinir eiga að handtaka. Þegar skólinn var í Nóatún- 24 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.