Vikan


Vikan - 03.10.2000, Blaðsíða 24

Vikan - 03.10.2000, Blaðsíða 24
Texti: Guðríður Haraldsdóttir Myndir: Hreinn Hreinsson Hluti af starfsfólki lögreglu- skúlans. Ragnlieiúur Þúrólfs- dúttir, sem vinnur á skrifstof- iinn i. og lö^re^liifulltriiarnir Aðalsteinn Bernliarðsson, Stcf- án Alfreðsson, Arni Sigiiiunds- son oj> Giinnlnugnr Snævarr. A niyndina vantar Arnar Guð- niundsson skúlast júra seni sat á fundi vej>na nániskeiðs í frani- lialdsdeild og Eirík Hrcin Helgason seni stúð fyrir Schen- genfræðslu í Kellavík. Lögreglushólinn var stofn- aður árið 1965 með reglu- gerð nr. 254/1965 og gerð- ur að sjálfstæðri stofnun fyrir 12 árum. Áður var hann rekínn sem deild við embætti Lögreglustjórans í Reykjavík. Stjórn skólans er byggð upp eins og venjulegt lögregluembætti. Skólastjórí er embættis- gengur lögfræðingur og heitir Arnar Guðmundsson, áður yfirlögfræðingur hjá RLR. Síðan eru tveír yfirlög- reglubiónar, Gunnlaugur V. Snævarr sem er yfirlög- reglumaður grunndeildar og einnig formaður val- nefndar sem velur nýliða inn í skólann og sömuleið- is lögreglumenn til friðar- gæslustarfa í Rosníu og Kosovo. Eiríkur Hreínn Helgason yfirlögreglumað- ur er hinn og heldur hann utan um framhaldsdeíld- ina. Námið stendur yfir í eitt ár og níu mánuði og er starfsbiálfun inni í bví. Nú á að stytta bað niður í eitt ár og verður starfsbíálfun- in stytt frá bví sem verið hefur. Helsta breytíngin er sú að starfsbiálfunín fer fram með aðstoð starfs- manna skólans. Unnið er að bví að hafa eíngöngu fagmenntaða lögreglu- menn í stéttínni og begar bví marki verður náð kann að vera að námið verði lengt eða bví breytt aftur á bann hátt sem bá bvkir hentugast. Fjölbreytt nám „Jú, það er rétt hjá þér. Við veljum inn í skólann eftir út- liti,“ segir Gunnlaugur Snæv- arr kíminn á svip þegar hann fær þessa spurningu. Hann bætir síðan við að aldurslág- mark nemenda sé 20 ár og há- markið 35 ár. Reyndar megi víkja frá hámarkinu í sumum tilfellum. Hver og einn um- sækjandi er metinn og ekki er sjálfgefið að komast inn því kröfurnar eru strangar. Um- sækjendur mega m.a. ekki hafa gerst brotlegir við al- menn hegningarlög, þeir þurfa að vera í góðu líkam- legu formi, standast læknis- skoðun og þurfa að hafa lok- ið a.m.k. tveggja ára fram- haldsnámi svo eitthvað sé talið. Þetta með útlitið var bara grín hjá blaðamanni en það er óneitanlega glæsileg- ur hópur ungs fólks sem stundar nám við skólann. Lögreglumenn geta lent í öllu að sögn Gunnlaugs. Þeir kynnast mannlegri eymd í sinni verstu mynd, koma að sorglegri hliðum mannslífsins en lenda einnig í spaugilegum atvikum. Til að geta verið því viðbúinn að takast á við starf á borð við þetta þarf lögreglu- nemi að fá góðan undirbún- ing og menntun. Námið er fjölbreytt að sögn Gunnlaugs. „Nemarnir þurfa að kunna skil á mörgu. Við skiptum náminu gróflega í fjóra hluta, einn þeirra lög- fræði, en þar er farið í lög og reglur, réttarfar, refsirétt, rík- isrétt og lögreglulögin. Ann- ar hluti er lögreglufræðin og þar er kennd skýrslugerð, rannsóknarvinna, vett- vangsteikning, umferðar- fræði og framkvæmd starfs- ins,“ sagir hann. „Mál og sér- greinar er svo þriðji hlutinn og þar er farið í tölvufræði, námstækni, vélritun og ís- lensku. Einnig er kennd sál- fræði innan þess ramma. Fjórði hlutinn er svo þjálfun- in og þá getur verið líf í tusk- unum,“ segir Gunnlaugur brosandi. „ Þjálfunin er afar góð, nemendur fara í þrek- þjálfun, sund, læra meðferð skotvopna og fá þjálfun í akstri hinna ýmsu bifreiða. Einnig læra þeir lögreglutök, og æfa handtökur. Verklega þj álfunin er stór þáttur í námi þeirra,“ bætir hann við. „Við fáum stundum fyrirtæki í lið með okkur, búum til inn- brotsvettvang þar og nem- endur eiga að rannsaka meint innbrot eins og um alvöru væri að ræða. Þeir taka skýrslu af ókunnugu fólki, í sumum tilfellum eru tekin fingraför og síðan er skrifuð skýrsla um málið. Við sem leiðbeinum þeim fylgjumst vel með en grípum aldrei inn í. Ý mist förum við vel yfir það sem við ætlumst til af þeim áður en æfingin hefst eða töl- um um það eftir á sem vel var gert eða miður fór,“ segir Gunnlaugur. „Stundum leik- ur einn neminn glæpamann sem hinir eiga að handtaka. Þegar skólinn var í Nóatún- 24 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.