Vikan


Vikan - 03.10.2000, Qupperneq 27

Vikan - 03.10.2000, Qupperneq 27
Saltfiskssalat frá Trinidad (Buljol) 250 g saltfiskur, afvatnaður 1 laitkur, saxaður smátt 2 tómatar, frœhreinsaðir og saxaðir 1 chilialdin, rautt, frœhreinsað og skorið íþunnar sneiðar 1 límóna (lime) 1 lárpera 3 msk ólífuolía pipar, nýmalaður nokkur salatblöð Hitið vatn að suðu og setjið fiskinn út í. Takið pottinn af hit- anum um leið og suðan kemur upp aftur, setjið lok á hann og lát- ið standa þar til fiskurinn er hálf- kaldur. Takið hann þá upp úr, roð- og beinhreinsið hann og skiptið í flögur. Setjið hann í skál ásamt lauk, tómötum og chili. Kreistið safann úr límónunni. Afhýðið lárperuna, skerið hana í báta og veltið þeim upp úr límónusafa. Hrærið afganginum af safanum saman við olíu og pip- ar, hellið yfir salatið og blandið. Raðið salatblöðunum á fat, hrúg- ið salatinu í miðjuna og skreytið með lárperubátum. Svipað salat er gert á Haítí og raunar víðar á Karfbahafseyjum en þar er gjarna notað meira af grænmeti, svo sem blaðlaukur, gulrætur og strengjabaunir, og þá er allt saxað fremur smátt og sal- atið síðan látið standa við stofu- hita í um 2 klukkustundir eða lengur og síðan notað t.d. sem fylling í samlokur eða smurt á snittur. Tómatsúpa með grænmeti 2 msk ólífuolía 1 msk smjör 2 laukar, saxaðir fremur smátt 2 gulrœtur, skomar íþunnar sneiðar 1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 75-100 g beikon, skorið í litla bita 750 g tómatar, vel þroskaðir, saxaðir 1 lárviðarlauf 0,5 l kjúklingasoð eða vatn 1 msk tómatþykkni (paste) 2 tsk pestósósa eða 1 tsk þurrk- uð basilíka pipar, nýmalaður salt Hitið olíu og smjör í potti og látið lauk og gulrætur krauma í því við fremur vægan hita í um 5 mínútur. Bætið hvítlauk og beikonbitum út í og látið krauma í 5 mínútur í viðbót. Bætið þá tómötum og lárviðarlaufi í pott- inn og látið malla undir loki við hægan hita í 15-20 mínútur, eða þar til tómatarnir eru vel meyr- ir. Hrærið þá soði eða vatni sam- an við ásamt tómatþykkni og pestósósu eða basilíku. Kryddið með pipar og salti (en hafið í huga að beikonið er salt) og lát- ið malla í 15-20 mínútur í viðbót. Súpan smökkuð, bragðbætt frek- ar ef þarf, og síðan borin fram, gjarna með ristuðu brauði, brauðstöngum eða hvítlauks- brauði. Vikan 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.