Vikan - 03.10.2000, Qupperneq 27
Saltfiskssalat frá Trinidad
(Buljol)
250 g saltfiskur, afvatnaður
1 laitkur, saxaður smátt
2 tómatar, frœhreinsaðir og
saxaðir
1 chilialdin, rautt, frœhreinsað
og skorið íþunnar sneiðar
1 límóna (lime)
1 lárpera
3 msk ólífuolía
pipar, nýmalaður
nokkur salatblöð
Hitið vatn að suðu og setjið
fiskinn út í. Takið pottinn af hit-
anum um leið og suðan kemur
upp aftur, setjið lok á hann og lát-
ið standa þar til fiskurinn er hálf-
kaldur. Takið hann þá upp úr,
roð- og beinhreinsið hann og
skiptið í flögur. Setjið hann í skál
ásamt lauk, tómötum og chili.
Kreistið safann úr límónunni.
Afhýðið lárperuna, skerið hana
í báta og veltið þeim upp úr
límónusafa. Hrærið afganginum
af safanum saman við olíu og pip-
ar, hellið yfir salatið og blandið.
Raðið salatblöðunum á fat, hrúg-
ið salatinu í miðjuna og skreytið
með lárperubátum.
Svipað salat er gert á Haítí og
raunar víðar á Karfbahafseyjum
en þar er gjarna notað meira af
grænmeti, svo sem blaðlaukur,
gulrætur og strengjabaunir, og þá
er allt saxað fremur smátt og sal-
atið síðan látið standa við stofu-
hita í um 2 klukkustundir eða
lengur og síðan notað t.d. sem
fylling í samlokur eða smurt á
snittur.
Tómatsúpa með grænmeti
2 msk ólífuolía
1 msk smjör
2 laukar, saxaðir fremur smátt
2 gulrœtur, skomar íþunnar
sneiðar
1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir
smátt
75-100 g beikon, skorið í litla
bita
750 g tómatar, vel þroskaðir,
saxaðir
1 lárviðarlauf
0,5 l kjúklingasoð eða vatn
1 msk tómatþykkni (paste)
2 tsk pestósósa eða 1 tsk þurrk-
uð basilíka
pipar, nýmalaður
salt
Hitið olíu og smjör í potti og
látið lauk og gulrætur krauma í
því við fremur vægan hita í um 5
mínútur. Bætið hvítlauk og
beikonbitum út í og látið krauma
í 5 mínútur í viðbót. Bætið þá
tómötum og lárviðarlaufi í pott-
inn og látið malla undir loki við
hægan hita í 15-20 mínútur, eða
þar til tómatarnir eru vel meyr-
ir. Hrærið þá soði eða vatni sam-
an við ásamt tómatþykkni og
pestósósu eða basilíku. Kryddið
með pipar og salti (en hafið í
huga að beikonið er salt) og lát-
ið malla í 15-20 mínútur í viðbót.
Súpan smökkuð, bragðbætt frek-
ar ef þarf, og síðan borin fram,
gjarna með ristuðu brauði,
brauðstöngum eða hvítlauks-
brauði.
Vikan
27