Vikan


Vikan - 03.10.2000, Side 30

Vikan - 03.10.2000, Side 30
Texti og myndir: Fríða Björnsdóttir Afmælisveisla i hundabakaríinu Allt er mest í henní Ameríku! Kannski er þetta ekki að öllu leyti rétt en eitt er víst að í Ameriku fyrirtínnst ým- islegt sem við þekkium ekki hér á landi, har á meðal sérstök hundabakarí. „Hvað er nú haðP1 lú, hundabak- arí er staður har sem eingöngu eru seldar hollustusam- legar kökur fyrir hunda, bakaðar eftír uppskriftum sem hæfa neytendunum. Vikan heimsótti ný- lega hundabakarí í Madison í Wisconsin. Bak- aríið heitir Three Dog Bakery og er eitt 29 bakaría í samnefndri keðju sem teygir sig vítt og breytt um Banda- ríkin og jafnvel yfir landa- mærin til Kanada. Fyrsta Three Dog Bakery leit dags- ins ljós í Kansas City árið 1989. Tveir kunningjar, eig- endur þriggja hunda, fóru að velta fyrir sér hvernig stæði á því að allt góðgæti sem hægt væri að kaupa fyrir hunda innihéldi alls kyns aukaefni sem voru sfður en svo góð fyr- ir neytendurna. Þeir ákváðu að gera eitthvað í málinu, höfðu samband við dýra- lækna og hundeigendur og ákváðu að setja upp bakarí þar sem eingöngu yrði boðið upp á ferskar „kökur“ úr í glugganum á Three Dug Bakery má sjá bækur með smásögum sér- staklega ætluðum hundum! Af og til eru síðan sögustundir í bakarí- inu. Þá koma hundeigendur með hunda sína og hlusta á sérstakar Viðskiptavinur kannar kökuúr- valið. Engin aukaefni, óholl hundum, eru í kökunum, ekki svkur, ekki salt né heldur rot- varnarefni. Þar sem súkkulaði er óholt fyrir hunda eru gul- rætur mcginuppistaðan í „súkkulaðiskreytingunum". 30 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.