Vikan


Vikan - 03.10.2000, Side 49

Vikan - 03.10.2000, Side 49
Lyf nútímans og holl heímaráð Heimsóknum og símavið- tölum við heimilislækna fjölg- ar stöðugt og sífellt ber meira á því að fólk leiti til lækna vegna lasleika sem það veit ósköp vel sjálft að er ekki al- varlegur. Ástæðurnar fyrir því eru margar en þekkingarskortur er óneitanlega ein af þeim. Fyrir nokkrum áratugum voru alls kyns holl ráð og „kerlingabækur" til á hverju heimili og þessi gamla viska var notuð í þeim tilfellum þeg- ar fólk veiktist. Þessi ágætu ráð voru sprottin af áratuga gamalli reynslu fólks sem ekki gat hringt í lækninn í hvert skipti sem einhver hnerraði en varð þess í stað að grípa til þeirra ráða sem náttúran bauð. Þessi gömlu ráð eru sem betur fer að komast í tísku og víða erlendis er fólk farið að hafna óþarfa lyfjagjöf og leita fremur í heilsubúðir og til grasalækna eftir aðferðum náttúrunnar til að hjálpa lík- amanum við að lækna sig sjálfur. Þeir sem eru á móti lyfjagjöf stunda fyrirbyggj- andi aðgerðir gegn sjúkdóm- um og taka t.d. lýsi (eða aðra svipaða olíu), sólhatt og/eða C-vítamín reglulega til að koma í veg fyrir að pestir leggi þá í rúmið. I heilsubúðum er fólki bent á hollustu hvíldar, grös og bakstrar úr náttúru- afurðum eru ráðlagðir við ein- kennum og gefa góða raun, enda eru lyf nútímans afrakst- ur þekkingar sem grasalækn- ar hafa aflað sér gegnum ald- irnar. Falflar ástæður Það eru ekki bara líkam- legu einkennin frá kvefi og flensu sem geta orðið til þess að fólk leitar til læknis þegar það er lasið. Stundum kemur fólk til læknisins vegna þess að það er einmana og hrætt og á engan að til að tala við. Hjá þessum einstaklingum getur kvef verið ágætis ástæða til að fara til læknisins og fá svolitla umhyggju og athygli sem ann- ars stendur ekki til boða. Oft er nóg fyrir þá sem vant- ar félagsskap að læknirinn hlusti á þá og gefi þeim góð ráð og stundum þurfa þeir að fá að koma aftur til að full- vissa sig um að allt sé í lagi. Þessir sjúklingar gera sér sjaldnast grein fyrir því að ástæðan er ekki líkamlegs eðl- is, en það skiptir heldur engu máli því einmanaleiki og hræðsla geta verið jafn gild ástæða fyrir heimsókn til læknis og nefrennsli, höfuð- verkur og öndunaerfiðleikar. Að plata lækninn og sjálf- ansig Hjá sumum verður líkam- leg vanlíðan til þess að þeir leita loksins hjálpar við and- legum kvillum sem hrjá þá. Fólk á oft erfitt með að leita sér lækninga við andlegri van- líðan og slær því endalaust á frest. Það er ekki fyrr en það verður veikt á líkamanum sem því finnst afsakanlegt að fara til læknis og vonast jafn- vel til að sú heimsókn geti hjálpað upp á sálartetrið líka. í þeim tilfellum kvartar fólk stundum undan einkennum sem ekki eru dæmigerð fyrir kvef og flensusýkingar, s.s. svefntruflunum o.fl. Því miður eru læknar sjaldnast svo skyggnir að þeir skynji hvað það er sem raun- verulega hrjáir sjúklinginn ef hann segir ekki rétt frá og minnist ekki á andlega vanlíð- an sína. Það er því nauðsyn- legt að geta hennar í leiðinni ef á að finna lausn á hinum raunverulega vanda. Tökum pví rólega Það er full ástæða til að taka því rólega þegar fólk veikist af umgangspestum. Það er manninum hollast að gefa sér tíma til að safna kröftum og einbeita sér að því að láta lík- amann lækna sig sjálfan. Sá sem tekur lyf að nauðsynja- lausu er ekki að gera líkama sínum gott og tæpast fjárhagn- um heldur. Það er ekki víst að vinnufélagarnir verði eins kátir og sjúklingurinn bjóst við þegar hann mætir til vinnu illa útlítandi, smitandi alla í kringum sig og tæpast í ástandi til að vinna nokkuð af viti hvort eð er. Því ekki að vera heima með vasaklútakassann og kakó- bolla á náttborðinu og láta náttúruna hafa sinn gang? Vikan 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.