Vikan


Vikan - 03.10.2000, Side 52

Vikan - 03.10.2000, Side 52
Leysir vandann Elsku Sigga Kling, Mér finnst nú frekar skrýtið að vera að skrifa svona og er eflaust einn af fáum karlmönnum sem skrifa þér. Ég er búinn að heyra svo margt gott um þig svo að ég ákvað að skrifa þér um vandamál mitt. Ég er ráðalaus ungur mað- ur en ég vil helst ekki segja til um hvenær ég er fæddur. Ég veit nú ekki hvernig ég á að byrja en er ekki alltaf verið að segja að mað- ur eigi að byrja á byrjuninni? Frá barnsaldri hef ég alltaf fundið að ég væri öðruvísi, ég veit reyndar ekki hvort að það sé rétt að segja öðruvísi en ég var allavega ekki eins og þeir vinir mínir sem ég hef alist upp með. í kringum ferming- araldurinn þá viðurkenndi ég það fyrir sjálfum mér að ég væri sam- kynhneigður. Ég ákvað að segja engum frá því en þetta var versti tíminn í lífi mínu. Mér fannst ég vera hræðilegur og hataði sjálf- an mig fyrir það að hafa ekki áhuga á kvenfólki eins og aðrir strákar. Ég er í mjög stórum vina- hóp og flestir vinir mínir eru komnir með kærustur. Þeir sem eru á lausu tala mikið um kven- fólk og reyni ég að vera með í samræðunum. Strákarnir vita það að ég hef aldrei verið við kvenmann kenndur og þrýsta mjög mikið á mig til þess að sofa hjá. Einhvern veginn hef ég kom- ist hjá því. En fyrir stuttu kynnt- ist ég stúlku sem virðist vera mjög hrifin af mér. Þetta vita strákarnir og eru að þrýsta ennþá meira á mig. Síðustu helgi var svo haldið partí sem þessi stúlka var stödd í og strákar sem voru undir áhrif- um áfengis voru að mana mig upp í því að gera eitthvað með þessari stúlku. Ég var orðinn svo rugl- aður í hausnum að ég ákvað að sýna þeim, og eflaust mér líka, að ég gæti þetta alveg. Ég hugs- aði þetta þannig að ef ég gæti a.m.k. kysst hana þá gæti ég þóst áfram. Svo að ég kyssti hana en það var hræðilegt og mér leið al- veg hryllilega illa. Ég vona að þú misskiljir mig ekki, það er ekk- ert út á þessa stúlku að setja, hún er alveg yndisleg persóna og ef ég væri fyrir stelpur þá myndi ég ef- laust vilja vera með henni en ég vil frekar kynnast henni sem vini. Nú veit ég ekki hvað ég á að gera. Ég get ekki verið að þykjast leng- ur því að það er svo rangt og mér líður svo illa af því ég er búinn að búa til svo mikla sápuóperu í kringum allt. Ég veit að ef að strákanir komast að því að ég er samkynhneigður þá hætta þeir að tala við mig og ég veit ekki hvort ég sé tilbúinn til þess. Þegar ég hef farið út að skemmta mér þá hef ég séð mikið af þekktum hommum í samfélaginu og virð- ist þeim líða vel svona og það finnst mér alveg frábært en ég vil ekki vera svona. Af hverju get ég ekki borið kynferðislegar tilfinn- ingar til kvenmanna? Af hverju ég? Þetta er alveg ótrúlegt en orð- in virðast bara streyma frá mér, ég gæti skrifað þér alveg endalaust og mér líður aðeins betur en þeg- ar ég byrjaði að skrifa. Þetta er kannski orðið of langt svo að ég kveð nú og vona að þú svarir mér. Avallt Jón Elsku Jón, í gegnum lífið er maður sífellt að velta fyrir sér hvað sé rétt og rangt, hvað sé fallegt og hvað sé ljótt og hverju maður eigi virki- lega að trúa. Ég hef mikið velt fyrir mér fordómum okkar fólks- ins og reynt að setja mig í spor þeirra sem verða fyrir þeim. Ég myndi ekki verða himinlifandi ef eitthvert af börnunum mínum væri samkynhneigt. En ég myndi samt ekki elska það neitt minna. Það sem skiptir máli er ástin og þú skalt bara bíða þangað til þú verður ástfanginn af góðum manni. Ég hef þá trú að þá mun- ir þú vilja segja alheiminum frá því. Ég tel að þú getir aldrei orð- ið hamingjusamur með þetta sem leyndarmál. Ég þekkti stúlku sem giftist ung. Maðurinn hennar var mjög þunglyndur og reyndi oftar en einu sinni að fyr- irfara sér. Enginn vissi hvers vegna. Eftir tíu hörmuleg ár sagði hann henni frá því að hann væri samkynhneigður. Kannski er betra að gera þetta upp við sig strax og elska sjálfan sig eins og maður er. Trúlega verða eitthvað af vinurn þínum fyrir áfalli og láta sig hverfa f einhvern tíma en ef þeir eru raunverulegir vinir, þá koma þeir aftur. Það er rosalega mikilvægt að vera stoltur af því sem maður er hvað svo sem mað- ur er. Þessir þekktu hommar í samfélaginu hafa ekkert að fela oggetaþarafleiðandi látiðrigna upp í nefið á sér sem er gott. Ég skora á þig að elska sjálfan þig svo þú getir blómstrað eins og þú ert. Við erum það sem við hugs- um. Með vinsemd og virðingu, Sigríður Klingenberg p.s. Ég vil minna lesendur á að það er hægt að senda mér bréf í tölvupósti. siggakling@media.is Ráðgjafasími minn er 908- 6500. Lesendaleikur Vlkunnar og Sjónvarpsmiðstöðvarinnar: Glæsilegt 28“ Uníted sjonvarps- tækl f ulnning! ' Það er ekkert rusl sem boðið er upp á í lesendaleiknum bennan mánuðinn: 28“ United sjónvarpstæki með Black matríx myndlampa, 2X20 watta Nícam Stereo hljóðkerfi, textauarpi með íslenskum stöfum, tueim Scart tengjum, heyrnar- tólstengí og fjarstýringu. Þessi tæki kosta nú 36.900 krónur í Sjónvarpsmiðstöðinni ehf., Síðu- múia 2, Reykjavík. Merkið umslagið: Vikan, Lesendaleikur Seljavegí 2 121 Reykjauík Svona farið Uið að: Safnið þrem hornum framan af forsíðu Vikunnar. Þegar þið hal'iö safnað þrem merktum forsíðuhorn- um skulið þið senda okkur þau ásamt nalni, heim- ilislangi, kennitölu og símanúmeri. Dregið er úr innsendum umslögum um hver mán- aðamót, hringl í vinningshafann og honuni senl gjafabréf sent jafnframl er ávísun á vinninginn. Siúnvarpsmiðstöðin W -g SÍÐUMÚI Vikan SiÐUMULA 2 • SIMI 568 9090 • WWW.sm.is

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.