Vikan


Vikan - 03.10.2000, Síða 55

Vikan - 03.10.2000, Síða 55
handklæði. Ef þetta er gert á hverjum degi kemst sýrustig húðarinnar í gott jafnvægi. I stað þess að skvetta lausninni á and- litið er líka ágætt að setja edikið í úðabrúsa og úða svo á andlitið. Besti svitaholuhreinsirínn Látið suðuna koma upp á 1/2 lítra af vatni. Takið pottinn af hellunni og setjið á borð. Setjið safa úr hálfri sítrónu og kryddjurtir eins og rósmarín eða timian út í vatnið. Setjið sundhettu eða poka yfir hárið. Hallið síðan andlitinu yfir pottinn og setjið handklæði yfir þannig að það hylji bæði höfuð og pott. Haldið höfðinu í 30 sm fjarlægð frá pottinum í um 15 mín- útur. Hreinsið því næst andlitið með köldu vatni til að loka svitaholunum. Notið þessa aðferð ekki oftar en einu sinni í viku því annars er hætt við að húðin tapi of miklu af sinni náttúrlegu fitu. Þurrt hár Nuddið ólífu-, sesam- eða maísolíu í hár- ið. Bleytið tvö handklæði upp úr sjóðandi heitu vatni og vindið þau síðan í þvottavél. Vefjið höfuðið í plast eða álpappír áður en handklæðunum er vafið um það. Hárgreiðsla með hraði I stað þess að setja í sig rúllur eða nota krullubursta í hárið daglega er ráð að rúlla hárinu upp þurru og breiða yfir það heitt og rakt handklæði í nokkrar mínútur. Lát- ið hárið þorna og lagið það svo til. Frábært augnkrem Áður en gengið er til náða er gott að bera laxerolíu í kringum augun. Lýtalækn- ar nota þessa aðferð stundum á sjúklinga eftir aðgerð. Handsnyrting Blandið saman einum bolla af heitu vatni og safa úr 1/2 sítrónu. Baðið fingurna í vatninu í um 5 mínútur. Þurrkið þá síð- an og ýtið naglaböndunum upp. Nuddið neglurnar fram og aftur með sítrónuberk- inum því það gerir þær hvítari. Þurrt naglalakk með hraði Til að naglalakkið þorni fljótt skaltu stinga fingrunum í kalt vatn þegar lakkið er rétt að byrja að þorna. Hvítar tennur Dýfið tannbursta í kramin jarðarber og burstið kröftulega. Með þessum hætti má ná af gulri skán og blettum. Einnig er ráð að bursta tennurnar með matarsóda til að þær verði hvítari.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.