Vikan


Vikan - 03.10.2000, Page 59

Vikan - 03.10.2000, Page 59
l JÍ7THI Lesandi segir Guðríði Haraldsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komiö aö skrifa eöa hringja til okkar. Viö gætum fyllstu nafnleyndar. Ilcimilisi'ungið cr: Vikun - „Lífsreynslusugu‘% Seljavcgur 2, 101 Rcykjuvík, Nctfung: vikun@frodi.is Hún vonaúi heitt og inni- lega aA hann niyndi svara bréfí hennar og vildi ekki hugsa út í aft hann g:e(i vel verift dáinn. lega vegna hræðslu við að missa einkason sinn frá sér til einhverrar konu á íslandi. Pabbi hennar lét símanúm- er sitt fylgja bréfinu og Gerð- ur ákvað að hringja strax í hann. Þegar hún heyrði rödd föður síns í fyrsta skipti á æv- inni brast hún í grát. Hann varð klökkur og virtist afar glaður að heyra í henni. Gerði fannst svo gott að vera búin að finna pabba sinn eft- ir öll þessi ár því hana hafði alltaf vantað eitthvað í líf sitt og nú var það loksins fundið. Þau töluðu lengi saman og ákváðu að þau yrðu að hitt- ast. Þau væru búin að missa heil þrjátíu ár af samvistum hvort við annað og lífið væri alitof stutt til að láta lengri tíma líða. Hann vildi bjóða henni og syni hennar til Bandaríkjanna strax, helst daginn eftir. Gerður sagðist eiga sumarfrí eftir tvo mánuði og þá gætu þau komið og stoppað í heilan mánuð. Fað- ir hennar sendi þeim farmiða fljótlega og gott betur en það. Fjöldinn all- ur afgjöfumbarst ^ þeim mæðgin- um einnig „með ástarkveðju frá pabba og afa“. Því miður slitnaði sam- band mitt end- anlega við Gerði á þess- um tíma- punkti í lífi hennar en ég frétti að hún hefði farið í þessa ferð til Bandaríkjanna og þar hefðu orðið miklir fagnaðarfundir. Síðast þegar ég heyrði af henni var hún í miklu og góðu sambandi við föður sinn og var alsæl með lífið og tilveruna. sannleikann, pabbi hennar héti Albert og hefði verið her- maður á Vellinum. Hún bætti svo við að hún hefði ekki vilj- að særa hana með því að segja henni að þrátt fyrir mörg bréf sem hún hefði skrifað honum um að hún væri ófrísk, og síð- ar að honum hefði fæðst dótt- ir, hefði hann aldrei svarað henni. Svo stóð mamma hennar upp, gekk að skattholi í stofunni og opnaði skúffu þar. Hún dró upp bréfsnepil og rétti Gerði. Gerður sá að þar var skrifað heimilisfang föður hennar í Bandarfkjun- um. Hún sagði Gerði að það væri örugglega vonlaust að skrifa honum, hún hefði aldrei heyrt neitt frá honum síðan hann yfirgaf landið fyr- ir þrjátíu árum þrátt fyrir að hafa margsinnis skrifað hon- um. Þess vegna ákvað hún að gleyma honum og vildi hvetj a Gerði til þess sama. Gerður komst í mikla geðshræringu. Þarna sá hún svart á hvítu að huldumaðurinn, faðir hennar, var til í alvöru. Hún hafði haft móður sína fyrir rangri sök öll árin og verið viss um að saga hennar um þennan Albert væri ekki sönn. Gerður tók mið- ann og ákvað að prófa að skrifa föður sínum bréf. Hún skrif- aði nokkrar lín- ur þar sem hún sagði að hún væri dóttir hans, hefði áhuga á að komast í samband við hann þrátt fyrir að hann hefði aldrei svarað bréfum móður hennar. Einnig sagði hún frá því að hún ætti barn og hann væri því orðinn afi líka. Síð- an beið hún spennt. Hún vonaði heitt og innilega að hann myndi svara bréfi henn- ar og vildi ekki hugsa út í að hann gæti vel verið dáinn. Nokkru síðar fékk hún ynd- islegt svarbréf frá föður sín- um. Hann sagði það til- viljun að hann hefði fengið bréfið frá henni því hún hefði sent það á heimilisfang móður hans. Sú gamla væri nýdáin og því hefði bréfið verið sent áfram til einkasonar hennar, föður Gerðar. Hann hafði enga hugmynd um að hann ætti barn á íslandi, hvað þá barna- barn líka. Hann hefði kynnst konu fljótlega eftir að hann kom frá íslandi, kvænst henni og farið að búa í næsta nágrenni við móður sína. Þeim hjónum hafði ekki auðnast að eignast börn og því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti að hann ætti barn á íslandi og einnig barnabarn. Pabbi hennar gat ekki útskýrt fyrir henni hvers vegna hann hefði aldrei feng- ið bréfin sem mamma Gerð- ar sendi honum. Hann grun- aði að sú gamla hefði lesið þau og síðan eyðilagt, mögu- Hann grunaði að sú gamla hefðí lesið bréfin og síðan eyðilagt bau. Mögulega hefði bað uerið vegna hræðslu við að míssa einkason sinn frá sér tíl ein- hverrar konu á íslandi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.