Vikan - 31.10.2000, Síða 7
Hún Þorbjörg Hjartardóttir
var ekki há í loftinu þegar
hún fór að hafa áhuga á
snyrtivörum. Hún var
ekki nema fimm ára þeg-
ar hún læsti sig inni á
baðherbergi með snyrti-
budduna hennar mömmu
sinnar og málaði dúkk-
urnar sínar og sjö ára
þegar hún byrjaði að
kaupa leikarablöð. Það er
ólíklegt að þennan litla
listamann hafi á þeim
tíma órað fyrir því að í
framtíðinni myndi hún
framleiða eigin snyrtivörur
og reka eigið fyrirtæki þar
sem leikararnir sem birt-
ust í leikarablöðunum eru
fastakúnnar.
= ið fslendingar þekkjum
~ ® Þorbjörgu best á því að
.0= hún ferðaðist um heim-
^ ® inn með Vigdísi Finn-
= 31 bogadóttur, fyrrum forseta ís-
= lands, öll árin sem hún satáfor-
£ ™ setastóli. Við sáum stundum
c ._ myndiraf fallegu, fíngerðu kon-
| » unni með rauða hárið, sem sá
.0 “ um að greiða og snyrta Vigdísi
u fyrir opinberar móttökur.
~ ^ Danir þekkja Þorbjörgu und-
* £, ir nafninu Doddý, hið rammís-
s lenska nafn hennar lætur illa í
munni í Danmörku, þar sem
Doddý hefur búið undanfarin
tuttugu og sex ár. I dag rekur
hún eigið fyrirtæki í Danmörku
og er með tíu manns í vinnu.
Doddý lærði hárgreiðslu á ís-
landi ogfljótlega eftir að hún út-
skrifaðist úr Iðnskólanum lagði
hún land undirfótogfórtil Dan-
merkur. „Ástæðan fyrir því var
sú að mér leiddist á íslandi. Hér
var svo mikil færibandavinna og
mig langaði til þess að gera
meira en starfið bauð upp á
heima á íslandi. Ég hef alltaf
haft mikla sköpunarþörf. Pabbi
var listmálari, hann kenndi mér
að elska náttúruna og skapa fal-
lega hluti úr engu. Ég var alltaf
með honum þegar hann fór út
í náttúruna til þess að teikna
skissur. Á meðan varð ég að
drepa tímann á einhvern hátt og
ég tók það sem hendi var næst,
bjó til ýmsa hluti úr blómum
og þess háttar. Litirnir í íslenskri
náttúru eru engu líkir og þess-
ar stundir með pabba þróuðu
með mér sterka tilfinningu fyr-
ir litum sem hefur komið mértil
góða í starfi mínu.“
Duölín í Danmörku lengd-
í Danmörku fékk Doddý starf
hjá hárgreiðslufyrirtækinu Stu-
hr, sem er vel þekkt t Danmörku
og er með hundrað og sjötíu
mannsívinnu. ,,Égætlaði upp-
haflega að vera í þrjá mánuði en
þeir mánuðir eru orðnir að tutt-
ugu og sex árum. Málin þróuð-
ust þannig að ég vann lítið sem
hárgreiðslukona, oftast ekki
nema einn dag í viku. Hina dag-
ana kenndi ég við skólann sem
fyrirtækið rak, vann sem stílisti,
setti upp sýningar og ferðaðist
mikið. Fyrir fjórtán árum stofn-
aði ég fyrirtæki, Monsoon,
ásamt dönskum starfsfélaga
mínum. í dag rek ég fyrirtækið
ein, ég keypti félaga minn út
úr rekstrinum fyrir fjórum árum.
Ég er með mikið af fastakúnn-
um, bæði einstaklinga ogfyrir-
tæki, til dæmis nokkur stórfyr-
irtæki eins og L'Oreal. Ég rek
skóla fyrir stílista og set upp
sýningar í Danmörku, Noregi og
Svíþjóð. Fyrirtækið mitt útveg-
arfólk þegar vantar stílista, hár-
greiðslufólk og förðunarfræð-
inga. Við vinnum fyrir leikhús-
in og líka mikið fyrir sjónvarp."
Sjálf er Doddý á ferð og flugi
og hefur nóg að gera. ,,Ég tek
aðallega að mér að vera stílisti
fyrir listamenn sem leita til mín.
Ég er í þeirri aðstöðu að geta
valið úr verkefnum ogeryfirleitt
bókuð sex mánuði fram í tím-
ann. Þessa dagana er ég að
vinna með einum fastakúnnan-
um, norsku söngkonunni Sissel
Kirkeby. Hún er að fara að gefa
út nýja plötu og undanfarið höf-
um við verið á fullu í sambandi
við plötuumslagið og kynning-
armyndir fyrir blöð og tímarit.
Þegar platan kemur út ferðast
ég með henni á kynningarferð-
um um heiminn og sé um að
greiða henni og snyrta þegar
hún kemur fram í sjónvarpsvið-
tölum og blaðaviðtölum. Sem
dæmi má geta þess að mynd
af Sissel verður á forsíðu norska
Elle sem kemur út í desember.
Platan kemur fyrst út í Noregi,
síðan í Danmörku og Svíþjóð
og eftir það víðar í Evrópu og
Bandaríkjunum og mun ég ferð-
ast með henni til allra þessara
staða. Það má segja að ég sé á
stöðugu flakki og ég kann ágæt-
lega við það þótt það geti orðið
ansi mikill tætingur."
Það hlýtur að vera borðleggj-
andi að Doddý hafi
kynnst aragrúa af
spennandi fólki í
gegnum starf sitt.
,,Já, bæði spenn-
andi fólki og alveg
yndislegu fólki. í
mínum augum
erum við öll eins,
við lendum bara í
mismunandi að-
stæðum í lífinu. Ég
hef komist að þeirri
niðurstöðu að frægt
fólk sé oft það fólk
sem er mest niðri á
jörðinni. Ég kynnist
auðvitað mest því
fólki sem ég ferðast
með og éger í þeirri
aðstöðu að geta val-
ið og hafnað hverjir
það eru. Fyrir mig
skiptir miklu máli
að ná góðu sam-
bandi við kúnnana
mína. Ég hef ferðast
mikið með Sissel,
einnig dönsku
hljómsveitinni Dodo
and the dodos og fleiri þekktum
listamönnum sem ef til vill eru
ekki svo þekktir á íslandi.“
Doddý þarf ekki að hugsa sig
lengi um þegar hún er spurð að
því hver sé eftirmi nni legastur
þeirra sem hún hefur ferðast
með. ,,Að öllum öðrum ólöst-
uðum held ég mest upp á Vig-
dísi forseta. Þegar hún kom í
sína fyrstu opinberu heimsókn
til Danmerkur vissi hún af ís-
lenskri hárgreiðslukonu sem var
að vinna hjá Stuhr. Það var
hringt í mig og ég var beðin um
að greiða henni. Þannig hófst
sextán ára samstarf okkar sem
aldrei bar skugga á. Með Vigdísi
upplifði ég margt og við ferð-
uðumst víða um heiminn. (mín-
um augum er hún algjör perla,
hún er einfaldlega stórkostleg
manneskja, hún er svo hrein og
„Ég hef það fyrir
reglu að segja
upphátt við
sjálfa mig á
hverjum morgni
að þessi dagur
eigi eftir að
verða sá besti í
lífi mínu.“