Vikan


Vikan - 31.10.2000, Page 10

Vikan - 31.10.2000, Page 10
Texti: U n n u r J ó h a n n s d ó 11 i r Myndir: Hreinn Hreinsson ■ ■ Wku v'- .Lx ■1 f/W x áJÍP! Hrli'is ■K; -v ÍHK w Rfl I V % ' '•1 mf! ' R‘f Hii .. WH ; . ksM í iiffsBmíL/ S 1 •|C \ \ \ 1 r ..JH Það er margt sem tengir Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og Lenku Ptácníkova saman þótt uppruninn sé ólíkur. í áraraðir hafa þær verið meðal fremstu skák- kvenna í sínu heimalandi, Guðfríður Lilja hérá Islandi og Lenka íTékklandi. Þær eru einnig mágkonur en Lenka er í sambúð með yngsta bróður Guðfríðar Lilju, Helga Áss Grétarssyni, stórmeistara í skák, og eiga þau tæplega árs- gamla dóttur sem heitir Lilja í höfuðið á frænku sinni. Guðfríður Lilja og Lenka eru báðar að tefla fyrir sín heimalönd á Ólympíuskákmótinu sem fram fer þessa dagana í Istanbúl ÍTyrklandi. Það er aldrei að vita nema mágkonurnar mætist þar við taflborðið. Guðfríður Lilja er 28 ára gamall Reykvíkingur og nífaldur íslandsmeistari kvenna í skák en hún er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur hlotið al- þjóðlegan meistaratitil kvenna í skák. Hún hefur lokið BA-prófi í sagn- og stjórnmálafræði frá Harvardháskóla í Bandaríkjunum og tók mastersgráðu í sömu greinum frá Cambridgeháskóla í Englandi nú í vor. Lenka er 24 ára og ólst upp í litlu þorpi sem heitir Mostkovice en það er skammt frá borginni Prostejov í Tékklandi. Hún lauk mastersprófi í hagfræði frá Hagfræðiháskólanum í Prag síðastliðið vor og fluttist hingað til lands í haust ásamt Helga Áss og Lilju, dóttur þeirra. Vikan hitti þær stöllur að máli fáeinum dögum fyrir Ólympíuskákmótið. SKák er fyrir alia „Amma mín og nafna, Guð- fríður Lilja, kenndi mér mann- ganginn þegar ég var 5 ára en ég kem úr mikilli skákfjöl- skyldu. Bræður mínir þrír eru allir sterkir og virkir skákmenn, faðir minn er gamall meistara- flokksmaður og foreldrar mínir hafa báðir veriðformenn Taflfé- lags Reykjavíkur. Svo það er nú kannski ekki skrýtið að ég gangi með einhvers konar skákbakt- eríu,“ segir Lilja glettnislega. Lenka var einnig 5 ára þegar hún lærði mannganginn. ,,Það var reyndar ekki eins mikil hefð fyrir taflmennsku í minni fjöl- skyldu og hjá íslensku skáksyst- ur minni, en mamma og pabbi höfðu þó gaman af því að tefla. 10 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.